Beittu fortölum, greiddu sýnatöku og á annan tug reyndist sýktur

Tekist hefur að sannfæra um 210 ferðamenn síðustu vikur um að fara í skimun í stað 2 vikna sóttkvíar. Fjölmargir hafa svo greinst með veiruna í þeim hópi. Starfsmenn í flugstöðinni hafa „margoft séð“ að þeir sem velja sóttkví ætli sér ekki að halda hana.

Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum.
Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum.
Auglýsing

Starfs­menn flug­stöðv­ar­deildar lög­regl­unnar á Suð­ur­nesjum hafa fylgst með þeim sem vilja nýta þann mögu­leika að fara í fjórtán daga sótt­kví frekar en í tvö­falda sýna­töku „og margoft séð að þar er ekki áhugi á því að halda tveggja vikna sótt­kví,“ sagði Sig­ur­geir Sig­munds­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá flug­stöðv­ar­deild lög­regl­unnar á Suð­ur­nesj­um. „Við höfum náð að snúa fjöl­mörgum frá og telja þá á að fara í sýna­töku.“Frá því í októ­ber hefur tek­ist að telja um 210 manns af því að velja sótt­kví fremur en skim­un. „Í þeim hópi hafa greinst fjöl­mörg smit,“ sagði Sig­ur­geir sem var gestur á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. „Í einum hópi voru um fjöru­tíu manns sem vildu fara í sótt­kví í fjórtán daga. Harð­neit­aði sýna­töku. En eftir miklar for­tölur og eftir að við tókum á okkur að greiða sýna­töku­gjaldið sem þá var, fóru þau í sýna­töku. Á annan tug smita var í þessum hópi. Það hefði ekki verið gott ef það hefði kom­ist inn í land­ið.“

AuglýsingSig­ur­geir fjall­aði sér­stak­lega um komu erlendra starfs­manna til lands­ins og sagði það ganga Það ganga mjög mis­jafn­lega að fá skiln­ing þeirra á meðal á gild­andi regl­um. „Við biðlum til atvinnu­lífs­ins að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð og gæti þess að starfs­menn þeirra sem eru að koma frá útlöndum virði sótt­kvína og seinni sýna­tök­una og komi ekki til starfa fyrr en að því lokn­u.“Á ýmsu hefur gengið við landa­mærin frá upp­hafi far­ald­urs­ins og eitt atriði sem Sig­ur­geir nefndi sér­stak­lega var það sem gerð­ist í kjöl­far skil­grein­ingar á öruggum löndum í sum­ar, þegar far­þegar frá sex löndum þurftu ekki að sæta sömu reglum á landa­mærum og aðr­ir. „Þá fórum við að sjá að við fólk fór að smygla sér, nánast, í gegnum þessi lönd inn til Íslands og ekki segja frá því að það væri að koma frá öðrum löndum sem ekki töld­ust örugg.“Reglum hefur oft­sinnis verið breytt á landa­mær­unum en  fyr­ir­komu­lagið hefur þó verið óbreytt frá því 19. ágúst; hægt er að velja á milli sótt­kvíar í tvær vikur og tvö­faldrar skimunar með sótt­kví á milli. „Þessi tvö­falda skimun hefur marg­sannað sig,“ sagði Sig­ur­geir og benti á að yfir 600 smit hafi verið „greind og stöðv­uð“ þeim þeim hætti.Starfs­menn flug­stöðv­ar­deild­ar­innar hafa síð­ustu daga, að til­lögu Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­lækn­is, aukið eft­ir­lit ásamt smitrakn­ing­arteymi, með þeim sem velja fjórtán daga sótt­kvína. „Síð­asta ár var erfitt,“ við­ur­kenndi Sig­ur­geir. „Þetta hafa verið enda­lausar áskor­anir og breyt­ingar á reglum til að fram­fylgja. [...] En jákvæðnin og aðlög­un­ar­hæfnin hafa komið okkur áfram.“Smuga á landa­mær­unumSótt­varna­læknir hefur í tvígang lagt til að fjórtán daga sótt­kví verði afnum­in. „En hann hefur ekki kom­ist áfram með það,“ sagði Sig­ur­geir. „Þetta er smuga á landa­mær­un­um.“ Skýr­ingin á því að þessi leið hafi reynst ófær er sú að sótt­varna­lögin eru göm­ul. „Það er óvið­un­andi staða að ekki sé enn búið að laga lög­gjöf­ina núna í miðjum jan­úar árið 2021.“Sagði Sig­ur­geir að sótt­varna­lækni skorti skýr­ari heim­ildir og sömu sögu væri að segja um lög­reglu, t.d. til frá­vís­unar á landa­mær­um. „Nú er sótt­varna­læknir að reyna að bregð­ast við með þrauta­vara­til­lögu, að taka við nýlegum nei­kvæðum prófum frá útlönd­um. Von­andi gengur það hratt í gegn þangað til sótt­varna­lögin verða styrkt hið fyrsta. Oft var þörf á skil­virkri laga­setn­ingu en nú er nauð­syn.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent