„Við þurfum að undirbúa okkur fyrir að það verði stærri skjálftar“

Kristín Jónsdóttir hjá náttúruvárvöktun Veðurstofu Íslands segir að líkur séu á fleiri skjálftum og að við þurfum að vera við því búin að þeir verði stærri en þeir sem orðið hafa í morgun.

Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands.
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands.
Auglýsing

Þetta er mjög kröftug hrina og hún er að raða sér á svæði á milli Kleif­ar­vatns og Grinda­vík­ur­veg­ar, sagði Kristín Jóns­dótt­ir, hóp­stjóri nátt­úru­vár­vökt­unar hjá Veð­ur­stofu Íslands í auka­frétta­tíma RÚV í hádeg­inu. Hún segir upp­tök skjálft­anna á nokkrum stöð­um. „Þetta byrj­aði austan við Fagra­dals­fjall, svo flutti hún sig nær Krísu­vík en svo höfum við sé að skjálft­arnir eru að raða sér upp á öllu þessu svæð­i.“Stærsti skjálft­inn í hrin­unni sem hófst í morgun var 5,7 á stærð og er hrinan bundin við Reykja­nes­ið. Tugir skjálfta hafa fylgt í kjöl­farið og margir hafa verið yfir 4 að stærð. „Það er mikil virkni á þessu svæð­i,“ sagði Krist­ín, „þannig að þetta er óvenju­leg­t.“

AuglýsingEngin merki um gos­óróa hafa fund­ist og því segir Kristín að ekki sé vitað til þess að skjálft­arnir teng­ist eldsum­brot­um. Sér­fræð­ingar eru nú á svæð­inu við mæl­ing­ar, m.a. gasmæl­ing­ar. Til­gang­ur­inn er að reyna að sjá hvort að ein­hverjar breyt­ingar séu á svæð­inu.„Þetta er mik­ill óstöð­ug­leiki sem nær yfir stórt svæð­i,“ sagði Krist­ín. Almanna­varnir hafa fundað vegna máls­ins og segir Kristín að við séum í „ein­hverjum atburði núna en á meðan óstöð­ug­leiki er í gangi eru auknar líkur á því að það verði fleiri skjálftar og jafn­vel stærri skjálft­ar.“Vís­bend­ing um það er sú stað­reynd að frá Kleif­ar­vatni og til Blá­fjalla hafa ekki mælst skjálftar allt þetta ár. „Það gæti verið til marks um að það svæði sé læst og að brotni ekki nema í stærri skjálfta. Þar hafa verið stórir skjálft­ar, allt að 6,5, svo við þurfum að und­ir­búa okkur fyrir að það verði stærri skjálft­ar.“

Stærsti skjálftinn í morgun var 5,7 stig.Jarð­skjálfta­hrina hófst í morgun í nágrenni við Fagra­dals­fjall. Klukkan 10.05 varð jarð­skjálfti af stærð 5,7 rúma 3 kíló­metra suðsuð­vestur af Keili. Fjöldi eft­ir­skjálfta hefur fylgt og hefur sjálf­virka jarð­skjálfta­kerfi Veð­ur­stof­unnar numið alls 11 skjálfta yfir 4,0 að stærð frá því hrinan hófst.Þeir hafa fund­ist víða á suð­vest­ur­horn­inu og allt norður í Húna­þing og vestur á Ísa­fjörð. Unnið er að nán­ari yfir­ferð á skjálfta­virkn­inni. Veð­ur­stofan bendir á að skjálfta­virknin sé bundin við Reykja­nesskaga. Aðrar stað­setn­ingar á skjálftum eru óáreið­an­leg­ar.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent