„Þetta eru mikil læti“

Eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson segir að jarðskjálftahrinan mikla á Reykjanesi í dag þurfi ekki að leiða til eldgoss en bendir á að svæðið sé þekkt eldgosasvæði „og það hlýtur að koma að því“ að það komi „eitthvað upp“.

Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands.
Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands.
Auglýsing

„Reykja­nesið er búið að vera lif­andi síð­asta ár og á þessu ári. Við vitum að þetta er virkt eld­gosa­svæði og það hlýtur að koma að því að það kemur eitt­hvað upp,“ segir Ármann Hösk­ulds­son, eld­fjalla­fræð­ingur hjá Jarð­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands, í sam­tali við Kjarn­ann, um stóru jarð­skjálfta­hrin­una á Reykja­nesskag­anum í morgun sem fund­ist hefur vel á öllu suð­vest­ur­horni lands­ins og jafn­vel víð­ar. Stærsti skjálft­inn var 5,7 stig og varð hann suð­vestur af fjall­inu Keili.Ármann segir að Veð­ur­stofan og aðrar rann­sókn­ar­stofn­anir fari nú yfir gögn til að kanna hvort að um gliðnun sé að ræða eða áfram­hald­andi nún­ing platna í jarð­skorp­unni. Hvort að þær séu ein­göngu að strjúkast saman eða hvort að þær séu að fara í sund­ur. „Vænt­an­lega gengur þetta yfir miðað við það sem við sáum í fyrra,“ segir Ármann og vísar til þeirrar miklu virkni sem var á svæð­inu með land­risi við fjallið Þor­björn. „Þegar við erum komin með spennu­á­stand þar sem skorpan fer að gliðna þá fer eitt­hvað að ger­ast.“

AuglýsingStórir jarð­skjálftar tengj­ast nún­ingi í jarð­skorp­unni „og í raun þarf það spennu­svið að klára sig áður en við fáum eitt­hvað upp,“ bendir Ármann á. „Þetta þarf ekki að leiða til neins nema stórra skjálfta.“Hann segir að gos­órói, und­an­fari eld­goss, þurfi ekki að fylgja strax í kjöl­far jarð­skjálfta­hr­inu. „Við myndum ekki sjá hann fyrr en svona korteri fyrir gos á þessu svæð­i.“Til að meta hvað er að ger­ast og til að reikna út hreyf­ing­una í jarð­skorp­unni er m.a. stuðst við gervi­tungla­myndir og GPS-­mæla. Þannig er hægt að sjá hvort að jörðin sé að lyfta sér, land­ris að verða, eða að gliðna.„Þetta eru mikil læti og búast má við rifum á yfir­borð­i,“ sagði Ármann við Kjarn­ann í morgun en hann var þá staddur heima hjá sér í Garða­bæn­um. „Ég er hálf sjó­veikur að ganga hér um gólf,“ sagði hann.Land­risið við Þor­björn hélt áfram á nokk­urra mán­aða tíma­bili í fyrra en stöðv­að­ist svo. Ármann segir að talið sé að lítil kvika hafi kom­ist inn nærri yfir­borði sem olli land­ris­inu. „En lætin hafa haldið áfram,“ segir hann. „Skorpan er að gera sig klára. Því þú verður að opna skorpu til að hleypa kviku upp.“Frá land­námi hefur þrisvar sinnum gosið á Reykja­nesi, síð­ast á árunum 1211-1240  og eru þeir atburðir kall­aðir Reykja­nes­eld­ar. Á því tíma­bili gaus nokkrum sinn­um, þar af urðu þrjú gos í eld­stöðvakerfi sem kennt er við Svarts­engi. Eld­gosin voru hraun­gos á 1-10 kíló­metra löngum gossprung­um. Gos­virkni á Reykja­nes­i-­Svarts­engi ein­kenn­ist af goslotum eða eldum sem geta varað í ára­tugi og má búast við goslotu á um 1100 ára fresti.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent