Segist ekki vera hlynntur „einkavæðingu hagnaðar og ríkisvæðingu taps“

Varaformaður Viðreisnar veltir fyrir sér ýmsum spurningum varðandi sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka.

Daði Már Kristófersson, prófessor og varaformaður Viðreisnar.
Daði Már Kristófersson, prófessor og varaformaður Viðreisnar.
Auglýsing

Daði Már Krist­ó­fers­son, pró­fessor við Félags­vís­inda­svið við Háskóla Íslands og vara­for­maður Við­reisn­ar, seg­ist vera hlynntur einka­væð­ingu rík­is­fyr­ir­tækja í sam­keppn­is­rekstri. Hins vega sé hann ekki hlynntur einka­væð­ingu hagn­aðar og rík­i­s­væð­ingu taps.

Greinir hann frá þessu í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni en til­efnið er umræða um sölu rík­is­ins á hlut í Íslands­banka.

Vísar hann í grein Gylfa Zoega sem birt­ist á Kjarn­anum í síð­ustu viku þar sem hann fjall­aði um söl­una og útskýrði hvers vegna bankar væru ekki eins og venju­leg fyr­ir­tæki og hvaða afleið­ingar þetta hefði fyrir sölu banka.

Auglýsing

Hvetur Daði Már fólk til þess að velta fyrir sér nokkrum spurn­ing­um. „Hvaða áhrif hefði það á mark­aðsvirði Íslands­banka ef hann yrði seldur án stuðn­ings rík­is­ins? Án lán­veit­anda til þrauta­vara? Án inni­stæðu­trygg­inga? Með skil­yrði um að ríkið mundi aldrei koma honum eða við­skipta­vinum hans til aðstoðar ef illa færi? Virði bank­ans mundi falla,“ skrifar hann.

„En erum við þá ekki að selja bank­ann með lof­orði um hugs­an­leg rík­is­út­gjöld ef illa fer? Kostnað sem fellur á sam­fé­lag­ið? Verður ekki að taka til­lit til þessa kostn­aðar við mat á til­boðum í Íslands­banka? Hefði ekki átt að setja við­mið um eig­endur og reglur um ábyrgð eig­enda áður en ráð­ist er í söl­una? Eða ætlum við að hámarka skamm­tíma­gróða og vona það besta?“ spyr Daði Már enn frem­ur.

Skyn­sam­legt skref að kanna virði fjórð­ungs­hlutar í Íslands­banka

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, tjáði sig um sölu Íslands­banka fyrr í mán­uð­inum en þá sagði hún að sporin hræddu þegar kemur að sölu á eign­ar­hlut rík­is­ins í banka­kerf­inu. Hins vegar þyrfti að greiða niður skuldir rík­is­sjóðs og það yrði meðal ann­ars gert með sölu eigna.

Sagð­ist hún telja það skyn­­sam­­legt skref að kanna virði fjórð­ungs­hlutar í Íslands­­­banka og selja hann ef rétt verð feng­ist.

For­mað­ur­inn sagði að mik­il­vægt væri að leita allra leiða til að fjár­­­magna halla rík­­is­­sjóðs með öðrum leiðum en lán­­töku. „Í því liggja almanna­hags­mun­ir, fram­­tíð­­ar­hags­mun­­ir. Því ef að líkum lætur munu alþjóð­­legir vextir hækka fyrr en síðar með auknum byrðum á rík­­is­­sjóð og skatt­greið­end­­ur.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent