Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir

Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.

Freyja Haraldsdóttir
Freyja Haraldsdóttir
Auglýsing

„Ég er inni­lega þakk­lát fyrir að vera bólu­sett og að heil­brigð­is­yf­ir­völd hafi sett hóp­inn sem ég til­heyri í for­gang. Það er vald­efl­andi og heilandi að ein­hver sér virði okk­ar. En bar­átt­unni er ekki lokið á meðan fólk gleym­ist og situr eft­ir. Ekk­ert okkar verður frjálst fyrr en við erum það öll.“

Þetta segir Freyja Har­alds­dótt­ir, bar­áttu­kona fyrir rétt­indum fatl­aðs fólks og dokt­or­snemi, í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag en hún var bólu­sett gegn COVID-19 í gær. Freyja hefur meðal ann­ars gagn­rýnt upp­lýs­inga­gjöf heil­brigð­is­yf­ir­valda til fatl­aðs fólks í COVID-far­aldri og sagt hana vera veru­lega ábóta­vant.

Rekur hún í færsl­unni ferlið sem leiddi að bólu­setn­ing­unni. „Þegar bólu­setn­ingar hófust var ég bara róleg því sam­kvæmt því sem ég las var ég ekki í fyrstu for­gangs­hóp­un­um. Dag­arnir liðu og ég fór að sjá fatlað fólk fá bólu­setn­ingu svo ég varð svo­lítið ugg­andi. Það sam­ræmd­ist ekki for­gangs­röð­un­inni í reglu­gerð­inni. Í fyrstu varð ég mjög hrædd um að þetta yrði til­vilj­un­ar­kennt og við sem hefðum hæst fengjum fyrst bólu­setn­ingu og þau sem eru ekki í aðstæðum til þess að sækj­ast eftir rétt­indum sínum sætu eft­ir. Ég var líka hrædd um að gleym­ast enda hef ég marg­ít­rekað gleymst í íslensku heil­brigð­is­kerf­i,“ skrifar hún.

Auglýsing

Ekki hafa öll sveit­ar­fé­lög sinnt upp­lýs­inga­skyldu sinni til fatl­aðs fólks

Freyja greinir frá því að hún hafi haft sam­band við heilsu­gæsl­una og engin svör feng­ið. Hún segir að samt hafi vel verið tekið á móti þessu sím­tali og starfs­fólk heilsu­gæsl­unnar sýnt áhyggjum hennar sam­kennd og skiln­ing. „Hún hvatti mig til þess að hafa sam­band við ein­hvern sem væri yfir NPA mála­flokknum en ég útskýrði fyrir henni að slíkur staður væri ekki til. Það væri vissu­lega NPA mið­stöð­in, sem hefur staðið sig mjög vel í bar­áttu, upp­lýs­ingum og eft­ir­fylgni fyrir bólu­setn­ingum en við værum ekki öll í NPA mið­stöð­inni sem erum með NPA. Ég er til dæmis ein þeirra. Þá er líka hópur fatl­aðs fólks sem er með þjón­ustu heima hjá sér en ekki NPA. Það getur verið fólk með bein­greiðslu­samn­ing eða heima­þjón­ustu frá sveit­ar­fé­lag­inu sín­u.“

NPA er not­enda­stýrð per­sónu­leg aðstoð sem er þjón­ustu­form sem byggir á hug­mynda­fræð­inni um sjálf­stætt líf og gerir fötl­uðu fólki meðal ann­ars kleift að ráða hvar það býr og með hverj­um.

Í kjöl­farið hafði Freyja sam­band við félags­þjón­ustu Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar, þar sem hún býr, en segir hún að þar hafi eng­inn verið með svör á reiðum hönd­um. „Þau brugð­ust þó hratt við og á innan við klukku­stund var ég komin með upp­lýs­ingar um verk­lag­ið. Ég sé mjög eftir því að hafa ekki strax gert það opin­bert, þó það sé ekki á minni ábyrgð, enda hefur þessi heims­far­aldur sýnt mér það að umfram allt er fatlað fólk almanna­varnir fyrir hvert ann­að. Þó svo að hið opin­bera hafi staðið sig vel á sumum stöðum að þá er það afar mis­jafnt og því getum við ekki treyst á það. Þetta kom í ljós aftur þegar sveit­ar­fé­lög hafa ekki öll sinnt upp­lýs­inga­skyldu sinni til fatl­aðs fólks sem býr heima og er með aðstoð,“ skrifar hún.

Fatlað fólk með aðstoð heima gleym­ist

Freyja bendir á að verk­lagið sjálft hafi ekki verið mjög aðgengi­legt. Til að mynda hafi hún þurft að senda læst wor­d-skjal með upp­lýs­ingum á borð við nafn og kenni­tölu og upp­lýs­ingum um aðstoð­ar­fólk á til­tekið net­fang hjá heilsu­gæsl­unni. Svo hafi hún þurft að senda annan tölvu­póst með lyk­il­orði. „Ég fékk ekki stað­fest­ingu á mót­töku fyrr en viku seinna. Þetta var auð­veld fram­kvæmd fyrir mig en hún en er flókin fyrir marga og alls ekki aðgengi­leg fyrir alla.“

Í fyrra­dag fékk Freyja svo boð í bólu­setn­ingu og var hún bólu­sett í gær, eins og áður seg­ir. „Fljót­lega, þökk sé sam­fé­lags­miðl­um, sá ég að margir aðrir NPA not­endur hefðu líka fengið sitt boð. Mér var mjög létt að það væri komið að þessu og að þetta fyr­ir­komu­lag virt­ist hafa virk­að. Bólu­setn­ingin gekk eins og sögu, það var vel tekið á móti mér og komið fram af virð­ingu. Einu auka­verk­an­irnar sem ég fann fyrir rétt á eftir var vel­virkni tára­kirtla og aukin til­finn­inga­semi en mig grunar að þær hafi verið óbeinar auka­verk­an­ir.

En þetta var auð­vitað of gott til þess að vera satt. Komið hefur í ljós að það var fatlað fólk með aðstoð heima sem gleymd­ist. Það er gjör­sam­lega óþol­andi en kemur samt ekki á óvart,“ skrifar hún.

Það sárasta og sannasta; líf fatl­aðs fólks ekki metið þess virði að lifa því

Freyja lýkur færsl­unni á að til­taka mögu­legar ástæður fyrir því að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst. Hún segir að verk­lagið sé meðal ann­ars óskýrt og til­vilj­ana­kennt hvernig sveit­ar­félög hafi farið með það. Heil­brigð­is­kerfið treysti jafn­framt „um of á það að ein­hver óskil­greindur aðili, sem eng­inn veit samt hver er, sjái um fatlað fólk og reddi mál­un­um. Sveit­ar­félögin bera ábyrgð á fram­kvæmd félags- og fötl­un­ar­þjónustu  á grund­velli laga sem þau þver­brjóta mjög gjarnan og ráða hrein­lega ekki við verk­efnið oft á tíð­um. Fötl­uðu fólki er mis­munað á grund­velli bú­setu og sveit­ar­félög hafa eitt­hvað óskil­greint frelsi til þess að sinna þess­ari skyldu eftir dúk og disk,” skrifar hún.

Þá bendir hún á að rík­ið, ráðu­neyti og und­ir­stofn­anir beri ábyrgð á eft­ir­liti en sinni því ekki sem skyldi og ef upp kemst að sveit­ar­fé­lag sé að brjóta á fötl­uðum þegnum sínum séu oft­ast engar afleið­ingar og eng­inn þurfi að bera ábyrgð. Sem þýði að breyt­ingar verði ekki. Í síð­asta lagi segir hún að sárasta og sann­asta ástæðan fyrir því að fatlað fólk með aðstoð heima gleym­ist sé að líf fatl­aðs fólks sé ekki metið þess virði að lifa því. „Þess vegna er fram­koman í okkar garð ómennsk.“Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Talið er að hátt í 200 þúsund manns hafi atkvæðisrétt í formannsslag Íhaldsflokksins, eða sem nemur 0,3 prósentum af bresku þjóðinni.
Núll komma þrjú prósent sem öllu ráða
Eftir tæpan mánuð kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Liz Truss hefur forystu í skoðanakönnunum. Hópurinn sem hefur atkvæðisrétt í formannskjöri Íhaldsflokksins er nokkuð frábrugðinn hinum almenna kjósanda, að meðaltali.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Erfitt að gera stjórnarsáttmálann – Hélt á einum tímapunkti að viðræðum yrði hætt
Formaður Sjálfstæðisflokksins sér ekkert sem ráðuneyti hans hefði getað gert öðruvísi við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann vill halda áfram með söluna og selja hlut í Landsbankanum þegar uppgjöri við skýrslu Ríkisendurskoðunar er lokið.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þrír sóttu um að verða dómari við MDE – Oddný sú eina sem sótti um aftur
Nefnd á vegum forsætisráðherra mat þrjá umsækjendur um dómaraembætti við Mannréttindadómstól Evrópu hæfa fyrr á þessu ári. Tveir drógu umsókn sína til baka og auglýsa þurfti embættið aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll
Ný þjóðarhöll í innanhúsíþróttum á að rísa í Laugardal fyrir lok árs 2025. Framkvæmdanefnd hefur verið skipuð og tók til starfa í dag. Höllin á að stórbæta umgjörð landsliða og tryggja Þrótti og Ármann „fyrsta flokks aðstöðu.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna segir uppsögn Drífu tímabæra og að hún hafi myndað blokk með efri millistétt
Formaður Eflingar segir uppruna, bakland og stuðningshópa Drífu Snædal hafa verið í stofnana-pólitík og í íhaldsarmi verkalýðshreyfingarinnar. Vinnubrögð hennar hafi verið lokuð, andlýðræðisleg og vakið gagnrýni, langt út fyrir raðir VR og Eflingar.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér embætti forseta ASÍ
Forseti ASÍ segir að átök innan sambandsins hafi verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda. „Þegar við bætast ákvarðanir og áherslur einstakra stéttarfélaga sem fara þvert gegn minni sannfæringu er ljóst að mér er ekki til setunnar boðið.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að yfirgefa niðurrifsstjórnmálin til að hlusta á þá sem hugsa ekki eins
Kjarninn 10. ágúst 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Kjósendur Vinstri grænna hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi
Skiptar skoðanir eru um aukna samþjöppun í sjávarútvegi hjá kjósendum stjórnarflokkanna. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa minni áhyggjur en meiri af henni.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent