Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir

Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.

Freyja Haraldsdóttir
Freyja Haraldsdóttir
Auglýsing

„Ég er inni­lega þakk­lát fyrir að vera bólu­sett og að heil­brigð­is­yf­ir­völd hafi sett hóp­inn sem ég til­heyri í for­gang. Það er vald­efl­andi og heilandi að ein­hver sér virði okk­ar. En bar­átt­unni er ekki lokið á meðan fólk gleym­ist og situr eft­ir. Ekk­ert okkar verður frjálst fyrr en við erum það öll.“

Þetta segir Freyja Har­alds­dótt­ir, bar­áttu­kona fyrir rétt­indum fatl­aðs fólks og dokt­or­snemi, í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag en hún var bólu­sett gegn COVID-19 í gær. Freyja hefur meðal ann­ars gagn­rýnt upp­lýs­inga­gjöf heil­brigð­is­yf­ir­valda til fatl­aðs fólks í COVID-far­aldri og sagt hana vera veru­lega ábóta­vant.

Rekur hún í færsl­unni ferlið sem leiddi að bólu­setn­ing­unni. „Þegar bólu­setn­ingar hófust var ég bara róleg því sam­kvæmt því sem ég las var ég ekki í fyrstu for­gangs­hóp­un­um. Dag­arnir liðu og ég fór að sjá fatlað fólk fá bólu­setn­ingu svo ég varð svo­lítið ugg­andi. Það sam­ræmd­ist ekki for­gangs­röð­un­inni í reglu­gerð­inni. Í fyrstu varð ég mjög hrædd um að þetta yrði til­vilj­un­ar­kennt og við sem hefðum hæst fengjum fyrst bólu­setn­ingu og þau sem eru ekki í aðstæðum til þess að sækj­ast eftir rétt­indum sínum sætu eft­ir. Ég var líka hrædd um að gleym­ast enda hef ég marg­ít­rekað gleymst í íslensku heil­brigð­is­kerf­i,“ skrifar hún.

Auglýsing

Ekki hafa öll sveit­ar­fé­lög sinnt upp­lýs­inga­skyldu sinni til fatl­aðs fólks

Freyja greinir frá því að hún hafi haft sam­band við heilsu­gæsl­una og engin svör feng­ið. Hún segir að samt hafi vel verið tekið á móti þessu sím­tali og starfs­fólk heilsu­gæsl­unnar sýnt áhyggjum hennar sam­kennd og skiln­ing. „Hún hvatti mig til þess að hafa sam­band við ein­hvern sem væri yfir NPA mála­flokknum en ég útskýrði fyrir henni að slíkur staður væri ekki til. Það væri vissu­lega NPA mið­stöð­in, sem hefur staðið sig mjög vel í bar­áttu, upp­lýs­ingum og eft­ir­fylgni fyrir bólu­setn­ingum en við værum ekki öll í NPA mið­stöð­inni sem erum með NPA. Ég er til dæmis ein þeirra. Þá er líka hópur fatl­aðs fólks sem er með þjón­ustu heima hjá sér en ekki NPA. Það getur verið fólk með bein­greiðslu­samn­ing eða heima­þjón­ustu frá sveit­ar­fé­lag­inu sín­u.“

NPA er not­enda­stýrð per­sónu­leg aðstoð sem er þjón­ustu­form sem byggir á hug­mynda­fræð­inni um sjálf­stætt líf og gerir fötl­uðu fólki meðal ann­ars kleift að ráða hvar það býr og með hverj­um.

Í kjöl­farið hafði Freyja sam­band við félags­þjón­ustu Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar, þar sem hún býr, en segir hún að þar hafi eng­inn verið með svör á reiðum hönd­um. „Þau brugð­ust þó hratt við og á innan við klukku­stund var ég komin með upp­lýs­ingar um verk­lag­ið. Ég sé mjög eftir því að hafa ekki strax gert það opin­bert, þó það sé ekki á minni ábyrgð, enda hefur þessi heims­far­aldur sýnt mér það að umfram allt er fatlað fólk almanna­varnir fyrir hvert ann­að. Þó svo að hið opin­bera hafi staðið sig vel á sumum stöðum að þá er það afar mis­jafnt og því getum við ekki treyst á það. Þetta kom í ljós aftur þegar sveit­ar­fé­lög hafa ekki öll sinnt upp­lýs­inga­skyldu sinni til fatl­aðs fólks sem býr heima og er með aðstoð,“ skrifar hún.

Fatlað fólk með aðstoð heima gleym­ist

Freyja bendir á að verk­lagið sjálft hafi ekki verið mjög aðgengi­legt. Til að mynda hafi hún þurft að senda læst wor­d-skjal með upp­lýs­ingum á borð við nafn og kenni­tölu og upp­lýs­ingum um aðstoð­ar­fólk á til­tekið net­fang hjá heilsu­gæsl­unni. Svo hafi hún þurft að senda annan tölvu­póst með lyk­il­orði. „Ég fékk ekki stað­fest­ingu á mót­töku fyrr en viku seinna. Þetta var auð­veld fram­kvæmd fyrir mig en hún en er flókin fyrir marga og alls ekki aðgengi­leg fyrir alla.“

Í fyrra­dag fékk Freyja svo boð í bólu­setn­ingu og var hún bólu­sett í gær, eins og áður seg­ir. „Fljót­lega, þökk sé sam­fé­lags­miðl­um, sá ég að margir aðrir NPA not­endur hefðu líka fengið sitt boð. Mér var mjög létt að það væri komið að þessu og að þetta fyr­ir­komu­lag virt­ist hafa virk­að. Bólu­setn­ingin gekk eins og sögu, það var vel tekið á móti mér og komið fram af virð­ingu. Einu auka­verk­an­irnar sem ég fann fyrir rétt á eftir var vel­virkni tára­kirtla og aukin til­finn­inga­semi en mig grunar að þær hafi verið óbeinar auka­verk­an­ir.

En þetta var auð­vitað of gott til þess að vera satt. Komið hefur í ljós að það var fatlað fólk með aðstoð heima sem gleymd­ist. Það er gjör­sam­lega óþol­andi en kemur samt ekki á óvart,“ skrifar hún.

Það sárasta og sannasta; líf fatl­aðs fólks ekki metið þess virði að lifa því

Freyja lýkur færsl­unni á að til­taka mögu­legar ástæður fyrir því að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst. Hún segir að verk­lagið sé meðal ann­ars óskýrt og til­vilj­ana­kennt hvernig sveit­ar­félög hafi farið með það. Heil­brigð­is­kerfið treysti jafn­framt „um of á það að ein­hver óskil­greindur aðili, sem eng­inn veit samt hver er, sjái um fatlað fólk og reddi mál­un­um. Sveit­ar­félögin bera ábyrgð á fram­kvæmd félags- og fötl­un­ar­þjónustu  á grund­velli laga sem þau þver­brjóta mjög gjarnan og ráða hrein­lega ekki við verk­efnið oft á tíð­um. Fötl­uðu fólki er mis­munað á grund­velli bú­setu og sveit­ar­félög hafa eitt­hvað óskil­greint frelsi til þess að sinna þess­ari skyldu eftir dúk og disk,” skrifar hún.

Þá bendir hún á að rík­ið, ráðu­neyti og und­ir­stofn­anir beri ábyrgð á eft­ir­liti en sinni því ekki sem skyldi og ef upp kemst að sveit­ar­fé­lag sé að brjóta á fötl­uðum þegnum sínum séu oft­ast engar afleið­ingar og eng­inn þurfi að bera ábyrgð. Sem þýði að breyt­ingar verði ekki. Í síð­asta lagi segir hún að sárasta og sann­asta ástæðan fyrir því að fatlað fólk með aðstoð heima gleym­ist sé að líf fatl­aðs fólks sé ekki metið þess virði að lifa því. „Þess vegna er fram­koman í okkar garð ómennsk.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent