Segir sátt verða að ríkja um hálendisþjóðgarð – ekki óeðlilegt að „meðgöngutíminn“ sé langur

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir að „hugsunin um þjóðgarð á hálendinu“ sé góð og að tækifæri felist í slíkum garði fyrir ferðaþjónustuna en að hugsanlega þyrfti að taka fleiri skref en smærri í þessu máli.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra.
Auglýsing

Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­flokks­for­maður Við­reisn­ar, og ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, ræddu frum­varp sem nú liggur fyrir Alþingi um hálend­is­þjóð­garð í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma í dag. Ráð­herr­ann sagði að málið væri af þeirri stærð­argráðu að henni fynd­ist ekki óeðli­legt að með­göngu­tím­inn væri langur og að það tæki jafn­vel lengri tíma en plön gerðu ráð fyr­ir.

Hanna Katrín hóf fyr­ir­spurn sína á því að segja að eðli­lega létu fjöl­margir sig málið varða, enda sner­ist þetta um risa­hags­muna­mál lands­manna allra í nútíð og fram­tíð.

„Það hefur verið mikið talað um sjálfs­á­kvörð­un­ar­vald sveit­ar­fé­laga og nátt­úru­vernd­ar­sjón­ar­mið í tengslum við frum­varpið en það hef­ur, að minnsta kosti framan af, farið minna fyrir umræðu um þau áhrif sem frum­varpið mun hafa á ferða­þjón­ust­una okk­ar,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Auglýsing

Spurði hvað útskýrði mót­stöð­una

Sagði hún að þau í Við­reisn hefðu alla tíð talað fyrir mik­il­vægi þess að auð­lindir lands­ins væru nýttar með ábyrgum hætti sam­fara öfl­ugri nátt­úru­vernd.

„Við viljum vernda hálendið sam­fara þessu sjón­ar­miði fyrir fólkið en ekki fyrir fólk­inu. Ég held að við séum býsna mörg þar. En það verður samt að segj­ast eins og er að þær hafa verið margar og sterkar radd­irnar úr röðum ferða­þjón­ustu­að­ila sem telja mál­ið, eins og það er lagt fram í frum­varp­inu, vega að atvinnu­grein­inni. Nú hef ég eins og fjöl­margir aðrir Íslend­ingar verið ferða­langur í þjóð­görðum erlend­is. Ég hef notið þess mjög. Þar hafa þessir þættir farið saman sam­kvæmt því sem ég hef alla vega upp­lifað og best veit, það er nátt­úru­vernd og upp­lifun ferða­fólks sam­hliða atvinnu­upp­bygg­ingu á svæð­inu. Ég hefði haldið að þetta væri happa­fengur fyrir ferða­þjón­ust­una okkar en það er eitt­hvað í þessu máli sem virð­ist standa í mjög mörgum ferða­þjón­ustu­að­il­u­m.“

Hanna Katrín Friðriksson Mynd: Bára Huld Beck

Benti Hanna Katrín á að þetta mál, stofnun hálend­is­þjóð­garðs, væri í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar, höf­uð­stefnuplaggi hverrar rík­is­stjórn­ar. Spurði hún Þór­dísi Kol­brúnu hvers vegna hún teldi að mót­staðan væri með þessum hætti nú þegar vel er liðið á síð­asta ár kjör­tíma­bils­ins.

„Hefði sam­ráð og sam­vinna milli þess­ara ráðu­neyta, ráðu­neytis umhverf­is­mála og ráðu­neytis ferða­þjón­ustu, mátt vera annað og meira en raun hefur borið vitni? Hvað er það sem gerir að verkum að ferða­þjón­ustu­að­ilar eru jafn ósáttir og þeir eru ef marka má þessa miklu umræðu og sterku gagn­rýn­is­raddir úr röðum þeirra? Og að lok­um, herra for­seti: Hvað telur hæstv. ráð­herra að þetta frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar um hálend­is­þjóð­garð muni gera fyrir ferða­þjón­ust­una á Ísland­i?“ spurði hún.

Hálend­is­þjóð­garður mjög stór ákvörðun

Þór­dís Kol­brún svar­aði og sagði að auð­vitað ótal mörg sjón­ar­mið sem heyrðu þarna und­ir. „Hátt­virtur þing­maður fók­userar á ferða­þjón­ust­una þannig að ég ætla að halda mig við það þrátt fyrir að einnig væri hægt að eyða dágóðri stund í að tala um þetta út frá orku­nýt­ingu. Þetta mál er af þeirri stærð­argráðu að mér finnst ekki óeðli­legt að með­göngu­tím­inn sé langur og að það taki jafn­vel lengri tíma en plön gera ráð fyr­ir. Þetta er risa­stórt svæði. Þetta er mjög stór ákvörð­un. Þetta er mikið sam­tal við fjölda sveit­ar­fé­laga, fjölda félaga­sam­taka, fjölda fyr­ir­tækja og ann­arra sem nýta þetta stóra svæði í dag, orku­fyr­ir­tækja og ann­arra.“

Sagð­ist hún hafa heyrt í mörgum ferða­þjón­ustu­að­ilum sem væru „svo sem áfram um mál­ið“, og í öðrum sem væru það alls ekki. „Svo er kannski bara stór hluti sem veit ekki alveg hvernig honum á að líða með það, finnst vanta frek­ari svör um hvað þetta þýðir fyrir hann og fyrir rekstur hans. Við eigum nú þegar mjög mikið verk fyrir höndum almennt þegar kemur að stýr­ingu, sér­leyf­um, úthlut­unum á tak­mörk­uðum gæð­um, til að mynda bara í Þing­valla­þjóð­garði, Vatna­jök­uls­þjóð­garði og ann­ars staðar þar sem við erum nú þegar með þjóð­garða eða svæði sem eru í eigu rík­is­ins.“

Telur hún frum­varpið vera mjög mik­il­vægt mál. „Það helst í hendur við hvað það þýðir að búa til þjóð­garð. Vatna­jök­uls­þjóð­garður stendur frammi fyrir stóru verk­efni í úthlut­un­um. Komið hefur upp þegar fyr­ir­tækin ætla að taka ein­hver skref að það hefur verið umdeilt og þau hafa dregið það til baka. En ég myndi halda, og ég tel, að fyr­ir­tækjum finn­ist skorta sam­ráð, skorta skýr­ari svör um hvað þetta þýðir fyrir þau. Svo er alltaf spurn­ing hvernig fólk upp­lifir þetta jafn­vægi sem þarf að vera til staðar á milli vernd­ar­sjón­ar­miða og nýt­ing­ar­sjón­ar­miða í þjóð­garð­in­um. Þær spurn­ingar og mögu­lega ein­hver tor­tryggni gagn­vart kerf­inu snúast, held ég, að hluta til um það. Svo ef maður setur það í sam­hengi við hvað við eigum eftir að gera í upp­bygg­ingu, úthlut­unum og öðru slíku nú þeg­ar, óháð hálend­is­þjóð­garði, þá er hægt að segja: Eigum við ekki nóg eftir þrátt fyrir að bíða örlítið með þjóð­garð­inn?“

Ferða­þjón­ustan í sviðs­ljós­inu núna

Hanna Katrín kom aftur í pontu og sagð­ist átta sig fylli­lega á því að það væru fleiri verk­efni á borði ráð­herra sem tengj­ast hálend­is­þjóð­garð­in­um, eins og orku­mál, og yrðu þau án nokk­urs vafa rædd síð­ar.

„En ferða­þjón­ustan er í svo­lítið í sviðs­ljós­inu núna, ekki síst vegna þeirra erf­ið­leika sem greinin á við að etja vegna COVID. Þegar upp er staðið er hægt að skipta þessu í tvennt, það er mót­staða við frum­varpið af því að menn hafa ekki haft tíma til að kynna sér það eða það er mót­staða við frum­varpið af því að menn segja að það þurfi að breyta því á ein­hvern hátt. Það er eig­in­lega það sem mig langar til að reyna að fá fram hjá hæst­virtu ráð­herra, varð­andi þessa til­teknu atvinnu­grein, ferða­þjón­ust­una: Hver er óska­staðan fyrir fram­hald­ið?“ spurði hún og bætti því við að þær væru lík­leg­ast sam­mála um að þjóð­garður á hálendi Íslands gæti orðið gríð­ar­leg lyfti­stöng fyrir ferða­þjón­ust­una.

„En snýst þetta þá um það að við þurfum bara lengri tíma til að kynna þetta frum­varp fyrir aðil­un­um? Eða snýst þetta um það að það þarf að laga þetta frum­varp að ein­hverju leyti betur að ferða­þjón­ust­unni og þar með að aðgengi fólks að hálend­in­u?“ spurði hún að lok­um.

„Ég held að þetta þurfi tíma“

Þór­dís Kol­brún svar­aði aftur og sagði að almennt sæi hún mikil tæki­færi í því fyrir íslenska ferða­þjón­ustu að hálendið væri ram­mað inn og ef ákvörðun yrði tekin um þjóð­garð þar. Hún væri þeirrar skoð­un­ar.

„Í því fel­ast mikil tæki­færi en það skiptir auð­vitað öllu máli hvernig það er gert og hvaða sjón­ar­mið vega þyngst í því. Það er mín per­sónu­lega skoðun að mér fynd­ist allt í lagi að hugsa, í ljósi umræðu um mál­ið, hvort það sé mögu­leiki að taka fleiri skref en smærri, sem mér finnst líka bara í anda þess að tala um þjóð­garð. Það að koma á fót svona stórum þjóð­garði, svona stórum hluta af land­inu, þarf auð­vitað að vera í sátt og það er verk­efni okkar að vinna að því. Það er erfitt að koma á fót risa­stórum þjóð­garði ef mjög tak­mörkuð sátt ríkir um það. Ég ætla ekki að full­yrða hvernig málin þró­ast í þeim efnum en þessi sátt þarf að vera til stað­ar. Ég held að þetta þurfi tíma. Ég er sam­mála því að það eru margir sem hafa ákveðnar hug­myndir um þjóð­garð­inn, vantar svörin og vantar kannski frek­ari tíma til að kynna sér það. Það er líka partur af þeim með­göngutíma sem ég er að tala um af því að ég held að hugs­unin um þjóð­garð á hálend­inu sé góð og í því felist tæki­færi fyrir ferða­þjón­ust­u.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent