Beittu fortölum, greiddu sýnatöku og á annan tug reyndist sýktur

Tekist hefur að sannfæra um 210 ferðamenn síðustu vikur um að fara í skimun í stað 2 vikna sóttkvíar. Fjölmargir hafa svo greinst með veiruna í þeim hópi. Starfsmenn í flugstöðinni hafa „margoft séð“ að þeir sem velja sóttkví ætli sér ekki að halda hana.

Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum.
Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum.
Auglýsing

Starfs­menn flug­stöðv­ar­deildar lög­regl­unnar á Suð­ur­nesjum hafa fylgst með þeim sem vilja nýta þann mögu­leika að fara í fjórtán daga sótt­kví frekar en í tvö­falda sýna­töku „og margoft séð að þar er ekki áhugi á því að halda tveggja vikna sótt­kví,“ sagði Sig­ur­geir Sig­munds­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá flug­stöðv­ar­deild lög­regl­unnar á Suð­ur­nesj­um. „Við höfum náð að snúa fjöl­mörgum frá og telja þá á að fara í sýna­töku.“Frá því í októ­ber hefur tek­ist að telja um 210 manns af því að velja sótt­kví fremur en skim­un. „Í þeim hópi hafa greinst fjöl­mörg smit,“ sagði Sig­ur­geir sem var gestur á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. „Í einum hópi voru um fjöru­tíu manns sem vildu fara í sótt­kví í fjórtán daga. Harð­neit­aði sýna­töku. En eftir miklar for­tölur og eftir að við tókum á okkur að greiða sýna­töku­gjaldið sem þá var, fóru þau í sýna­töku. Á annan tug smita var í þessum hópi. Það hefði ekki verið gott ef það hefði kom­ist inn í land­ið.“

AuglýsingSig­ur­geir fjall­aði sér­stak­lega um komu erlendra starfs­manna til lands­ins og sagði það ganga Það ganga mjög mis­jafn­lega að fá skiln­ing þeirra á meðal á gild­andi regl­um. „Við biðlum til atvinnu­lífs­ins að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð og gæti þess að starfs­menn þeirra sem eru að koma frá útlöndum virði sótt­kvína og seinni sýna­tök­una og komi ekki til starfa fyrr en að því lokn­u.“Á ýmsu hefur gengið við landa­mærin frá upp­hafi far­ald­urs­ins og eitt atriði sem Sig­ur­geir nefndi sér­stak­lega var það sem gerð­ist í kjöl­far skil­grein­ingar á öruggum löndum í sum­ar, þegar far­þegar frá sex löndum þurftu ekki að sæta sömu reglum á landa­mærum og aðr­ir. „Þá fórum við að sjá að við fólk fór að smygla sér, nánast, í gegnum þessi lönd inn til Íslands og ekki segja frá því að það væri að koma frá öðrum löndum sem ekki töld­ust örugg.“Reglum hefur oft­sinnis verið breytt á landa­mær­unum en  fyr­ir­komu­lagið hefur þó verið óbreytt frá því 19. ágúst; hægt er að velja á milli sótt­kvíar í tvær vikur og tvö­faldrar skimunar með sótt­kví á milli. „Þessi tvö­falda skimun hefur marg­sannað sig,“ sagði Sig­ur­geir og benti á að yfir 600 smit hafi verið „greind og stöðv­uð“ þeim þeim hætti.Starfs­menn flug­stöðv­ar­deild­ar­innar hafa síð­ustu daga, að til­lögu Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­lækn­is, aukið eft­ir­lit ásamt smitrakn­ing­arteymi, með þeim sem velja fjórtán daga sótt­kvína. „Síð­asta ár var erfitt,“ við­ur­kenndi Sig­ur­geir. „Þetta hafa verið enda­lausar áskor­anir og breyt­ingar á reglum til að fram­fylgja. [...] En jákvæðnin og aðlög­un­ar­hæfnin hafa komið okkur áfram.“Smuga á landa­mær­unumSótt­varna­læknir hefur í tvígang lagt til að fjórtán daga sótt­kví verði afnum­in. „En hann hefur ekki kom­ist áfram með það,“ sagði Sig­ur­geir. „Þetta er smuga á landa­mær­un­um.“ Skýr­ingin á því að þessi leið hafi reynst ófær er sú að sótt­varna­lögin eru göm­ul. „Það er óvið­un­andi staða að ekki sé enn búið að laga lög­gjöf­ina núna í miðjum jan­úar árið 2021.“Sagði Sig­ur­geir að sótt­varna­lækni skorti skýr­ari heim­ildir og sömu sögu væri að segja um lög­reglu, t.d. til frá­vís­unar á landa­mær­um. „Nú er sótt­varna­læknir að reyna að bregð­ast við með þrauta­vara­til­lögu, að taka við nýlegum nei­kvæðum prófum frá útlönd­um. Von­andi gengur það hratt í gegn þangað til sótt­varna­lögin verða styrkt hið fyrsta. Oft var þörf á skil­virkri laga­setn­ingu en nú er nauð­syn.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halla Hrund Logadóttir.
Halla Hrund næsti orkumálastjóri
Hæfisnefnd mat fimm umsækjendur um starf orkumálastjóra hæfa. Eftir viðtöl við þá taldi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir að Halla Hrund Logadóttir væri hæfust þeirra til að gegna starfinu næstu fimm árin.
Kjarninn 19. apríl 2021
Róbert Farestveit, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Vilhjálmur Hilmarsson
Samkeppni skiptir sköpum fyrir lífskjör á Íslandi
Kjarninn 19. apríl 2021
Frosti Sigurjónsson
Nóbelsverðlaunahafi segir ivermectin vinna á COVID-19
Kjarninn 19. apríl 2021
Kári Stefánsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason.
Samstarf Þórólfs og Kára „langoftast“ og „næstum því alltaf“ ánægjulegt
Mun meira máli skiptir hvernig við hegðum okkur heldur en af hvaða afbrigði veiran er, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Sóttvarnalæknir segir þátt fyrirtækisins í baráttunni gegn COVID-19 hafa skipt sköpum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent