„Við þurfum að undirbúa okkur fyrir að það verði stærri skjálftar“

Kristín Jónsdóttir hjá náttúruvárvöktun Veðurstofu Íslands segir að líkur séu á fleiri skjálftum og að við þurfum að vera við því búin að þeir verði stærri en þeir sem orðið hafa í morgun.

Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands.
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands.
Auglýsing

Þetta er mjög kröftug hrina og hún er að raða sér á svæði á milli Kleifarvatns og Grindavíkurvegar, sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands í aukafréttatíma RÚV í hádeginu. Hún segir upptök skjálftanna á nokkrum stöðum. „Þetta byrjaði austan við Fagradalsfjall, svo flutti hún sig nær Krísuvík en svo höfum við sé að skjálftarnir eru að raða sér upp á öllu þessu svæði.“


Stærsti skjálftinn í hrinunni sem hófst í morgun var 5,7 á stærð og er hrinan bundin við Reykjanesið. Tugir skjálfta hafa fylgt í kjölfarið og margir hafa verið yfir 4 að stærð. „Það er mikil virkni á þessu svæði,“ sagði Kristín, „þannig að þetta er óvenjulegt.“

Auglýsing


Engin merki um gosóróa hafa fundist og því segir Kristín að ekki sé vitað til þess að skjálftarnir tengist eldsumbrotum. Sérfræðingar eru nú á svæðinu við mælingar, m.a. gasmælingar. Tilgangurinn er að reyna að sjá hvort að einhverjar breytingar séu á svæðinu.


„Þetta er mikill óstöðugleiki sem nær yfir stórt svæði,“ sagði Kristín. Almannavarnir hafa fundað vegna málsins og segir Kristín að við séum í „einhverjum atburði núna en á meðan óstöðugleiki er í gangi eru auknar líkur á því að það verði fleiri skjálftar og jafnvel stærri skjálftar.“


Vísbending um það er sú staðreynd að frá Kleifarvatni og til Bláfjalla hafa ekki mælst skjálftar allt þetta ár. „Það gæti verið til marks um að það svæði sé læst og að brotni ekki nema í stærri skjálfta. Þar hafa verið stórir skjálftar, allt að 6,5, svo við þurfum að undirbúa okkur fyrir að það verði stærri skjálftar.“

Stærsti skjálftinn í morgun var 5,7 stig.


Jarðskjálftahrina hófst í morgun í nágrenni við Fagradalsfjall. Klukkan 10.05 varð jarðskjálfti af stærð 5,7 rúma 3 kílómetra suðsuðvestur af Keili. Fjöldi eftirskjálfta hefur fylgt og hefur sjálfvirka jarðskjálftakerfi Veðurstofunnar numið alls 11 skjálfta yfir 4,0 að stærð frá því hrinan hófst.


Þeir hafa fundist víða á suðvesturhorninu og allt norður í Húnaþing og vestur á Ísafjörð. Unnið er að nánari yfirferð á skjálftavirkninni. Veðurstofan bendir á að skjálftavirknin sé bundin við Reykjanesskaga. Aðrar staðsetningar á skjálftum eru óáreiðanlegar.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent