Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi

Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

Drífa Snædal, for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ), segir að ætlað ákall eftir því að selja hlut rík­is­ins í Íslands­banka komi lík­lega frá vænt­an­legum kaup­end­um, ekki almenn­ingi. „Könnun eftir könnun hefur sýnt lít­inn stuðn­ing við söl­una, enda hefur traust eftir síð­ustu banka­sölu og hruns í kjöl­farið ekki verið end­ur­heimt.“ 

Þetta kemur fram í viku­legum pistli hennar sem birtur var í dag.

Þar vísar Drífa meðal ann­ars í könnun sem gerð var fyrir starfs­hóp sem vann hvít­bók um fjár­mála­kerfið sem skilað var til fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í des­em­ber 2018. For­maður þess hóps var Lárus Blön­dal, stjórn­ar­for­maður Banka­sýslu rík­is­ins, sem gerði til­lögu um sölu á Íslands­banka í síð­asta mán­uði.

Í þeirri könnun kom fram að 61,2 pró­­sent lands­­manna var jákvæður gagn­vart því að íslenska ríkið sé eig­andi við­­skipta­­banka. Ein­ungis 13,5 pró­­sent þeirra voru nei­­kvæðir gagn­vart því og 25,2 pró­­sent höfðu ekki sér­­staka skoðun á því.

Auglýsing
Þegar fólk var spurt hver væri helsta ástæða þess að það væri jákvætt gagn­vart því að ríkið sé eig­andi við­­skipta­­banka voru algeng­­ustu svörin þau að ríkið væri betri eig­andi en einka­að­ili, að slíku eign­­ar­haldi fylgdi öryggi og traust, að arð­­ur­inn af fjár­­­mála­­starf­­semi myndi þá fara til þjóð­­ar­innar og að minni líkur væru á spill­ingu, græðgi og slæmum enda­lok­­um.

Svo sögð­ust ein­ungis 16 pró­­sent lands­­manna treysta banka­­kerf­inu, sem þó er að langstærstu leyti í eigu íslensku þjóð­­ar­inn­­ar. Og 57 pró­­sent sögð­ust alls ekki treysta því.

Skýr­ingar og rök­semdir skortir

Í dag var einnig send út grein­ar­grerð sér­fræð­inga­hóps verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar um áform­aða sölu Íslands­banka. ­Megin nið­ur­staða hóps­ins er að ­skýr­ingar og rök­semdir skorti fyrir þeirri ákvörðun að hefja sölu bank­ans nú við þær óvenju­legu aðstæð­ur­ ­sem ríkja og að ekki sé ráð­legt að stíga svo stórt skref á óvissu­tím­um. Þá er vakin athygli á þeim ­sam­fé­lags­vanda sem ófull­nægj­andi traust í garð stjórn­valda og fjár­mála­kerf­is­ins skap­ar.

Í nið­ur­lagi skýrsl­unnar segir meðal ann­ars að Íslands­banki sé ekki í eigu rík­is­ins vegna ásælni almenn­ings í að eiga banka heldur vegna þess að banka­kerfi lands­ins brást al­menn­ingi full­kom­lega í efna­hags­hrun­inu 2008. „Sú stað­reynd þarf jafn­framt að skoð­ast í sam­hengi við hina umdeildu einka­væð­ingu bank­anna í upp­hafi ald­ar­inn­ar. Þau rök sem helst eru borin á borð fyr­ir­ einka­væð­ingu Íslands­banka núna eru að um hana hafi verið samið við gerð stjórn­ar­sátt­mála. Þá virð­is­t hrað­inn öðru fremur skýr­ast af þeirri stað­reynd að Alþing­is­kosn­ingar fara fram síðar á árinu. Þess­ar rök­semdir eru ekki full­nægj­andi og með þess­ari grein­ar­gerð er kallað á nán­ari rök­semdir og skýr­ing­ar. Veiga­mikil rök standa gegn því að selja stóran hlut í bank­anum við þær aðstæður sem nú ríkja í efna­hags­líf­inu og á fjár­mála­mark­aði, jafnt hér á landi sem erlend­is.“

Kallar eftir umræðu um sam­fé­lags­banka

Drífa segir í pistli sínum að kjarni máls­ins sé sá að verið sé að taka hlut í allra eigu og selja hann til fárra. Fyrir því þurfi að vera góð rök. Einu rökin sem sett séu fram séu hins vegar hug­mynda­fræði­leg, að ríkið eigi ekki að eiga banka. „Við höfum eitt stykki banka­hrun til að læra af og lexían er þessi: Það er ekki þjóð­inni í hag að taka sam­eig­in­legar eignir hennar og setja í hendur fjár­magns­eig­enda. Bank­arnir eru ekki endi­lega betur settir í einka­eigu. Ef á að breyta eign­ar­haldi á bönk­unum skulum við fyrst tryggja það að fólk geti valið við­skipti við banka í almanna­eigu, rek­inn á for­sendum almenn­ings og til hags­bóta fyrir okkur öll.“

Hún kallar síðan eftir að rykið verði dustað af þeirri hug­mynd að breyta Lands­bank­anum í sam­fé­lags­banka. „Slíkt form byggir á þeirri rót­tæku hug­mynd að fjár­mála­stofn­anir vinni í þágu almenn­ings en ekki fjár­magns­eig­enda. Að bankar þurfi ekki endi­lega að skila gróða, geti verið í almanna­eigu og stuðlað að sam­fé­lags­lega mik­il­vægum verk­efn­um. Að ein­hverju leyti þekkjum við þessa hug­mynda­fræði í gegnum spari­sjóða­kerfið eins og það var hugsað í upp­hafi. Síð­ustu ára­tugir hafa hins vegar verið und­ir­lagðir af ofur­trú á að gróða­sjón­ar­mið eigi að ráða för í fjár­mála­starf­semi og að „“fé án hirð­is”“ sé skað­leg­t.“

Selt á næstu mán­uðum

Til stendur að selja hlut af eign rík­is­ins í Íslands­banka á næstu mán­uð­um. Til­laga þess efnis var lögð fram af Banka­sýslu rík­is­ins 17. des­em­ber og sam­þykkt af fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra fjórum dögum síð­ar. 

Á­formin ganga út á að skrá bank­ann á markað og selja ótil­greindan hlut í honum í aðdrag­anda þess. Fyrri áform, sem lögð voru á hill­una vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins, gerðu ráð fyrir að bank­inn yrði seldur í sam­hliða sölu­ferli þar sem gert var ráð fyrir beinni sölu á hluta í gegnum upp­boð, mögu­lega til erlends banka. Þá gerðu þau áform líka ráð fyrir tví­hliða skrán­ingu Íslands­banka, á íslenskan hluta­bréfa­markað og í erlenda kaup­höll. 

Nýju áformin gera ein­ungis ráð fyrir sölu í gegnum hluta­fjár­út­boð hér­lendis og skrán­ingu í íslensku kaup­höll­ina. Það er meðal ann­ars rök­stutt í til­lögu Banka­sýslu rík­is­ins með því að ólík­legt sé að erlendur banki sýni áhuga á að eign­ast hlut í inn­lendum banka í núver­andi umhverfi, enda séu fá dæmi á síð­asta ári um beina sölu á bönkum í Evr­ópu til fjár­festa eða ann­arra banka.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent