Einbúavirkjun ekki rædd því margir enn með „óbragð“ eftir Svartárvirkjunardeilu

Bárðdælingar hafa ekki rætt sín á milli um fyrirhugaða Einbúavirkjun í Skjálfandafljóti því margir þeirra eru enn með „óbragð“ eftir Svartárvirkjunardeiluna. „Það er mjög erfitt og sárt að að standa í þessu,“ segir íbúi í Bárðardal.

Flúðir á framkvæmdasvæði fyrirhugaðrar Einbúavirkjunar.
Flúðir á framkvæmdasvæði fyrirhugaðrar Einbúavirkjunar.
Auglýsing

Ástæðan fyrir því að annar eig­andi félags­ins sem hyggst reisa Ein­búa­virkjun í Skjálf­anda­fljóti hefur ekki upp­lifað að áformin hafi haft sundr­ung­ar­á­hrif á sam­fé­lagið í Bárð­ar­dal er ein­föld: Málið hefur ekk­ert verið rætt í sveit­inni. Deilan um Svart­ár­virkj­un, sem stóð í mörg ár, var erfið og margir veigra sér við að stíga fram nú af þeim sök­um.



Þetta var meðal þess sem fram kom í máli íbúa í dalnum á kynn­ing­ar­fundi sem skipu­lags- og umhverf­is­nefnd Þing­eyj­ar­sveitar boð­aði til fyrir helgi þar sem kynntar voru til­lögur að breyt­ingu á aðal­skipu­lagi sveit­ar­fé­lags­ins og til­laga að deiliskipu­lagi vegna fyr­ir­hug­aðrar Ein­búa­virkj­un­ar. Þeir sem kynntu til­lög­una og sátu fyrir svörum voru full­trúar Ein­búa­virkj­unar ehf. og Ver­kís, verk­fræði­stof­unnar sem vann skipu­lags­til­lög­urnar fyrir fram­kvæmd­að­il­ann. Á sama tíma og fund­ur­inn fór fram sátu sveit­ar­stjórn­ar­menn á sveit­ar­stjórn­ar­fundi og voru því ekki til svara. 

Atli Steinn Svein­björns­son skipu­lags­full­trúi Þing­eyj­ar­sveitar stýrði kynn­ing­ar­fund­in­um, sem fram fór í félags­heim­il­inu Kiða­gili og var streymt á Face­book, og sagði í lok hans að allar athuga­semdir og spurn­ingar sem komu fram yrðu birtar sveit­ar­stjórn. Þá sagði Arnór Ben­ón­ýs­son odd­viti sveit­ar­stjórnar í kommenti á Face­book-­síðu fund­ar­ins að spurn­ing­unum yrði svarað á opin­berum vett­vangi við fyrsta tæki­færi.

Auglýsing



Mikið hefur mætt á hinu fámenna sam­fé­lagi í Bárð­ar­dal síð­ustu miss­erin vegna áforma um að reisa virkjun í Svartá, einni af þverám Skjálf­anda­fljóts. Sú virkj­un­ar­hug­mynd fékk afar nei­kvæða umsögn í áliti Skipu­lags­stofn­unar í lok síð­asta árs auk þess sem bent var á ýmsa van­kanta í mats­skýrslu fram­kvæmda­að­il­ans, SSB Orku. Í álit­inu var m.a. farið í gegnum þær 77 athuga­semdir sem bár­ust stofn­un­inni þar sem fram komu m.a. þau sjón­ar­mið að áform um virkjun í Svartá hafi skapað ósætti meðal íbúa sveit­ar­fé­lags­ins.



Í álit­inu voru einnig rifjuð upp orð sveit­ar­stjóra og odd­vita Þing­eyj­ar­sveitar í skýrslu Rann­sókn­ar­mið­stöðvar Háskól­ans á Akur­eyri um sam­fé­lags­leg áhrif virkj­ana: „Svart­ár­virkjun mun kljúfa sam­fé­lagið í Bárð­ar­dal, ef það hefur ekki þegar verið gert.“

Staðsetning fyrirhugaðrar Einbúavirkjunar í Skjálfandafljóti. Mynd af vef SUNN

Til þess­ara orða vitn­uðu íbúar á kynn­ing­ar­fund­inum um áform­aða Ein­búa­virkjun á fimmtu­dag og þótt umhverf­is­á­hrif fram­kvæmd­ar­innar hafi verið þeim hug­leikin voru það hin sam­fé­lags­legu sem voru þeim hvað efst í huga. „Þessi umræða sem ég hef verið að lesa í fjöl­miðlum um klofn­ing sam­fé­lags­ins hérna, það er bara hel­vítis bull og ekk­ert ann­að,“ sagði Frið­rika Sig­ur­geirs­dótt­ir, bóndi á Bjarna­stöð­um, og bætti við að málið hefði verið blásið upp í fjöl­miðl­um. Bjarna­staðir eiga land að Svartá og skrif­aði Frið­rika í opinni færslu á Face­book í byrjun jan­ú­ar, eftir að álit Skipu­lags­stofn­unar lá fyr­ir, að hún hefði bundið vonir við að Svart­ár­virkjun myndi leysa af hólmi litla heima­virkjun í ánni sem fyrst var komið upp á fyrri hluta síð­ustu ald­ar. Sú litla virkjun útheimti vinnu vegna bil­ana, oft við erf­iðar og jafn­vel hættu­legar aðstæð­ur.

Ekki gert ráð fyrir virkj­un­unum á aðal­skipu­lagi

Fyr­ir­huguð Ein­búa­virkjun er líkt og sú sem til stóð að reisa í næsta nágrenni í Svartá rétt innan við 10 MW sem þýðir að lögum sam­kvæmt þarf hún ekki að fara í gegnum ítar­legt ferli ramma­á­ætl­unar þar sem virkj­ana­kostir eru flokk­aðir í orku­nýt­ing­ar, bið- eða vernd­ar­flokk. Bæði verk­efnin hafa hins vegar farið í gegnum umhverf­is­mat. Ekki er gert ráð fyrir þessum virkj­unum í gild­andi aðal­skipu­lagi Þing­eyj­ar­sveitar svo breyt­inga á því er þörf eigi fram­kvæmd­irnar að verða að veru­leika. Nú hefur fram­kvæmda­að­ili varpað ljósi á það umfang sem fram­kvæmdin hefur í för með sér og í kjöl­farið mun sveit­ar­stjórn taka ákvörðun um hvort taka eigi til­lög­una lengra, senda hana í aug­lýs­ing­ar­ferli og fá þær athuga­semdir sem ber­ast.

Kort úr matsskýrslu af Einbúavirkjun í Bárðardal.



Bárð­ar­dalur í Þing­eyj­ar­sveit er efsti hluti vest­asta dals­ins sem gengur upp frá Skjálf­anda­flóa. Hann er fremur mjór og langur og um hann fellur Skjálf­anda­fljót. Fljótið á upp­tök sín í Von­ar­skarði og und­ir­hlíðum Bárð­ar­bungu og því eru margir og miklir foss­ar. Þekkt­astur þeirra er Goða­foss og er Ein­búa­virkjun fyr­ir­huguð um sjö kíló­metrum ofan hans. Efst í dalnum er svo t.d. Ald­eyj­ar­foss sem á síð­ustu árum hefur orðið vin­sæll áning­ar­staður ferða­manna.



Bárð­ar­dalur er tal­inn einn lengsti byggði dalur á land­inu en um 45 kíló­metrar eru á milli neðsta og efsta bæj­ar. Neðsti bær er rúm­lega 100 metra yfir sjáv­ar­máli en efsti bær, Svart­ár­kot, er um 400 m.y.s. Íbúar voru 85 árið 2005.

Mokað krapa í 55 ár

Svartá er lindá með nokkuð jöfnu rennsli en Skjálf­anda­fljót, þar sem virkjun kennd við eyði­jörð­ina Ein­búa er nú fyr­ir­hug­uð, er hins vegar að uppi­stöðu jök­ulá þar sem rennsli getur sveifl­ast mikið milli árs­tíða og krapa­myndun og fram­burður sömu­leiðis orðið mik­ill. „Ég, maður sem hef mokað krapa í 55 ár, datt aldrei í hug að þessi hug­mynd færi svona lang­t,“ sagði Hlöðver Pétur Hlöðvers­son, bóndi að Björg­um, bæ skammt frá ósum Skjálf­anda­fljóts, sem viðr­aði áhyggjur sínar af áhrifum krapa og stór­grýti sem honum getur fylgt á vélar virkj­un­ar­inn­ar.



Í umsögn sinni um frum­mats­skýrslu Ein­búa­virkj­unar benti nátt­úru­vernd­ar­nefnd Þing­ey­inga á að þótt Bárð­ar­dalur og ásýnd hans mót­ist af ábúð manna og á heild­ina litið sé hann ekki við­kvæmur fyrir þeim mann­virkjum sem fram­kvæmd­inni myndu tengj­ast þá sé far­vegur Skjálf­anda­fljóts órask­aður af manna völd­um. Stórar virkj­anir í fljót­inu hafa staðið til, m.a. við Hrafna­björg, en í til­lögu til þings­á­lykt­unar um þriðja áfanga ramma­á­ætl­un­ar, er lagt til að sá virkj­ana­kostur fari í vernd­ar­flokk. Til­lagan hefur beðið afgreiðslu þings­ins frá árinu 2016.

Vatni yrði veitt um skurð frá stíflu og að stöðvarhúsi. Mynd: Úr matsskýrslu

Í grein­ar­gerð aðal­skipu­lags Þing­eyj­ar­sveit­ar, sem sam­þykkt var árið 2011, kemur fram sú stefna sveit­ar­fé­lags­ins að nýta vatns­afl innan þess, sé það til hags­bóta fyrir íbúa og í sam­ræmi við sjálf­bæra þró­un. „Þing­eyj­ar­sveit telur eft­ir­sókn­ar­vert að kanna frekar fram­tíð­ar­mögu­leika á og kosti þess að byggja fleiri virkj­anir til einka­nota sem og orku­sölu á frjálsum raf­orku­mark­aði, en sveit­ar­fé­lagið er á móti hug­myndum um að virkja Skjálf­anda­fljót.“

Stefnu­breyt­ing?

Þessi afstaða er svo ítrekuð og und­ir­strikuð síðar í grein­ar­gerð­inni: „Eins og fram kemur í kafla 4.1, Fram­tíð­ar­sýn og meg­in­mark­mið, er það almenn stefna sveit­ar­fé­lags­ins að nýta vatns­afl í sveit­ar­fé­lag­inu enn frekar, en sveit­ar­fé­lagið er á móti hug­myndum um að virkja Skjálf­anda­fljót.“



Var þetta meðal þess sem íbúar og aðrir þeir sem fylgd­ust með kynn­ing­ar­fund­inum um Ein­búa­virkjun ósk­uðu eftir að sveit­ar­stjórn­ar­menn útskýrðu: Hvort að alls­herjar stefnu­breyt­ing hefði orðið og sveit­ar­fé­lagið nú áfram um að setja virkjun í Skjálf­anda­fljót. „Ég ætla ekki að telja hér upp marga þá skelfi­legu þætti sem fylgja [Ein­búa­virkj­un], sem ég tel á margan hátt mun verra en ætluð virkjun Svart­ár, sem er hlið­ará fljóts­ins, en hérna erum við að tala um virkjun í sjálfu Skjálf­anda­fljót­i,“ sagði Gunn­laugur Frið­rik Frið­riks­son, eig­andi og ábú­andi að Sunnu­hvoli, í þessu sam­bandi. „Mér finnst það vera nokkuð stórt mál að sveit­ar­fé­lagið haldi opinn fund þar sem kynnt er þessi stóra breyt­ing á skipu­lags­stefnu félags­ins, að stefnan breyt­ist úr því að ekki skuli virkja fljótið yfir í að virkja skuli fljót­ið, og eng­inn komi frá sveit­ar­fé­lag­inu sem treysti sér til að svara fyrir það.“

Svartá er í Bárðardal í Þingeyjarsveit. Mynd: Aðsend



Í ágúst árið 2019 lagði verk­fræði­stofan Ver­kís fyrir hönd félags­ins Ein­búa­virkj­unar ehf. fram frum­mats­skýrslu um bygg­ingu Ein­búa­virkj­unar til athug­unar hjá Skipu­lags­stofn­un. Tæpu ári síðar birti stofn­unin álit sitt. Mun lengri tími leið á milli þess sem frum­mats­skýrsla Ver­kís fyrir hönd SSB Orku um Svart­ár­virkjun var lögð fram og þar til álit Skipu­lags­stofn­unar lá fyrir eða rúm­lega þrjú ár.



 „Hingað til í þessu ferli hefur ríkt nokkur sátt, að við skilj­um, um þessa fram­kvæmd,“ sagði Hilmar Ágústs­son, annar eig­andi Ein­búa­virkj­unar ehf., á kynn­ing­ar­fund­inum í fyrra­dag, spurður af einum fund­ar­gesta um að hvaða leyti hann hefði áhyggjur af því að „kljúfa sam­fé­lagið í herðar niður með áformum af þessu tag­i“.

Aðeins þrjár athuga­semdir

Hilmar benti á að á meðan tæp­lega átta­tíu athuga­semdir hefðu borist við frum­mats­skýrslu um Svart­ár­virkjun hafi aðeins þrjár borist um Ein­búa­virkj­un. „Þannig að það hefur almennt ríkt nokkur sátt um þessa virkj­un, eins og ég hef upp­lifað það. Þess vegna hefur það í raun og veru ekki verið metið sem svo að þetta væri að hafa ein­hver sundr­ung­ar­á­hrif á þetta sam­fé­lag.“



Einar Jóns­son, skipu­lags­fræð­ingur hjá Ver­kís, sem kynnti skipu­lags­til­lög­urnar á fund­in­um, sagð­ist telja „smá átök“ eðli­leg í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi. Jafn­vel um virkj­ana­mál. „Ég held að það sé frekar styrk­leiki heldur en hitt. En auð­vitað er ekk­ert fengið með að kljúfa sam­fé­lag­ið. Og ég held að það sé ekki mein­ing­in. Við erum mætt hér að tala saman og allt í góðu enn.“

Nýleg mynd af Skjálfandafljóti á þeim slóðum þar sem vatni yrði veitt úr farvegi fljótsins um pípu og skurð að stöðvarhúsi. Mynd: Aðsend



Guð­rún Sig­ríður Tryggva­dótt­ir, bóndi í Svart­ár­koti í Bárð­ar­dal, sagði það „hár­rétt“ hjá Hilm­ari að það væri ekki ástæða til að hafa áhyggjur af klofn­ingi í sam­fé­lag­inu „því að þetta hefur ekk­ert verið rætt í sam­fé­lag­inu. Menn hafa ekki tekið þessa umræð­u“. Hún viti ekki hvað sveit­ungum hennar finn­ist almennt um virkj­ana­á­form­in, „við nefni­lega erum ekk­ert að ræða það“.



Hún velti því upp hvort að það væri ekki einmitt rík ástæða til að ræða mál­in, „jafn­vel þó að þau séu erf­ið“. Guð­rún sagð­ist telja að ein helsta ástæða þess að fyr­ir­huguð Ein­búa­virkjun hafi ekki verið rædd sé hvernig við­brögðin urðu í aðdrag­anda Svart­ár­virkj­unar „Við erum svo góð í því að ákveða að láta ekki eitt­hvað svona eyði­leggja sam­fé­lagið okkar að við ræddum þetta ein­fald­lega aldrei. Þetta var sett til hlið­ar­.“ 

Auglýsing



Guð­rún sagði erfitt að geta ekki rætt kosti og galla fyr­ir­hug­aðrar fram­kvæmdar í sveit­inni. „Mig langar ekki að búa í sam­fé­lagi þar sem ég má ekki hafa skoð­un.“ Það hafi verið hennar upp­lifun í aðdrag­anda Svart­ár­virkj­un­ar, að fólk nái ekki að vera sam­mála um að vera ósam­mála. Betra hefði verið að umræðan og athuga­semdir um áform­aða Ein­búa­virkjun hefðu komið fram fyrr í ferl­inu. „En þetta snýst um ásýnd dals­ins,“ sagði hún. „Og þó að við séum sam­fé­lag sem er hvorki ríkt eða mjög töff þá ríkir hér ein­hver róleg og nota­leg stemn­ing sem fólk sem sækir okkur heim finn­ur.“

Mik­il­vægt væri að ræða opin­skátt um sam­fé­lags­leg áhrif fram­kvæmd­ar­inn­ar, þau væru jákvæð að ein­hverju leyti, þ.e. sveit­ar­fé­lagið fær ákveðnar tekjur og sömu­leiðis eig­endur jarða sem eiga land að virkj­un­inni, „en hvaða fleiri jákvæðu sam­fé­lags­legu áhrif sjáum við?“

Á fund­inum kom fram að ekki er búið að reikna út hverjar fast­eigna­tekjur Þing­eyj­ar­sveitar yrðu af virkj­un­inni. Í mats­skýrslu kemur fram að mann­afls­þörf yrði mikil á fram­kvæmda­tíma en eng­inn að honum lokn­um.  

Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti er efst í Bárðardal. Mynd: Ólafur Már Björnsson

 „Þetta yrði stór virkj­un,“ sagði Gunn­laugur á Sunnu­hvoli á fund­in­um. „Annað er hrein­lega ekki rétt. Hlut­falls­lega er minni stærð­ar­munur á þessar virkjun og Kára­hnjúkum heldur en á þess­ari virkjun borið saman við venju­lega heima­virkj­un. Hún er hlut­falls­lega nær Kára­hnjúkum í afli en meðal heima­virkj­un. Þó hún sé mjög stór í okkar sam­hengi, skiptir hún hverf­andi máli í stóru mynd­inni ef horft er til orku­fram­leiðslu lands­ins og hún hefur ótrú­lega lítil jákvæð fjár­hags­lega áhrif á sam­fé­lag­ið.  Útreikn­ingar sýna til dæmis að beinar fastar tekjur sveit­ar­fé­lags­ins af virkj­un­inni munu vera minni en sem nemur útsvars­tekjum af einum góðum launa­manni til eða frá,“ sagði Gunn­laugur sem vís­aði til útreikn­inga Sam­taka um nátt­úru­vernd á Norð­ur­landi, SUNN.

Skilj­an­lega erfitt að ræða málið



„Mig grunar að fólk sem hefur efa­semdir um þessa virkjun muni eiga erfitt með að stíga fram og segja sinn hug,“ hélt Gunn­laugur áfram. „Ég hef rætt við all­nokkra íbúa hérna í dalnum um þetta og nán­ast allir sem ég hef rætt við hafa miklar efa­semdir um þessa virkj­un. Hins vegar heldur fólk þeirri skoðun fyrir sig, sem er skilj­an­legt, sér­stak­lega í ljósi þess hvað Svart­ár­deilan var erf­ið, og það gerir þetta sam­tal enn erf­ið­ar­a.“



Sagð­ist hann halda að margir hefðu enn „óbragð“ eftir Svart­ár­virkj­un­ar­deil­una, „og ég er þar með tal­inn. Það er mjög erfitt og sárt að að standa í þessu.“



Gunn­laugur sagði að það sem sér þætti einna verst væri að land­eig­endum væri haldið í von­inni árum saman um tekjur en þeim ekki gerð full grein fyrir þeirri óvissu sem fylgdi verk­efni sem þessu. „Svo er skuld­inni skellt á nátt­úru­vernd­ina. Frekar ætti að gera athuga­semdir við óraun­hæfar skýja­borgir einka­fyr­ir­tækja sem fara út í verk­efni á við þetta.“

Mynd sem fylgdi tilkynningu á vef Þingeyjarsveitar um kynningarfundinn vakti athygli Gunnlaugs á Sunnuhvoli. Á henni sést meira af malarvegi en fljótinu sem á að virkja.

Rætur Gunn­laugs í Bárð­ar­dal eru mjög sterkar og dvaldi hann oft sem barn að Sunnu­hvoli. „Afi minn sem byggði húsin sem standa á Sunnu­hvoli og hét líka Gunn­laug­ur. Og afi hans á undan honum hafði búið á sama stað.“ Fyrir þremur árum tók hann svo við jörð­inni og hefur síðan þá unnið að end­ur­bótum og upp­bygg­ingu. „Mig dreymir um að byggja fram­tíð hérna i daln­um. Ég skil í hverju aðdrátt­ar­afl hans felst og við þurfum að leyfa aðdrátt­ar­afl dals­ins að toga í fleiri. Við mig hefur verið sagt í sam­bandi við þessa virkjun að hér sé bara gam­alt fólk. Þá má álykta að þessi bar­átta um fram­tíð sam­fé­lags Bárð­ar­dals sé töp­uð. Ég er ekki sam­mála því. Ég er ekki sam­mála því af þeirri ástæðu að við sjáum fólk búa til tæki­færi hér í daln­um, og ég trúi á að það sé hægt að styrkja þetta sam­fé­lag enn meira. En stífla í Skjálf­anda­fljótið er ekki lausn­in.“

Engu að síður mik­il­væg áhrif

Í áliti Skipu­lags­stofn­unar á mats­skýrslu SSB Orku um Svart­ár­virkjun kom fram að miðað við það sem fram kom í athuga­semdum frá íbú­um, sem og í skýrslu um sam­fé­lags­leg áhrif virkj­ana, þar sem rætt var við fjölda íbúa og sveit­ar­stjórn­ar­fólk í Þing­eyj­ar­sveit, væri mögu­legt að virkjun Svartár kæmi til með að hafa áhrif á sam­heldni íbúa nær­sam­fé­lags­ins. „Slík óhlut­bundin áhrif er erfitt að áætla eða meta en engu að síður er um að ræða mik­il­væg sam­fé­lags­leg áhrif.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar