„Við þurfum að undirbúa okkur fyrir að það verði stærri skjálftar“

Kristín Jónsdóttir hjá náttúruvárvöktun Veðurstofu Íslands segir að líkur séu á fleiri skjálftum og að við þurfum að vera við því búin að þeir verði stærri en þeir sem orðið hafa í morgun.

Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands.
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands.
Auglýsing

Þetta er mjög kröftug hrina og hún er að raða sér á svæði á milli Kleif­ar­vatns og Grinda­vík­ur­veg­ar, sagði Kristín Jóns­dótt­ir, hóp­stjóri nátt­úru­vár­vökt­unar hjá Veð­ur­stofu Íslands í auka­frétta­tíma RÚV í hádeg­inu. Hún segir upp­tök skjálft­anna á nokkrum stöð­um. „Þetta byrj­aði austan við Fagra­dals­fjall, svo flutti hún sig nær Krísu­vík en svo höfum við sé að skjálft­arnir eru að raða sér upp á öllu þessu svæð­i.“Stærsti skjálft­inn í hrin­unni sem hófst í morgun var 5,7 á stærð og er hrinan bundin við Reykja­nes­ið. Tugir skjálfta hafa fylgt í kjöl­farið og margir hafa verið yfir 4 að stærð. „Það er mikil virkni á þessu svæð­i,“ sagði Krist­ín, „þannig að þetta er óvenju­leg­t.“

AuglýsingEngin merki um gos­óróa hafa fund­ist og því segir Kristín að ekki sé vitað til þess að skjálft­arnir teng­ist eldsum­brot­um. Sér­fræð­ingar eru nú á svæð­inu við mæl­ing­ar, m.a. gasmæl­ing­ar. Til­gang­ur­inn er að reyna að sjá hvort að ein­hverjar breyt­ingar séu á svæð­inu.„Þetta er mik­ill óstöð­ug­leiki sem nær yfir stórt svæð­i,“ sagði Krist­ín. Almanna­varnir hafa fundað vegna máls­ins og segir Kristín að við séum í „ein­hverjum atburði núna en á meðan óstöð­ug­leiki er í gangi eru auknar líkur á því að það verði fleiri skjálftar og jafn­vel stærri skjálft­ar.“Vís­bend­ing um það er sú stað­reynd að frá Kleif­ar­vatni og til Blá­fjalla hafa ekki mælst skjálftar allt þetta ár. „Það gæti verið til marks um að það svæði sé læst og að brotni ekki nema í stærri skjálfta. Þar hafa verið stórir skjálft­ar, allt að 6,5, svo við þurfum að und­ir­búa okkur fyrir að það verði stærri skjálft­ar.“

Stærsti skjálftinn í morgun var 5,7 stig.Jarð­skjálfta­hrina hófst í morgun í nágrenni við Fagra­dals­fjall. Klukkan 10.05 varð jarð­skjálfti af stærð 5,7 rúma 3 kíló­metra suðsuð­vestur af Keili. Fjöldi eft­ir­skjálfta hefur fylgt og hefur sjálf­virka jarð­skjálfta­kerfi Veð­ur­stof­unnar numið alls 11 skjálfta yfir 4,0 að stærð frá því hrinan hófst.Þeir hafa fund­ist víða á suð­vest­ur­horn­inu og allt norður í Húna­þing og vestur á Ísa­fjörð. Unnið er að nán­ari yfir­ferð á skjálfta­virkn­inni. Veð­ur­stofan bendir á að skjálfta­virknin sé bundin við Reykja­nesskaga. Aðrar stað­setn­ingar á skjálftum eru óáreið­an­leg­ar.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tvöföld og ógagnsæ verðlagning á rafmagni til rannsóknar
Verðlagning N1 Rafmagns á rafmagni til þeirra sem koma óafvitandi í viðskipti hjá félaginu hefur verið harðlega gagnrýnd af samkeppnisaðilum. Lögfræðingur hjá Orkustofnun segir ekki hafa verið fyrirséð að N1 myndi rukka eins og fyrirtækið gerir.
Kjarninn 20. janúar 2022
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttúð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent