Segir dæmin sem þingmaður nefnir um spillingu „heldur léttvæg“

Formaður Samfylkingarinnar og fjármála- og efnahagsráðherra voru ekki sammála á þingi í dag um hvaða mál kalla ætti spillingarmál.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir að þótt spill­ing eigi aldrei að við­gang­ast sé kannski ekki hægt að koma alveg í veg fyrir að fyr­ir­tæki og ein­stak­lingar vikju af vegi dyggð­ar­innar í við­skipt­um. „Þá kemur einmitt að hlut­verki stjórn­valda, að lög og skila­boð stjórn­valda séu skýr. Öllum sé ljóst að hart verði tekið á hvers kyns belli­brögðum og fjár­veit­ingar til nauð­syn­legra eft­ir­lits­stofn­ana, meðal ann­ars umboðs­manns Alþing­is, skatt­rann­sókn­ar­stjóra, sak­sókn­ara, séu ekki skornar við nögl.“

Þetta kom fram í máli þing­manns­ins í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í morgun en hann innti eftir svörum Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, varð­andi það sem hann kall­aði spill­ing­ar­mál.

Logi hóf fyr­ir­spurn sína á því að minn­ast á hinn árlega lista Tran­sparency International sem mælir spill­ingu en Ísland fellur um sex sæti milli ára. Landið er nú í 17. sæti og neðst Norð­ur­land­anna sem raða sér í efstu sæt­in.

Auglýsing

„Í skýrsl­unni segir að spill­ing sé ill­víg mein­semd sem ógni lýð­ræð­inu. Það sýni rann­sóknir með óyggj­andi hætti. Spill­ing ógni grund­vall­ar­rétt­ind­um, tæki­færum og lífs­gæðum fólks og grafi undan trausti í sam­fé­lag­inu og gagn­vart stjórn­völd­um, stofn­unum fram­kvæmd­ar­valds­ins, lög­gjaf­ar­valds­ins og dóms­valds­ins. Meðal skýr­inga nefnir skýrslan banka­hrun­ið, fjár­mála­vafstur stjórn­mála­manna í Pana­ma-skjöl­unum og nú síð­ast Sam­herj­a­mál­ið, einnig að spill­ing nái til opin­berra aðila. Lái mér eng­inn þó að hug­ur­inn reiki örstutt að Lands­rétt­ar­mál­in­u,“ sagði Logi.

Logi Einarsson Mynd: Bára Huld

„Hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra hefur áður svarað mér að hann hafi ekki áhyggjur af spill­ingu á Íslandi og í íslensku við­skipta­lífi, bæði í kjöl­far þess að Ísland lenti á gráum lista og þegar Sam­herj­a­skjölin birt­ust. Það eru út af fyrir sig mjög skýr skila­boð. Hann virð­ist líta á mál sem koma upp sem til­fallandi en ekki kerf­is­vanda sem stjórn­völd eigi að taka á. Tran­sparency International lítur öðru­vísi á og hefur áhyggjur bæði af stöð­unni og þróun síð­ustu ára.“ 

Spurði Logi Bjarna hvort hann væri jafn áhyggju­laus nú og þegar hann spurði hann fyrir einu ári eða fynd­ist honum til­efni til að taka mið af ábend­ing­un­um. Og ef svo væri, hvað hygð­ist rík­is­stjórnin gera.

Kjósa menn að líta á glasið hálf­tómt eða hálf­fullt?

Bjarni svar­aði og sagð­ist telja að dæmin sem Logi nefndi því til stuðn­ings að það þyrfti að hafa miklar áhyggjur af spill­ingu á Íslandi væru nú heldur létt­væg.

„Að kalla það mál spill­ingu í Lands­rétt­ar­mál­inu þegar öll gögn eru opin, þegar Alþingi kemur að mál­inu og tekur síð­ustu ákvörð­un­ina, þegar emb­ætt­is­menn mæta fyrir nefnda­svið og færa rök fyrir til­lögu ráð­herr­ans, þegar hér í þing­sal eru greidd atkvæði fyrir opnum tjöld­um. Að kalla afgreiðslu slíkra mála spill­ingu er auð­vitað með miklum ólík­ind­um.

Hérna skiptir dálítið máli hvort menn kjósa að líta svo á að glasið sé hálf­tómt eða að það sé hálf­fullt. Þegar við skoðum þessa nið­ur­stöðu með aðeins jákvæð­ara hug­ar­fari en hátt­virtur þing­manni virð­ist vera tamt að gera, þá má sjá að Ísland skipar sér í flokk með þeim þjóðum í heim­inum þar sem spill­ing er minnst. En vilji menn hins vegar leggja ein­hverja aðra mælistiku á það mál og skoða í hvaða hópi við erum ekki er jú hægt að draga það fram að á þennan mæli­kvarða, sem er ekk­ert algildur mæli­kvarði eða full­kom­inn á nokkurn hátt, skorum við ekki jafn hátt og Norð­ur­lönd­in,“ sagði ráð­herr­ann.

Bjarni telur það sjálf­sagt að velta því upp hvað stjórn­völd geti gert til þess að bregð­ast við þeirri stöðu. „Eitt af því sem er áber­andi í skýrslu sem þess­ari, og það sama á við um GRECO-út­tekt­ir, er að það eru ekki endi­lega dæmin um spill­ing­ar­mál sem menn hafa í hönd­un­um, heldur til­finn­ingin fyrir því að ein­hvers staðar grass­eri spill­ing, ein­hver svona óljós til­finn­ing. Oft ger­ist það nú þegar for­menn í stjórn­mála­flokkum koma upp og tala einmitt inn í þá til­finn­ingu, að hún versn­ar.“

Dæmin alls ekki létt­væg

Logi kom aftur í pontu og sagði að þegar kemur að aðgerðum stjórn­valda gegn spill­ingu þá vildi hann hafa glasið fullt og að dæmin sem hann nefndi væru nefni­lega alls ekki létt­væg.

„Ég nefndi banka­hrun. Ég nefndi óeðli­legt fjár­mála­vafstur stjórn­mála­manna í tengslum við Pana­ma-skjölin og ég nefndi Sam­herj­a­skjöl­in. Mig langar þá að nefna í sam­hengi við þessa skýrslu að nýlega birt­ist skoð­ana­könnun MMR sem sýnir að ein­ungis 23 pró­sent treysta fjár­mála­ráð­herr­anum til að halda utan um sölu á Íslands­banka. Þetta er for­vitni­leg nið­ur­staða og það vakna óneit­an­lega spurn­ing­ar,“ sagði hann og spurði í fram­hald­inu hvort Bjarni teldi að hér væru lands­menn að lýsa tor­tryggni í garð fjár­mála­ráð­herra Íslands yfir­leitt, og þá stjórn­valda, að um væri að ræða kerf­is­vanda, eða teldi hann, eins og í hinum mál­un­um, að um væri að ræða afmark­aðan vanda og tor­tryggni í garð fjár­mála­ráð­herr­ans og tengsl hans við eitt af þessum málum í skýrsl­unni.

Bara „ein­hver þvælu­um­ræða“

Fjár­mála­ráð­herra svar­aði í annað sinn og sagði að komið væri „dá­lítið langt frá kjarna máls þegar við erum farin að skipt­ast á skoð­unum um nið­ur­stöður skoð­ana­kann­ana. Eða ættum við kannski að velta því fyrir okkur hér, myndi það skila okkur eitt­hvað fram veg­inn í þágu þjóð­ar­inn­ar, hvers vegna það skyldi vera að 83 til 84 pró­sent þjóð­ar­innar vilji ekki Sam­fylk­ing­una sem val­kost við stjórn lands­ins. 83 pró­sent segja bara nei þegar Sam­fylk­ingin býður fram, við kjósum eitt­hvað ann­að. Þetta er bara ein­hver þvælu­um­ræða.

Aðal­at­riðið er að við stöndum við það sem sagt hefur verið í banka­sölu­mál­inu, að fylgja opnu og gagn­sæju ferli þar sem eng­inn er að flýta sér. Við stígum var­færin skref og fylgjum því sem boðað hefur ver­ið, að allir geti tekið þátt sem hafa áhuga,“ sagði Bjarni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent