Ragnar Þór: Hótað lífláti og atvinnumissi

Formaður VR segir að fjölskyldu hans hafi borist handskrifuð bréf með líflátshótunum. Innihaldið bendi til þess að hótanirnar hafi sprottið úr harðri orðræðu í aðdraganda Lífskjarasamningsins.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir að sér hafi oft og mörgum sinnum verið hótað frá því að hann hóf afskipti að póli­tík og mál­efnum VR og líf­eyr­is­sjóða árið 2009. Vin­sælasta hót­unin sé hvort hann gerir sér ekki grein fyrir því hvaða áhrif skrif hans geti haft á atvinnu­tæki­færi hans í fram­tíð­inni. „Á einum tíma­punkti var mér hót­að, skrif­lega, að ákveðin öfl muni tryggja að hvorki ég né fjöl­skylda mín, for­eldrar og börn, fái nokkurn tíma vinnu í íslensku sam­fé­lag­i.“

Þetta kemur fram í grein sem Ragnar birtir á Vísi í dag

Þar segir Ragnar enn enn­fremur að aðrir í þeim hópi sem hóf bar­áttu gegn kerf­inu á þessum vett­vangi hafi allir utan hans og eins ann­ars misst vinn­una, alls fimm manns. „Ein ákvað að þiggja stóra stöðu og fara yfir í hitt lið­ið.“

Auglýsing
Hann segir auk þess að honum hafi verið hótað mál­sóknum oftar en hann treysti sér til að telja, án þess að honum hafi nokkru sinni verið stefnt á end­an­um. „Fyrir marga eru slíkar hót­anir íþyngj­andi og duga til þögg­un­ar. Mér per­sónu­lega gæti ekki verið meira sama. Ég hræð­ist ekki þessi öfl, þau hræð­ast mig.“

Ragnar segir að sér hafi einnig verið hótað líf­láti oftar en einu sinni. Einu sinni hafi fjöl­skylda hans þurft að leita til lög­reglu vegna þess að ein­stak­lingur vandi komur sínar á heim­ili hennar með hand­skrif­aðar líf­láts­hót­an­ir. „Þá var eig­in­konu minni nóg um, og mér auð­vitað líka. Við erum stór fjöl­skylda með fimm börn út og inni af heim­ili okkar og hund­inn Bowie. Lög­reglan afgreiddi málið af mik­illi fag­mennsku og ekki hafa orðið eft­ir­málar af því, ann­ars væri ég ekki að skrifa þetta.“

Fjöl­skyldan dró þá álykt­un, að sögn Ragn­ars, að þetta hafi verið hót­anir sem hafi sprottið úr harðri orð­ræðu í aðdrag­anda Lífs­kjara­samn­ings­ins sem und­ir­rit­aður var í apríl 2019. Inni­hald bréf­anna hafi gefið það til kynna. „Við vorum úthrópuð stór­hættu­legt „st­url­að“ öfga­fólk sem vildi rústa sam­fé­lag­inu með kröfum okk­ar.“

Skotið á bif­reið borg­ar­stjóra

Umræða um hót­anir í garð fólks sem tekur þátt í stjórn­málum eða er í for­ystu víðar í þjóð­fé­lags­um­ræð­unni hefur verið umtals­verð síð­ustu daga í kjöl­far þess að skemmdir sem virð­ast vera eftir byssu­skot voru unnar á skrif­stofu Sam­fylk­ing­ar­innar og bif­reið Dags B. Egg­erts­son­ar, borg­ar­stjóra í Reykja­vík. Byssu­kúlur fund­ust í hurð bif­reiðar Dags fyrir rúmri viku.

Árásin á heim­ili Dags hefur verið sett í sam­hengi við mynd­band sem aðgerð­ar­hópur sem berst fyrir því að bílar fái að keyra um Lauga­veg og Skóla­vörðu­stíg setti á Youtube í des­em­ber. Í mynd­­band­inu, sem horft hefur verið á í yfir 30 þús­und skipti, var því haldið fram að Dagur hefði keypt þrjú bíla­­stæði við heim­ili sitt af Reykja­vík­­­ur­­borg án útboðs og að kostn­aður við gerð Óðins­­­torgs, sem stendur í námunda við heim­ili Dags, hafi verið á 657 millj­­ónir króna. Hið rétta er að Dagur og fjöl­­skylda hans keyptu tvö stæði fyrir ára­tug síðan af nágrönn­um, enda stæðin í einka­eigu. Raun­veru­­legur kostn­aður við gerð Óðins­­­torgs var 60,6 millj­­ónir króna sam­­kvæmt til­­kynn­ingu frá Reykja­vík­­­ur­­borg sem send var út á föst­u­dag.

Búið að fjar­læga mynd­bandið

Einn for­svars­manna hóps­ins, Bolli Krist­ins­son kenndur við Sautján, hefur beðist afsök­unar á einni rang­færslu í mynd­band­inu og það var fjar­lægt af Youtube fyrr í dag.  

Dagur sagði í Silfri Egils í gær að hann gæti ekki full­yrt um orsaka­­sam­hengi milli mynd­­bands­ins og skotárás­­ar­inn­­ar. „Hins­­vegar sagði ég strax þegar farið var að keyra þetta á stærstu net­miðlum lands­ins að þetta ylli mér óhug. Ég var ekk­ert einn í fjöl­­skyld­unni um það. Okkur fannst þetta mjög óhugn­an­­legt. Mér fannst þarna verið að fara inn á alveg nýjar brautir í íslenskri póli­­tík, færa mörkin og gera heim­ili mitt að skot­­skífu. Þá grun­aði mig ekki það sem núna gerð­is­t.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent