„Þetta eru mikil læti“

Eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson segir að jarðskjálftahrinan mikla á Reykjanesi í dag þurfi ekki að leiða til eldgoss en bendir á að svæðið sé þekkt eldgosasvæði „og það hlýtur að koma að því“ að það komi „eitthvað upp“.

Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands.
Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands.
Auglýsing

„Reykja­nesið er búið að vera lif­andi síð­asta ár og á þessu ári. Við vitum að þetta er virkt eld­gosa­svæði og það hlýtur að koma að því að það kemur eitt­hvað upp,“ segir Ármann Hösk­ulds­son, eld­fjalla­fræð­ingur hjá Jarð­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands, í sam­tali við Kjarn­ann, um stóru jarð­skjálfta­hrin­una á Reykja­nesskag­anum í morgun sem fund­ist hefur vel á öllu suð­vest­ur­horni lands­ins og jafn­vel víð­ar. Stærsti skjálft­inn var 5,7 stig og varð hann suð­vestur af fjall­inu Keili.Ármann segir að Veð­ur­stofan og aðrar rann­sókn­ar­stofn­anir fari nú yfir gögn til að kanna hvort að um gliðnun sé að ræða eða áfram­hald­andi nún­ing platna í jarð­skorp­unni. Hvort að þær séu ein­göngu að strjúkast saman eða hvort að þær séu að fara í sund­ur. „Vænt­an­lega gengur þetta yfir miðað við það sem við sáum í fyrra,“ segir Ármann og vísar til þeirrar miklu virkni sem var á svæð­inu með land­risi við fjallið Þor­björn. „Þegar við erum komin með spennu­á­stand þar sem skorpan fer að gliðna þá fer eitt­hvað að ger­ast.“

AuglýsingStórir jarð­skjálftar tengj­ast nún­ingi í jarð­skorp­unni „og í raun þarf það spennu­svið að klára sig áður en við fáum eitt­hvað upp,“ bendir Ármann á. „Þetta þarf ekki að leiða til neins nema stórra skjálfta.“Hann segir að gos­órói, und­an­fari eld­goss, þurfi ekki að fylgja strax í kjöl­far jarð­skjálfta­hr­inu. „Við myndum ekki sjá hann fyrr en svona korteri fyrir gos á þessu svæð­i.“Til að meta hvað er að ger­ast og til að reikna út hreyf­ing­una í jarð­skorp­unni er m.a. stuðst við gervi­tungla­myndir og GPS-­mæla. Þannig er hægt að sjá hvort að jörðin sé að lyfta sér, land­ris að verða, eða að gliðna.„Þetta eru mikil læti og búast má við rifum á yfir­borð­i,“ sagði Ármann við Kjarn­ann í morgun en hann var þá staddur heima hjá sér í Garða­bæn­um. „Ég er hálf sjó­veikur að ganga hér um gólf,“ sagði hann.Land­risið við Þor­björn hélt áfram á nokk­urra mán­aða tíma­bili í fyrra en stöðv­að­ist svo. Ármann segir að talið sé að lítil kvika hafi kom­ist inn nærri yfir­borði sem olli land­ris­inu. „En lætin hafa haldið áfram,“ segir hann. „Skorpan er að gera sig klára. Því þú verður að opna skorpu til að hleypa kviku upp.“Frá land­námi hefur þrisvar sinnum gosið á Reykja­nesi, síð­ast á árunum 1211-1240  og eru þeir atburðir kall­aðir Reykja­nes­eld­ar. Á því tíma­bili gaus nokkrum sinn­um, þar af urðu þrjú gos í eld­stöðvakerfi sem kennt er við Svarts­engi. Eld­gosin voru hraun­gos á 1-10 kíló­metra löngum gossprung­um. Gos­virkni á Reykja­nes­i-­Svarts­engi ein­kenn­ist af goslotum eða eldum sem geta varað í ára­tugi og má búast við goslotu á um 1100 ára fresti.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
AGS mælir með þrengri skilyrðum á húsnæðislánum
Seðlabankinn ætti að beita þjóðhagsvarúðartækjum sínum til að takmarka hlut íbúðalána hjá bönkunum eða tryggja endurgreiðslugetu lánanna, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Kjarninn 22. apríl 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent