„Við þurfum að undirbúa okkur fyrir að það verði stærri skjálftar“

Kristín Jónsdóttir hjá náttúruvárvöktun Veðurstofu Íslands segir að líkur séu á fleiri skjálftum og að við þurfum að vera við því búin að þeir verði stærri en þeir sem orðið hafa í morgun.

Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands.
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands.
Auglýsing

Þetta er mjög kröftug hrina og hún er að raða sér á svæði á milli Kleif­ar­vatns og Grinda­vík­ur­veg­ar, sagði Kristín Jóns­dótt­ir, hóp­stjóri nátt­úru­vár­vökt­unar hjá Veð­ur­stofu Íslands í auka­frétta­tíma RÚV í hádeg­inu. Hún segir upp­tök skjálft­anna á nokkrum stöð­um. „Þetta byrj­aði austan við Fagra­dals­fjall, svo flutti hún sig nær Krísu­vík en svo höfum við sé að skjálft­arnir eru að raða sér upp á öllu þessu svæð­i.“Stærsti skjálft­inn í hrin­unni sem hófst í morgun var 5,7 á stærð og er hrinan bundin við Reykja­nes­ið. Tugir skjálfta hafa fylgt í kjöl­farið og margir hafa verið yfir 4 að stærð. „Það er mikil virkni á þessu svæð­i,“ sagði Krist­ín, „þannig að þetta er óvenju­leg­t.“

AuglýsingEngin merki um gos­óróa hafa fund­ist og því segir Kristín að ekki sé vitað til þess að skjálft­arnir teng­ist eldsum­brot­um. Sér­fræð­ingar eru nú á svæð­inu við mæl­ing­ar, m.a. gasmæl­ing­ar. Til­gang­ur­inn er að reyna að sjá hvort að ein­hverjar breyt­ingar séu á svæð­inu.„Þetta er mik­ill óstöð­ug­leiki sem nær yfir stórt svæð­i,“ sagði Krist­ín. Almanna­varnir hafa fundað vegna máls­ins og segir Kristín að við séum í „ein­hverjum atburði núna en á meðan óstöð­ug­leiki er í gangi eru auknar líkur á því að það verði fleiri skjálftar og jafn­vel stærri skjálft­ar.“Vís­bend­ing um það er sú stað­reynd að frá Kleif­ar­vatni og til Blá­fjalla hafa ekki mælst skjálftar allt þetta ár. „Það gæti verið til marks um að það svæði sé læst og að brotni ekki nema í stærri skjálfta. Þar hafa verið stórir skjálft­ar, allt að 6,5, svo við þurfum að und­ir­búa okkur fyrir að það verði stærri skjálft­ar.“

Stærsti skjálftinn í morgun var 5,7 stig.Jarð­skjálfta­hrina hófst í morgun í nágrenni við Fagra­dals­fjall. Klukkan 10.05 varð jarð­skjálfti af stærð 5,7 rúma 3 kíló­metra suðsuð­vestur af Keili. Fjöldi eft­ir­skjálfta hefur fylgt og hefur sjálf­virka jarð­skjálfta­kerfi Veð­ur­stof­unnar numið alls 11 skjálfta yfir 4,0 að stærð frá því hrinan hófst.Þeir hafa fund­ist víða á suð­vest­ur­horn­inu og allt norður í Húna­þing og vestur á Ísa­fjörð. Unnið er að nán­ari yfir­ferð á skjálfta­virkn­inni. Veð­ur­stofan bendir á að skjálfta­virknin sé bundin við Reykja­nesskaga. Aðrar stað­setn­ingar á skjálftum eru óáreið­an­leg­ar.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent