Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“

Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið fyrr í dag.
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið fyrr í dag.
Auglýsing

Sam­heldni var ofar­lega í huga Joe Biden, for­seta Banda­ríkj­anna í inn­setn­ing­ar­ræðu sinni í dag. Hann sagði þjóð­ina eiga erfitt verk fyrir höndum sér sem krefð­ist þess að Banda­ríkja­menn hlust­uðu aftur á hvern annan og ynnu sam­an. 

Inn­setn­ing­ar­at­höfnin fór fram í Was­hington um hádegi að stað­ar­tíma í dag, eða fimm­leytið á íslenskum tíma. Þar sór Biden emb­ætt­is­eið, ásamt Kamala Harris, vara­for­seta Banda­ríkj­anna. 

Fáir áhorf­endur voru við­staddir athöfn­ina, en gesta­fjöldi var tak­mark­aður sökum sótt­varn­ar­ráð­staf­ana. Þó var mæt­ingin góð meðal fyrrum og núver­andi ráða­manna í banda­rískum stjórn­mál­um, en fyrrum for­setar og vara­for­setar síð­ustu ára­tuga, að Don­ald Trump und­an­skild­um, voru þar. 

Auglýsing

Í ræðu sinni sagði Biden að banda­ríska þjóðin hafi lært hversu verð­mætt og brot­hætt lýð­ræðið sé, en ein­ungis tvær vikur eru síðan æstur múgur réðst inn í þing­hús Banda­ríkj­anna til að reyna að koma í veg fyrir að öld­unga­deild Banda­ríkja­þings stað­festi for­seta­kjör hans. „Í dag hefur lýð­ræðið sigr­að,“ bætti Biden þó við. 

For­set­inn lagði áherslu á sættir innan banda­rísks þjóð­fé­lags og sagði þjóð­ina eiga erfitt verk fyrir höndum sér. Þeirra á meðal væri heims­far­ald­ur­inn, sem hefði orðið fleiri Banda­ríkja­mönnum að bana en seinni heims­styrj­öld­in, auk fjögur hund­ruð ára gam­als ákalls um jafn­ræði milli kyn­þátta, sem muni ekki vera frestað leng­ur. Einnig minnt­ist Biden á hvíta kyn­þátta­hyggju í ræðu sinni sem og hryðju­verkaógn inn­an­lands sem þjóðin þyrfti að horfast í augu við og sigr­ast á. Sjá má ræð­una í fullri lengd hér að neð­an. 

Biden bætti þó við að þessar áskor­anir krefð­ust ein­ingar og sam­heldni, sem væri vand­fundin í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi. „Því það verður eng­inn friður án sam­heldni. Aðeins heift og bit­urð.“ Í því sam­hengi bað hann um nýtt upp­haf og að Banda­ríkja­menn ættu að byrja að hlusta á hvern annan aft­ur, þótt þeir væru ekki sam­mála, „því ósætti ætti ekki að leiða til sundr­ung­ar“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent