„Við þurfum að undirbúa okkur fyrir að það verði stærri skjálftar“

Kristín Jónsdóttir hjá náttúruvárvöktun Veðurstofu Íslands segir að líkur séu á fleiri skjálftum og að við þurfum að vera við því búin að þeir verði stærri en þeir sem orðið hafa í morgun.

Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands.
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands.
Auglýsing

Þetta er mjög kröftug hrina og hún er að raða sér á svæði á milli Kleif­ar­vatns og Grinda­vík­ur­veg­ar, sagði Kristín Jóns­dótt­ir, hóp­stjóri nátt­úru­vár­vökt­unar hjá Veð­ur­stofu Íslands í auka­frétta­tíma RÚV í hádeg­inu. Hún segir upp­tök skjálft­anna á nokkrum stöð­um. „Þetta byrj­aði austan við Fagra­dals­fjall, svo flutti hún sig nær Krísu­vík en svo höfum við sé að skjálft­arnir eru að raða sér upp á öllu þessu svæð­i.“Stærsti skjálft­inn í hrin­unni sem hófst í morgun var 5,7 á stærð og er hrinan bundin við Reykja­nes­ið. Tugir skjálfta hafa fylgt í kjöl­farið og margir hafa verið yfir 4 að stærð. „Það er mikil virkni á þessu svæð­i,“ sagði Krist­ín, „þannig að þetta er óvenju­leg­t.“

AuglýsingEngin merki um gos­óróa hafa fund­ist og því segir Kristín að ekki sé vitað til þess að skjálft­arnir teng­ist eldsum­brot­um. Sér­fræð­ingar eru nú á svæð­inu við mæl­ing­ar, m.a. gasmæl­ing­ar. Til­gang­ur­inn er að reyna að sjá hvort að ein­hverjar breyt­ingar séu á svæð­inu.„Þetta er mik­ill óstöð­ug­leiki sem nær yfir stórt svæð­i,“ sagði Krist­ín. Almanna­varnir hafa fundað vegna máls­ins og segir Kristín að við séum í „ein­hverjum atburði núna en á meðan óstöð­ug­leiki er í gangi eru auknar líkur á því að það verði fleiri skjálftar og jafn­vel stærri skjálft­ar.“Vís­bend­ing um það er sú stað­reynd að frá Kleif­ar­vatni og til Blá­fjalla hafa ekki mælst skjálftar allt þetta ár. „Það gæti verið til marks um að það svæði sé læst og að brotni ekki nema í stærri skjálfta. Þar hafa verið stórir skjálft­ar, allt að 6,5, svo við þurfum að und­ir­búa okkur fyrir að það verði stærri skjálft­ar.“

Stærsti skjálftinn í morgun var 5,7 stig.Jarð­skjálfta­hrina hófst í morgun í nágrenni við Fagra­dals­fjall. Klukkan 10.05 varð jarð­skjálfti af stærð 5,7 rúma 3 kíló­metra suðsuð­vestur af Keili. Fjöldi eft­ir­skjálfta hefur fylgt og hefur sjálf­virka jarð­skjálfta­kerfi Veð­ur­stof­unnar numið alls 11 skjálfta yfir 4,0 að stærð frá því hrinan hófst.Þeir hafa fund­ist víða á suð­vest­ur­horn­inu og allt norður í Húna­þing og vestur á Ísa­fjörð. Unnið er að nán­ari yfir­ferð á skjálfta­virkn­inni. Veð­ur­stofan bendir á að skjálfta­virknin sé bundin við Reykja­nesskaga. Aðrar stað­setn­ingar á skjálftum eru óáreið­an­leg­ar.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent