Stjórn Betri samgangna réði Davíð eftir að þrír umsækjendur spreyttu sig á verkefni

Árni Mathiesen, stjórnarformaður Betri samgangna ohf., segir að stjórn félagsins hafi tekið lokaákvörðun um að ráða Davíð Þorláksson sem framkvæmdastjóra eftir ferli þar sem 18 manns sóttu um, sjö voru tekin í viðtöl og þrjú látin leysa verkefni.

Betri samgöngur ohf. hefur yfirumsjón með þeim samgönguframkvæmdum sem á að ráðast í á höfuðborgarsvæðinu á komandi árum og fjármögnun þeirra. Mynd úr safni.
Betri samgöngur ohf. hefur yfirumsjón með þeim samgönguframkvæmdum sem á að ráðast í á höfuðborgarsvæðinu á komandi árum og fjármögnun þeirra. Mynd úr safni.
Auglýsing

Í upp­hafi árs var til­kynnt að Davíð Þor­láks­son, for­stöðu­maður sam­keppn­is­hæfn­is­sviðs Sam­taka atvinnu­lífs­ins, hefði verið ráð­inn fram­kvæmda­stjóri Betri sam­gangna, opin­bers hluta­fé­lags sem hefur það hlut­verk að hrinda umfangs­miklum sam­göngu­fram­kvæmdum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í fram­kvæmd. 

Alls sóttu 18 manns um starf­ið, sam­kvæmt svari frá fyr­ir­tæk­inu Vinn­vinn, ráðn­ingar og ráð­gjöf, sem var stjórn Betri sam­gangna til ráð­gjafar í ráðn­ing­ar­ferl­inu, en Kjarn­inn spurð­ist fyrir um hvernig ráðn­ing­ar­ferl­inu hefði verið hátt­að. 

Þrír ein­stak­lingar komust í loka­úr­tak vegna starfs­ins og fengu verk­efni til þess að leysa. Að end­ingu var það stjórn félags­ins sem tók loka­á­kvörðun um að ráða Davíð Þor­láks­son, að sögn Árna Mathiesen fyrr­ver­andi ráð­herra, sem er stjórn­ar­for­maður félags­ins.

Sam­kvæmt svari frá Vinn­vinn var starfið aug­lýst 24. októ­ber síð­ast­lið­inn, með aug­lýs­ingum í Frétta­blað­inu, Morg­un­blað­inu og Við­skipta­blað­inu og á heima­síðu Vinn­vinn. Aug­lýs­ing birt­ist jafn­framt á vef­borða á sam­fé­lags­miðl­unum Face­book og Lin­ked­In.

„Við mat á umsækj­endum var stuðst við við­ur­kenndar aðferðir sem veita hámarks for­spá um frammi­stöðu í starfi. Ráðn­ing­ar­ferlið fólst í mati á umsókn­um, við­töl­um, per­sónu­leikamati og verk­efni sem lagt var fyrir val­inn hóp umsækj­enda,“ segir einnig í svari Vinn­vinn til Kjarn­ans.

Auglýsing

Sam­kvæmt Árna Mathiesen voru sjö manns af þeim átján sem sóttu um tekin í við­töl og verk­efni var lagt fyrir þrjá ein­stak­linga. Stjórnin tók að því loknu ákvörðun um að ráða Davíð í starf­ið, en sam­kvæmt svari Vinn­vinn var allt ferlið „unnið í náinni sam­vinnu við stjórn Betri sam­gangna ohf. allt frá hæfni­grein­ingu starfs­ins þangað til nið­ur­staða fékkst í mál­ið.“ 

Í stjórn félags­ins sitja auk Árna þau Eyjólfur Árni Rafns­son, Guð­rún Ögmunds­dótt­ir, Gunnar Ein­ars­son, Ólöf Örv­ars­dóttir og Hildigunnur Haf­steins­dótt­ir. Vara­menn eru Ármann Kr. Ólafs­son og Guð­rún Birna Finns­dótt­ir.

Gerir ráð fyrir því að fleiri starfs­menn verði ráðnir en hóf­semi gætt

Blaða­maður spurði Árna hvað væri nú framundan hjá félag­inu, sem stofnað var í haust af rík­inu og sex sveit­ar­fé­lögum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til þess að halda utan um þær miklu sam­göngu­bætur sem ráð­ast á í á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og fjár­mögnun þeirra.

Árni Mathiesen fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins er stjórnarformaður Betri samgangna. Mynd: Alþingi

Fram­kvæmda­stjór­inn Davíð er enn sem komið er eini starfs­maður Betri sam­gangna, en Árni seg­ist gera ráð fyrir því að félagið muni ráða fleiri. „Við erum kannski ekki alveg búin að átta okkur á því hvaða upp­setn­ingu við þurfum að hafa,“ segir Árni.

„Við munum gæta eins mik­ils hófs í því og hægt er og nýta okkur sér­fræði­þekk­ingu sem er fyrir hendi í þeim stofn­unum sem hlut­haf­arnir eru með, en samt að gæta þess að við höfum tæki og tól og þá þar með mann­afla til þess að mynda okkur sjálf­stæðar skoð­anir og taka sjálf­stæðar ákvarð­an­ir,“ segir stjórn­ar­for­mað­ur­inn.

„Dá­lítið metn­að­ar­full áætl­un“

Árni segir að mörg verk­efni séu framundan hjá félag­inu, en ferlið við að koma sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins af stað og stofna félagið Betri sam­göngur með lögum hafi kannski tekið aðeins lengri tíma en gert var ráð fyrir og von­ast var eftir í upp­hafi.

Nú sé unnið að und­ir­bún­ingi ýmissa fram­kvæmda, bæði stofn­vega­fram­kvæmda og Borg­ar­línu­fram­kvæmda og einnig upp­bygg­ingu hjóla­stíga og göngu­stíga. Tals­vert verði um fram­kvæmdir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á næstu árum.



Miklar samgöngubætur eru fyrirhugaðar á höfuðborgarsvæðinu næstu árin. Mynd: Birgir Þór Harðarson

„Þetta er dálítið metn­að­ar­full áætlun og það hefur ekki verið mikið um stofn­vega­fram­kvæmdir und­an­farin ár og Borg­ar­línu­fram­kvæmd­irnar eru ákveðin nýj­ung í þessu og breyta umferð­inni og umferð­ar­flæð­inu. Það kallar á að það verði bætt úr ýmsu í stofn­veg­unum og stofn­veg­irnir verði aðlag­aðir því að mæta þessum nýju aðstæðum sem Borg­ar­línan mun skapa,“ segir Árni.

Búa til verð­mæti úr Keldna­land­inu

Eitt af helstu verk­efnum Betri sam­gangna, sam­kvæmt stofn­sam­þykktum félags­ins, verður að gera eins mikil verð­mæti og hægt er úr landi rík­is­ins við Keldur í Reykja­vík. 

Félagið mun taka við Keldna­land­inu sam­kvæmt sér­stökum samn­ingi við fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið og allan ábata af þróun þess og sölu skal láta renna óskertan til sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

„Fé­lagið skal ann­ast þróun lands­ins í sam­vinnu við skipu­lags­yf­ir­völd með það að mark­miði að hámarka virði lands­ins og upp­bygg­ing­ar­mögu­leika þess eins og kostur er. Við þróun lands­ins skal félagið hafa náið sam­ráð við skipu­lags­yf­ir­völd er lýtur að skipu­lags­mál­um, lóð­ar­málum og hönnun sam­göngu­fram­kvæmda,“ segir í stofn­sam­þykktum Betri sam­gangna.

Árni segir þessa ráð­stöfun Keldna­lands­ins „mjög athygl­is­vert verk­efn­i“, því að vissu leyti sé það nýj­ung að nýta efna­hags­reikn­ing rík­is­ins í þessum til­gangi.

Lét sig sam­göngu­málin varða á þingi

Blaða­maður spurði Árna að lokum hvernig það hefði komið til að hann hefði valist til þess að verða stjórn­ar­for­maður Betri sam­gangna. „Ég eig­in­lega bara veit það ekki,“ segir Árni, hlær og bætir við að þeirri spurn­ingu verði að beina til Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála­ráð­herra, sem setti hann í hlut­verk­ið. 

Aðsetur Betri samgangna ohf. er í húsakynnum fjármálaráðuneytisins, sem fer með hlut ríkisins í félaginu. Mynd: Stjórnarráð Íslands

„Að öllu gamni slepptu var ég þing­maður bæði í gamla Reykja­nes­kjör­dæmi og Suð­vest­ur­kjör­dæmi með Bjarna og eitt af verk­efnum þing­manna þess tíma var að hafa mikil afskipti af sam­göngu­mál­un­um,“ segir Árn­i. 

Hann segir til við­bótar að á þing­ferli sín­um, sem var frá árinu 1991-2009, hafi hann látið sig sam­göngu­mál höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og nágrennis varða og meðal ann­ars verið for­maður sam­göngu­nefndar Alþing­is, fyrst þegar hann kom inn á þing.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent