Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir

Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.

Freyja Haraldsdóttir
Freyja Haraldsdóttir
Auglýsing

„Ég er inni­lega þakk­lát fyrir að vera bólu­sett og að heil­brigð­is­yf­ir­völd hafi sett hóp­inn sem ég til­heyri í for­gang. Það er vald­efl­andi og heilandi að ein­hver sér virði okk­ar. En bar­átt­unni er ekki lokið á meðan fólk gleym­ist og situr eft­ir. Ekk­ert okkar verður frjálst fyrr en við erum það öll.“

Þetta segir Freyja Har­alds­dótt­ir, bar­áttu­kona fyrir rétt­indum fatl­aðs fólks og dokt­or­snemi, í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag en hún var bólu­sett gegn COVID-19 í gær. Freyja hefur meðal ann­ars gagn­rýnt upp­lýs­inga­gjöf heil­brigð­is­yf­ir­valda til fatl­aðs fólks í COVID-far­aldri og sagt hana vera veru­lega ábóta­vant.

Rekur hún í færsl­unni ferlið sem leiddi að bólu­setn­ing­unni. „Þegar bólu­setn­ingar hófust var ég bara róleg því sam­kvæmt því sem ég las var ég ekki í fyrstu for­gangs­hóp­un­um. Dag­arnir liðu og ég fór að sjá fatlað fólk fá bólu­setn­ingu svo ég varð svo­lítið ugg­andi. Það sam­ræmd­ist ekki for­gangs­röð­un­inni í reglu­gerð­inni. Í fyrstu varð ég mjög hrædd um að þetta yrði til­vilj­un­ar­kennt og við sem hefðum hæst fengjum fyrst bólu­setn­ingu og þau sem eru ekki í aðstæðum til þess að sækj­ast eftir rétt­indum sínum sætu eft­ir. Ég var líka hrædd um að gleym­ast enda hef ég marg­ít­rekað gleymst í íslensku heil­brigð­is­kerf­i,“ skrifar hún.

Auglýsing

Ekki hafa öll sveit­ar­fé­lög sinnt upp­lýs­inga­skyldu sinni til fatl­aðs fólks

Freyja greinir frá því að hún hafi haft sam­band við heilsu­gæsl­una og engin svör feng­ið. Hún segir að samt hafi vel verið tekið á móti þessu sím­tali og starfs­fólk heilsu­gæsl­unnar sýnt áhyggjum hennar sam­kennd og skiln­ing. „Hún hvatti mig til þess að hafa sam­band við ein­hvern sem væri yfir NPA mála­flokknum en ég útskýrði fyrir henni að slíkur staður væri ekki til. Það væri vissu­lega NPA mið­stöð­in, sem hefur staðið sig mjög vel í bar­áttu, upp­lýs­ingum og eft­ir­fylgni fyrir bólu­setn­ingum en við værum ekki öll í NPA mið­stöð­inni sem erum með NPA. Ég er til dæmis ein þeirra. Þá er líka hópur fatl­aðs fólks sem er með þjón­ustu heima hjá sér en ekki NPA. Það getur verið fólk með bein­greiðslu­samn­ing eða heima­þjón­ustu frá sveit­ar­fé­lag­inu sín­u.“

NPA er not­enda­stýrð per­sónu­leg aðstoð sem er þjón­ustu­form sem byggir á hug­mynda­fræð­inni um sjálf­stætt líf og gerir fötl­uðu fólki meðal ann­ars kleift að ráða hvar það býr og með hverj­um.

Í kjöl­farið hafði Freyja sam­band við félags­þjón­ustu Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar, þar sem hún býr, en segir hún að þar hafi eng­inn verið með svör á reiðum hönd­um. „Þau brugð­ust þó hratt við og á innan við klukku­stund var ég komin með upp­lýs­ingar um verk­lag­ið. Ég sé mjög eftir því að hafa ekki strax gert það opin­bert, þó það sé ekki á minni ábyrgð, enda hefur þessi heims­far­aldur sýnt mér það að umfram allt er fatlað fólk almanna­varnir fyrir hvert ann­að. Þó svo að hið opin­bera hafi staðið sig vel á sumum stöðum að þá er það afar mis­jafnt og því getum við ekki treyst á það. Þetta kom í ljós aftur þegar sveit­ar­fé­lög hafa ekki öll sinnt upp­lýs­inga­skyldu sinni til fatl­aðs fólks sem býr heima og er með aðstoð,“ skrifar hún.

Fatlað fólk með aðstoð heima gleym­ist

Freyja bendir á að verk­lagið sjálft hafi ekki verið mjög aðgengi­legt. Til að mynda hafi hún þurft að senda læst wor­d-skjal með upp­lýs­ingum á borð við nafn og kenni­tölu og upp­lýs­ingum um aðstoð­ar­fólk á til­tekið net­fang hjá heilsu­gæsl­unni. Svo hafi hún þurft að senda annan tölvu­póst með lyk­il­orði. „Ég fékk ekki stað­fest­ingu á mót­töku fyrr en viku seinna. Þetta var auð­veld fram­kvæmd fyrir mig en hún en er flókin fyrir marga og alls ekki aðgengi­leg fyrir alla.“

Í fyrra­dag fékk Freyja svo boð í bólu­setn­ingu og var hún bólu­sett í gær, eins og áður seg­ir. „Fljót­lega, þökk sé sam­fé­lags­miðl­um, sá ég að margir aðrir NPA not­endur hefðu líka fengið sitt boð. Mér var mjög létt að það væri komið að þessu og að þetta fyr­ir­komu­lag virt­ist hafa virk­að. Bólu­setn­ingin gekk eins og sögu, það var vel tekið á móti mér og komið fram af virð­ingu. Einu auka­verk­an­irnar sem ég fann fyrir rétt á eftir var vel­virkni tára­kirtla og aukin til­finn­inga­semi en mig grunar að þær hafi verið óbeinar auka­verk­an­ir.

En þetta var auð­vitað of gott til þess að vera satt. Komið hefur í ljós að það var fatlað fólk með aðstoð heima sem gleymd­ist. Það er gjör­sam­lega óþol­andi en kemur samt ekki á óvart,“ skrifar hún.

Það sárasta og sannasta; líf fatl­aðs fólks ekki metið þess virði að lifa því

Freyja lýkur færsl­unni á að til­taka mögu­legar ástæður fyrir því að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst. Hún segir að verk­lagið sé meðal ann­ars óskýrt og til­vilj­ana­kennt hvernig sveit­ar­félög hafi farið með það. Heil­brigð­is­kerfið treysti jafn­framt „um of á það að ein­hver óskil­greindur aðili, sem eng­inn veit samt hver er, sjái um fatlað fólk og reddi mál­un­um. Sveit­ar­félögin bera ábyrgð á fram­kvæmd félags- og fötl­un­ar­þjónustu  á grund­velli laga sem þau þver­brjóta mjög gjarnan og ráða hrein­lega ekki við verk­efnið oft á tíð­um. Fötl­uðu fólki er mis­munað á grund­velli bú­setu og sveit­ar­félög hafa eitt­hvað óskil­greint frelsi til þess að sinna þess­ari skyldu eftir dúk og disk,” skrifar hún.

Þá bendir hún á að rík­ið, ráðu­neyti og und­ir­stofn­anir beri ábyrgð á eft­ir­liti en sinni því ekki sem skyldi og ef upp kemst að sveit­ar­fé­lag sé að brjóta á fötl­uðum þegnum sínum séu oft­ast engar afleið­ingar og eng­inn þurfi að bera ábyrgð. Sem þýði að breyt­ingar verði ekki. Í síð­asta lagi segir hún að sárasta og sann­asta ástæðan fyrir því að fatlað fólk með aðstoð heima gleym­ist sé að líf fatl­aðs fólks sé ekki metið þess virði að lifa því. „Þess vegna er fram­koman í okkar garð ómennsk.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent