Héraðssaksóknari fékk bókhald Samherjasamstæðunnar með dómsúrskurði

Í byrjun desember féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á kröfur embættis héraðssaksóknara um að fá afhent bókhaldsgögn Samherjasamstæðunnar og fleira frá endurskoðunarfyrirtækinu KPMG. Þagnarskyldu endurskoðandans var aflétt.

Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Auglýsing

End­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­inu KPMG hefur verið gert að láta emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara í té upp­lýs­ingar og gögn varð­andi bók­hald og reikn­ings­skil allra félaga Sam­herj­a­sam­stæð­unnar á árunum 2011 til 2020. Einnig þarf fyr­ir­tækið að láta hér­aðs­sak­sókn­ara hafa upp­lýs­ingar og gögn sem varða eina til­tekna skýrslu sem KPMG vann um starf­semi Sam­herja á árunum 2013 og 2014.

Hér­aðs­dómur Reykja­víkur kvað upp úrskurð sinn um þetta í byrjun des­em­ber. Dóm­ur­inn féllst á kröfur hér­aðs­sak­sókn­ara um að KPMG yrði skyldað til að láta gögnin af hendi og núver­andi og fyrr­ver­andi starfs­mönnum félags­ins yrði sömu­leiðis gert skylt að veita emb­ætt­inu þær upp­lýs­ingar sem þeir búa yfir.

KPMG, sem sá um bók­hald Sam­herja árum saman og þar til í fyrra, hefur þannig verið skyldað til þess að aflétta þeim trún­aði sem ríkir milli end­ur­skoð­enda og við­skipta­vina þeirra, en kveðið er á um þagn­ar­skyldu end­ur­skoð­enda í lög­um.

Reynt að kom­ast að því hver tók ákvarð­anir hjá Sam­herja 

Fram kemur í úrskurð­inum, sem varð opin­ber í þess­ari viku í kjöl­far þess að Lands­réttur tók málið fyrir og vís­aði kæru Sam­herja frá, að rann­sókn hér­aðs­sak­sókn­ara bein­ist að ætl­uðum brotum starfs­manna eða fyr­ir­svars­manna Sam­herja. Þau séu talin kunna að varða við greinar almennra hegn­ing­ar­laga sem fjalla um mútu­brot og pen­inga­þvætti, og eftir atvikum auðg­un­ar­brotakafla lag­anna.

Úr úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur.

Lesa má í úrskurði hér­aðs­dóms að hér­aðs­sak­sókn­ari telji nauð­syn­legt að upp­lýsa um atriði sem varði fjár­hag- og rekstr­ar­af­komu félaga innan sam­stæðu Sam­herja vegna rann­sóknar máls­ins. Sömu­leiðis að það hafi þýð­ingu fyrir rann­sókn emb­ætt­is­ins að upp­lýsa eins og hægt er hvernig töku ákvarð­ana var háttað innan sam­stæðu Sam­herja.

Þar kemur þessi skýrsla við sögu. Umrædd skýrsla KPMG fyrir Sam­herja, eða öllu heldur drög að henni, hafa verið til umfjöll­unar áður. Um þau var meðal ann­ars fjallað í bók­inni Ekk­ert að fela eftir Helga Selj­an, Aðal­stein Kjart­ans­son og Stefán A. Drengs­son sem kom út í nóv­em­ber 2019. Skýrslan er eins konar grein­ing á því hvernig skipu­lag Sam­herj­a­sam­stæð­unnar var á þessum tíma.

Sam­kvæmt mati sér­fræð­inga KPMG, sem byggði m.a. á við­tölum við starfs­fólk Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar, var for­stjór­inn og stjórn­ar­for­mað­ur­inn Þor­steinn Már Bald­vins­son nær ein­ráður í fyr­ir­tæk­inu og með alla þræði í hendi sér. Engin form­leg fram­kvæmda­stjórn var sögð innan Sam­herja hf., sam­kvæmt þessum drögum sér­fræð­inga KPM­G. 

Athuga­semdir voru gerðar við ýmis­legt af því sem fram kom í mati KPMG af hálfu Sam­herja og í síð­ari drögum að skýrsl­unni var búið að draga úr umfjöllun um hlut­verk og áhrif stjórn­ar­for­manns­ins. Hér­aðs­sak­sókn­ari telur vert að skoða þessa skýrslu­gerð sér­stak­lega.

Úrskurður sóttur til dóm­ara án vit­neskju KPMG

Þegar emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara lagði kröf­una fram til hér­aðs­dóms bað emb­ættið um að úrskurður yrði kveð­inn upp án þess að full­trúar KPMG yrðu kvaddir fyrir dóm. 

Á það féllst dóm­ari, en lesa má í úrskurði hér­aðs­dóms að það hafi verið mat emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara að vit­neskja um rann­sókn­ar­að­gerð­ina fyr­ir­fram innan end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins gæti spillt fyrir rann­sókn máls­ins. 

Auglýsing

Fram kemur að emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara hafi meðal ann­ars lagt fram þann rök­stuðn­ing að þrátt fyrir að eng­inn starfs­maður end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins væri sak­born­ingur í mál­inu væri ekki vissa um hvort eitt­hvað við­skipta- eða hags­muna­sam­band væri enn á milli KPMG og Sam­herja. Í því sam­hengi þyrfti að hafa í huga stærð Sam­herja og víð­tækar eignir og yfir­ráð félags­ins í öðrum félögum í íslensku atvinnu­lífi og sömu­leiðis til­tölu­lega fyr­ir­ferð KPMG sem þjón­ustu­veit­anda.

Einnig væri ekki unnt að úti­loka að gögn og upp­lýs­ingar sem aflað yrði frá KPMG gætu leitt í ljós atriði sem beina myndu rann­sókn að KPMG eða starfs­mönnum þess síðar meiri. Rétt væri að gæta var­úð­ar, vegna hags­muna rann­sókn­ar­inn­ar.

Aðfinnslur í Lands­rétti

Sam­herji reyndi að fá þessum úrskurði hér­aðs­dóms hnekkt í Lands­rétti, en það gekk ekki. Í úrskurði Lands­réttar frá 28. jan­úar segir að ekki sé hægt að líta svo á að félög Sam­herja hafi verið aðilar að mál­inu í hér­aðs­dómi. Því væri þeim ekki heim­ilt að kæra úrskurð hér­aðs­dóms til Lands­rétt­ar. 

Í nið­ur­stöðu Lands­réttar segir að varn­ar­að­ilar njóti víð­tæks réttar til þess að leggja fyrir dóm ágrein­ing um lög­mæti yfir­stand­andi rann­sókn­ar­at­hafna lög­reglu eða ákærenda. Þessi leið sé hins vegar ekki fær, þar sem félög Sam­herja voru ekki aðilar máls­ins í hér­aðs­dómi.

Dóm­arar í Lands­rétti komu á fram­færi athuga­semdum við verk­lag hér­aðs­dóm­ara í nið­ur­stöðu sinni og segja „að­finnslu­vert“ að hér­aðs­dóm­ari hafi ekki krafið hér­aðs­sak­sókn­ara um rann­sókn­ar­gögn máls­ins og gengið úr skugga um hvort laga­skil­yrði væru upp­fyllt áður en krafan var tekin til úrskurð­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent