Ísland fellur á spillingarlista og er í 17. sæti – Enn og aftur spilltast allra Norðurlanda

Ísland er spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Ákveðið bakslag hefur átt sér stað í baráttunni gegn spillingu hér á landi en Ísland hefur hrapað niður úr 1. sæti árið 2006 í 17. sæti árið 2020.

Á meðal þeirra mála þar sem grunur er um spillingu sem ásakanir eru um að teygi sig inn í stjórnsýslu landsins, er Samherjamálið svokallaða. Fjöldi manns mótmælti vegna þess í nóvember 2019.
Á meðal þeirra mála þar sem grunur er um spillingu sem ásakanir eru um að teygi sig inn í stjórnsýslu landsins, er Samherjamálið svokallaða. Fjöldi manns mótmælti vegna þess í nóvember 2019.
Auglýsing

Ísland fellur um sex sæti og er í því sautj­ánda á lista Tran­sparency International, alþjóð­legra sam­taka gegn spill­ingu, um spill­ingu í helstu löndum heims fyrir árið 2020. List­inn virkar þannig að hvert land fær stig fyrir ákveðna þætti tengdum spill­ingu í opin­bera geir­anum og það land sem fær flest stig er talið minnst spillt sam­kvæmt spill­inga­vísi­tölu Tran­sparency International. Stiga­kvarð­inn er frá 0 (mest spillt) upp í 100 (minnst spillt).

Spill­ing­­­ar­­­vísi­tala Tran­­­sparency International er byggð á á­liti sér­­­fræð­inga sem og almennri skynjun á spill­ingu í opin­berum stofn­unum og ­stjórn­­­­­sýslu. Stofn­unin sækir upp­­lý­ingar sínar til mis­­mun­andi grein­ing­­ar­­fyr­ir­tækja og hvað Ísland varðar eru not­aðar sjö gagna­­upp­­­sprett­ur á und­an­förnum árum. Um er að ræða hug­lægt mat þeirra á spill­ingu. Þau lönd sem fá hæsta ein­kunn eiga það sam­eig­in­­­legt að þar er ­stjórn­­­­­sýsla opin og almenn­ingur getur dregið stjórn­­­endur til ábyrgð­­­ar. Lægst­u ­ein­kunnir fá lönd þar sem mútur eru algeng­­­ar, refsi­­­leysi ríkir gagn­vart ­spill­ingu og opin­berar stofn­­­anir sinna ekki hlut­verki sínu í þágu borg­­­ar­anna.

Hin Norð­ur­löndin minnst spillt

Dan­mörk og Nýja Sjá­land eru þau land sem er minnst spillt, með 88 stig af 100 mögu­leg­um. Finn­land, Sví­þjóð, Singa­pore og Sviss koma þar á eftir með 85 stig saman í þriðja sæti og Norð­menn fylgja fast á eftir með 84 stig.

Staða Íslands á list­anum hefur hins vegar versnað hratt á und­an­förnum árum og hefur aldrei verið verri en nú þegar landið er með 75 stig í 17. sæti af 180 löndum sem hann nær til. Ísland er því, enn eitt árið, það Norð­ur­landa sem þykir spillt­ast sam­kvæmt spill­ing­ar­vísi­tölu Tran­sparency International. Á árunum 2005 og 2006 var Ísland í 1. sæti list­ans. Á árinu 2008 féll Ísland niður í 7. sæt­ið. En síð­­ast­lið­inn rúma ára­tug ár hefur leiðin legið niður á við. Árið 2018 féll Ísland niður í 14. sæti og sat í því ell­efta árið 2019.

Spilltasta land í heimi sam­kvæmt list­anum eru Suður Súdan og Sómal­ía. Þau fá tólf stig á spill­ing­ar­kvarð­an­um. Þar á eftir koma Sýr­land, Jemen og Venes­ú­ela.

Mikið áhyggju­efni

Í til­kynn­ingu frá Íslands­deild Tran­sper­ancy International, segir að þessar mæl­ingar njóti mik­illar við­ur­kenn­ingar á alþjóða­vett­vangi. „Fall Íslands niður spill­ing­ar­vísi­tölu­list­ann er mikið áhyggju­efni og stjórn­völd sem og almenn­ingur ættu að huga alvar­lega að því hvað gæti valdið þess­ari þróun og hvernig er hægt að bæta úr stöð­unn­i.“

Auglýsing
Samtökin Tran­sparency International voru stofnuð árið 1992 og hafa um langa hríð beitt sér til að vinna að heil­indum í stjórn­mál­um, stjórn­sýslu og við­skipta­lífi í heim­in­um. Þau eru sjálf­stæð og óháð stjórn­völdum og ekki rekin til að skila hagn­aði. Þau starfa í meira en 100 lönd­um. 

Í til­kynn­ingu þeirra sem send var út í morgun vegna birt­ingu list­ans segir að alþjóða­stofn­anir hafi lýst því yfir og rann­sóknir sýni með óyggj­andi hætti að spill­ing er ill­víg mein­semd sem ógni lýð­ræð­inu, grund­vall­ar­rétt­ind­um, tæki­færum og lífs­gæðum fólks hvar­vetna í heim­inum og grafi undan trausti í sam­fé­lag­inu og gagn­vart stjórn­völdum og stofn­unum á sviði fram­kvæmd­ar­valds, lög­gjaf­ar­valds og dóms­valds. „Ís­land engin und­an­tekn­ing frá því.“ 

Íslands þarf að gera meira

Í fyrra­haust kom út ný eft­ir­fylgn­is­skýrsla GRECO, sam­taka ríkja innan Evr­ópu­ráðs­ins gegn spill­ingu, um Ísland. Nið­ur­staðan hennar var að Ísland þurfi að gera meira til þess að koma í veg fyrir spill­ingu og efla heil­indi hjá æðstu hand­höfum fram­kvæmda­valds og innan lög­gæslu­stofn­ana.

Í skýrsl­unni var lagt mat á það hvernig íslensk stjórn­völd hefðu til þessa brugð­ist við þeim 18 til­lögum að úrbótum sem GRECO setti fram í skýrslu sinni um Ísland árið 2018. Búið var að koma til móts við fjórar þeirra með full­nægj­andi hætti, að mati sam­tak­anna. Sjö til­lögur til við­bótar voru sagðar hafa verið inn­leiddar að hluta, en ekki var búið að inn­leiða breyt­ingar til þess að mæta sjö til­lögum sem lúta flestar að lög­gæslu­mál­um.

Í frétta­til­kynn­ingu frá GRECO, sem send var út um miðjan nóv­em­ber 2020 vegna útkomu skýrsl­unn­ar, sagði að þrátt fyrir að sam­tökin kynnu að meta heild­ræna nálgun sem íslensk stjórn­völd hefðu tekið gagn­vart því að byggja upp varnir gegn hags­muna­á­rekstrum á æðstu stöðum í stjórn­sýsl­unni, vanti enn upp á nokkra hluti.

Sér­stak­lega nefndi GRECO að það skorti upp á leið­bein­ingar til emb­ætt­is­manna um hvernig þeir skuli haga sam­skiptum sínum við þriðju aðila og hags­muna­verði. Þá sagði einnig GRECO að þær reglur sem tóku gildi um síð­ustu ára­mót og komi í veg fyrir að æðstu hand­hafar fram­kvæmda­valds (sem skil­greindir eru sem ráð­herrar og aðstoð­ar­menn þeirra, ráðu­neyt­is­stjór­ar, skrif­stofu­stjórar og sendi­herr­ar) geti fært sig yfir í hags­muna­gæslu innan við sex mán­uðum frá starfs­lokum hjá hinu opin­bera, virt­ust „fremur veik­ar“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent