„Þetta eru mikil læti“

Eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson segir að jarðskjálftahrinan mikla á Reykjanesi í dag þurfi ekki að leiða til eldgoss en bendir á að svæðið sé þekkt eldgosasvæði „og það hlýtur að koma að því“ að það komi „eitthvað upp“.

Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands.
Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands.
Auglýsing

„Reykja­nesið er búið að vera lif­andi síð­asta ár og á þessu ári. Við vitum að þetta er virkt eld­gosa­svæði og það hlýtur að koma að því að það kemur eitt­hvað upp,“ segir Ármann Hösk­ulds­son, eld­fjalla­fræð­ingur hjá Jarð­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands, í sam­tali við Kjarn­ann, um stóru jarð­skjálfta­hrin­una á Reykja­nesskag­anum í morgun sem fund­ist hefur vel á öllu suð­vest­ur­horni lands­ins og jafn­vel víð­ar. Stærsti skjálft­inn var 5,7 stig og varð hann suð­vestur af fjall­inu Keili.Ármann segir að Veð­ur­stofan og aðrar rann­sókn­ar­stofn­anir fari nú yfir gögn til að kanna hvort að um gliðnun sé að ræða eða áfram­hald­andi nún­ing platna í jarð­skorp­unni. Hvort að þær séu ein­göngu að strjúkast saman eða hvort að þær séu að fara í sund­ur. „Vænt­an­lega gengur þetta yfir miðað við það sem við sáum í fyrra,“ segir Ármann og vísar til þeirrar miklu virkni sem var á svæð­inu með land­risi við fjallið Þor­björn. „Þegar við erum komin með spennu­á­stand þar sem skorpan fer að gliðna þá fer eitt­hvað að ger­ast.“

AuglýsingStórir jarð­skjálftar tengj­ast nún­ingi í jarð­skorp­unni „og í raun þarf það spennu­svið að klára sig áður en við fáum eitt­hvað upp,“ bendir Ármann á. „Þetta þarf ekki að leiða til neins nema stórra skjálfta.“Hann segir að gos­órói, und­an­fari eld­goss, þurfi ekki að fylgja strax í kjöl­far jarð­skjálfta­hr­inu. „Við myndum ekki sjá hann fyrr en svona korteri fyrir gos á þessu svæð­i.“Til að meta hvað er að ger­ast og til að reikna út hreyf­ing­una í jarð­skorp­unni er m.a. stuðst við gervi­tungla­myndir og GPS-­mæla. Þannig er hægt að sjá hvort að jörðin sé að lyfta sér, land­ris að verða, eða að gliðna.„Þetta eru mikil læti og búast má við rifum á yfir­borð­i,“ sagði Ármann við Kjarn­ann í morgun en hann var þá staddur heima hjá sér í Garða­bæn­um. „Ég er hálf sjó­veikur að ganga hér um gólf,“ sagði hann.Land­risið við Þor­björn hélt áfram á nokk­urra mán­aða tíma­bili í fyrra en stöðv­að­ist svo. Ármann segir að talið sé að lítil kvika hafi kom­ist inn nærri yfir­borði sem olli land­ris­inu. „En lætin hafa haldið áfram,“ segir hann. „Skorpan er að gera sig klára. Því þú verður að opna skorpu til að hleypa kviku upp.“Frá land­námi hefur þrisvar sinnum gosið á Reykja­nesi, síð­ast á árunum 1211-1240  og eru þeir atburðir kall­aðir Reykja­nes­eld­ar. Á því tíma­bili gaus nokkrum sinn­um, þar af urðu þrjú gos í eld­stöðvakerfi sem kennt er við Svarts­engi. Eld­gosin voru hraun­gos á 1-10 kíló­metra löngum gossprung­um. Gos­virkni á Reykja­nes­i-­Svarts­engi ein­kenn­ist af goslotum eða eldum sem geta varað í ára­tugi og má búast við goslotu á um 1100 ára fresti.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
Kjarninn 22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent