Breska afbrigðið eins og „fellibylur“ á leið að landi

Sérfræðingur í smitsjúkdómum spáir því að breska afbrigði kórónuveirunnar nái yfirhöndinni í Bandaríkjunum og muni skella á landinu „líkt og fellibylur“.

Hröð bólusetning er lykillinn að því að stöðva breska afbrigðið, segir faraldsfræðingur.
Hröð bólusetning er lykillinn að því að stöðva breska afbrigðið, segir faraldsfræðingur.
Auglýsing

Far­alds­fræð­ing­ur­inn Mich­ael Oster­holm, sem sat í ráð­gjafa­ráði Joe Bidens í kjöl­far for­seta­kosn­ing­anna í haust, varar Banda­ríkja­menn við því að hið breska afbrigði, sem er meira smit­andi en flest önn­ur, eigi eftir að breið­ast hratt út og ná yfir­hönd­inni í vor. Spáir hann því að veiru­af­brigðið muni skella á Banda­ríkj­unum „líkt og felli­byl­ur“.

Oster­holm fer fyrir rann­sókn­ar­stofnun smit­sjúk­dóma við Háskól­ann í Minnesota. „Upp­sveifla á lík­lega eftir að verða vegna þessa nýja afbrigðis frá Englandi á næstu sex til fjórtán vik­um,“ spáði Oster­holm í sam­tali við frétta­mann NBC í gær.

Yfir 26 millj­ónir manna hafa greinst með kór­ónu­veiruna í Banda­ríkj­unum og um 440 þús­und hafa lát­ist vegna COVID-19. Oster­holm hvetur stjórn Bidens til að grípa hratt til aðgerða svo bólu­setja megi sem flesta á sem stystum tíma. Ráð­leggur hann stjórn­völdum að leggja áherslu á fólk yfir 65 ára og gefa því sem flestu fyrri sprautu bólu­efnis við við fyrsta tæki­færi. Þannig verði mögu­lega hægt að koma í veg fyrir að hin bráðsmit­andi afbrigði veirunnar sem upp­götvast hafa síð­ustu vikur nái fót­festu í land­inu. „Þessi felli­bylur er á leið­inn­i,“ sagði Oster­holm.

Auglýsing

Nýj­ustu rann­sóknir sýna að breska afbrigðið er lík­lega um 30 pró­sent meira smit­andi en flest önnur afbrigði veirunnar og hefur það breiðst hratt út í Bret­landi, Dan­mörku, Hollandi og fleiri Evr­ópu­löndum síð­ustu vik­ur. 

Breska afbrigðið hefur þegar greinst í Banda­ríkj­unum en þar eru rað­grein­ingar á veirunni enn sem komið er fátæk­leg­ar. Þar hefur far­ald­ur­inn geisað af miklum krafti allt frá upp­hafi. Ef breska afbrigðið nær ákveð­inni útbreiðslu „munum við sjá eitt­hvað sem við höfum ekki ennþá séð í þessu landi. Ég sé þann felli­byl af mestu stærð­argráðu undan strönd­inn­i,“ sagði Oster­holm við NBC.

Banda­ríkja­menn eru yfir 320 millj­ón­ir. Tæp­lega 50 milljón skömmtum af bólu­efni hefur verið dreift og um 30 millj­ónir þeirra hafa þegar verið nýtt­ir. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent