Staðfest: 5,7 stiga skjálfti – „Sterk jarðskjálftahrina gengur nú yfir Reykjanes og höfuðborgarsvæðið“

Stór jarðskjálfti, 5,7 stig, fannst vel á öllu suðvesturhorni landsins laust eftir klukkan 10 í morgun. Fjölmargir skjálftar hafa fylgt í kjölfarið.

Myndin sýnir fjölda skjálfta á síðustu klukkustundum eins og staðan var kl. 10.35 í morgun.
Myndin sýnir fjölda skjálfta á síðustu klukkustundum eins og staðan var kl. 10.35 í morgun.
Auglýsing

Stór jarð­skjálfti fannst vel á suð­vest­ur­horni lands­ins laust eftir klukk­an 10 í morg­un. Veð­ur­stofan hefur stað­fest að hann var 5,7 að stærð og varð þremur kíló­metrum suð­vestur af fjall­inu Keili á Reykja­nes­i. ­Fjöld­i eft­ir­skjálfta hefur fylgt. Búast má við frek­ari eft­ir­skjálf­um, að því er segir í til­kynn­ingu á Face­book-­síðu Veð­ur­stof­unn­ar.

„Sterk jarð­skjálfta­hrina gengur nú yfir Reykja­nes og höf­uð­borg­ar­svæð­ið,“ segir í stuttri til­kynn­ingu almanna­varna. Almanna­varna­deild ­rík­is­lög­reglu­stjóra hvetur fólk til þess að kynna sér varnir og við­búnað vegna jarð­skjálfta.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef Veð­ur­stof­unnar hafa fjöl­margir ­skjálftar orðið á Reykja­nesskaga frá því snemma í morg­un. Flestir hafa orð­ið við Fagra­dals­fjall. Klukkan 10.30 höfðu 25 skjálftar yfir þrír að stærð orðið á hálf­tíma. 

Um jarð­skjálfta­hr­inu er að ræða sem hófst sam­kvæmt frum­nið­ur­stöð­u­m Veð­ur­stof­unnar á Reykja­nesskaga snemma í morg­un. Hrinan hefur fund­ist mjög vel í Reykja­vík og víðar og hefur verið nær stöðug frá því rúm­lega tíu.

Fleiri skjálftar hafa fylgt í kjöl­far­ið.

Síð­asta árið hefur jarð­skjálfta­virkni verið mjög mikil á Reykja­nesi og tölu­vert land­ris mælst við fellið Þor­björn. 

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent