Efast um að Íslendingar myndu sætta sig við harðar aðgerðir út af einu smiti

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur útrýmingu kórónuveirunnar í íslensku samfélagi mjög illa framkvæmanlega og efast um að Íslendingar myndu sætta sig við harðar aðgerðir til að bregðast við einu smiti.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ræddi um fundinum í dag.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ræddi um fundinum í dag.
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir var spurður út í svo­kall­aða útrým­ing­ar­leið (e. elimination stra­tegy) í glímunni gegn veirunni á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag og sagði þessa leið hafa verið til umræðu hér allt frá því að far­ald­ur­inn byrj­að­i. 

Hann seg­ist hafa talið að það „væri mjög illa fram­kvæm­an­legt að vera með þá stra­tegíu að útrýma veirunn­i.“ Þórólfur sagði að þetta væri ekki bara eins og „ein­hver tölvu­leik­ur“ þar sem stýripinni væri hreyfður og veirunni útrýmt. Þetta er nán­ast það sama og Þórólfur sagði við Kjarn­ann í síð­ustu viku. 

Myndu Íslend­ingar sætta sig við „lock­down“ út af einu smiti?

Þórólfur sagði að í Ástr­alíu væri gripið til þess að setja allt í „lock­down“ tíma­bundið ef eitt til­felli veirunnar greind­ist.

„Ég er ekki viss um að fólk hér myndi sætta sig við það,“ sagði Þórólfur og bætti við að þetta væri ástæðan fyrir því að við hefðum viljað bæla veiruna eins og hægt er með „eins lítt íþyngj­andi aðgerðum og hægt er.“

Kjör­staða núna

Þórólfur sagði aðspurður að Ísland væri í „kjör­stöðu“ núna, með far­ald­ur­inn í lág­marki inn­an­lands og harðar aðgerðir á landa­mærum til að lág­marka áhætt­una á að smit bær­ist inn í land­ið.

Hann sagði mikið spurt hvort ekki ætti að gera frek­ari kröfur á ferða­menn sem hingað koma og nefndi að hjá Evr­ópu­sam­band­inu væri verið að skoða að gera almennt kröfu um nei­kvætt COVID-­próf áður en fólk færi í flug. Þetta ætti eftir að skoða bet­ur.

Yfir fimm­tíu til­felli B.1.1.7

Fram kom í máli Þór­ólfs á fund­inum að fimm­tíu og fimm manns hefðu greinst með veiru­af­brigðið B.1.1.7 („breska afbrigð­ið“) hér á landi. Þar af hafa þrettán smit­ast inn­an­lands, en allir voru þeir í nánum tengslum við ein­hverja sem komu smit­aðir að utan.

AuglýsingEkk­ert nýtt smit greind­ist um helg­ina og eng­inn hefur greinst utan sótt­kvíar síðan 20. jan­ú­ar.

Ekki hægt að full­yrða að veiran leyn­ist ekki í sam­fé­lag­inu

Þórólfur sagði að hann væri að skoða til­lögur að frek­ari til­slök­unum á sótt­varna­regl­unum hér inn­an­lands, en kvaðst ekki til­bú­inn að ræða neitt frekar um það sem hann væri að íhuga að leggja til við Svandísi Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra. Það yrði til­kynnt þegar þar að kæmi, senni­lega á næstu dög­um.

Hann sagði að það þyrfti að fara var­lega í alla til­slak­an­ir, til að reyna að tryggja að ekki kæmi bakslag í far­ald­ur­inn. Ekki væri hægt að full­yrða að veiran væri ekki lengur til staðar ein­hvers­staðar úti í sam­fé­lag­inu, þrátt fyrir að fá smit hafi greinst síð­ustu daga.

Atvinnu­rek­endur hvattir til að tryggja að fólk haldi sótt­kví

Þórólfur beindi því til atvinnu­rek­enda að tryggja að fólk sem kæmi að utan til vinnu hér á landi fari ekki til vinnu fyrr en nið­ur­staða lægi fyrir úr seinni skimun og haldi sótt­kví eins og reglur mæla fyrir um.

 „Því miður eru enn dæmi um að eftir þessu sé ekki far­ið,“ sagði Þórólf­ur. Hann minnti á að lítið þyrfti til að ný bylgja færi af stað, þriðja bylgjan hefði byrjað hjá fólki sem greind­ist á landa­mær­unum en „fór senni­lega ekki eftir regl­u­m.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherja varð lítið ágengt með kvörtunum sínum
Bæði nefnd um eftirlit með lögreglu og nefnd um dómarastörf hafa lokið athugunum sínum á kvörtunum Samherja vegna dómara við héraðsdóm og saksóknara. Ekkert var aðhafst.
Kjarninn 13. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent