KRJÚPA – SKÝLA – HALDA – er orðaröð sem rétt er að leggja á minnið

Almannavarnir hvetja fólk til að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta vegna kröftugrar jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga.

Krjúpa skal úti í horni við burðarvegg eða undir borði, skýla höfði og halda sér í.
Krjúpa skal úti í horni við burðarvegg eða undir borði, skýla höfði og halda sér í.
Auglýsing

Vegna jarðskjálftahrinunnar sem nú stendur yfir á Reykjanesi hvetur almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fólk til að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta. Fræðsla um viðbrögð þegar jarðskjálfti verður sem og viðbrögð eftir stóra skjálfta er að finna á heimasíðu almannavarna.

Í þeim segir m.a. að rétt sé að leggja orðaröðina KRJÚPA – SKÝLA – HALDA á minnið.

Heimasíða almannavarna hrundi vegna álags í síðustu viku. Að sama skapi hefur vefur Veðurstofunnar hrunið nokkrum sinnum þegar álagið hefur verið hvað mest.

Auglýsing

Stærsti jarðskjálftinn í hrinunni hingað til varð klukkan 10.05 á miðvikudag og voru upptökin skammt frá fjallinu Keili. Hann var 5,7 að stærð. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, sagði í kjölfarið að líkur væru á fleiri skjálftum og jafnvel stærri.

Síðustu daga hafa orðið nokkrir stórir skjálftar, nú síðast í nótt, aðfaranótt mánudags, og var hann 4,9 a stærð. 

Helstu atriði sem almannavarnir benda fólki á að huga að vegna jarðskjálfta eru eftirfarandi:

Ef þú ert innandyra þegar jarðskjálfti byrjar– ekki hlaupa af stað. Haltu kyrru fyrir og og haltu þig frá gluggum.

Ef þú er utandyra þegar þú finnur jarðskjálfta: Ekki hlaupa inn. Reyndu að koma þér frá byggingum sem geta hrunið. Grjóthrun, skriður og snjóflóð geta fallið úr hlíðum og fjalllendi.

Húsgögn: Festið skápa, hillur og þunga muni í gólf eða vegg.

Lausir munir: Stillið þungum munum ekki ofarlega í hillur eða á veggi án þess að festa þá tryggilega. Þungur borðbúnaður og hlutir eru best geymdir í neðri skápum, helst lokuðum.

Kynditæki og ofnar: Kynnið ykkur staðsetningu og lokun á vatnsinntaki og rafmagnstöflu. Festið hitaveituofna tryggilega. Leki getur valdið miklu tjóni ef ekki er lokað strax fyrir vatnið. 

Svefnstaðir: Fyrirbyggið að skápar, málverk, brothættir og þungir munir geti fallið á svefnstaði. Varist að hafa rúm við stóra glugga. Verðu höfuð þitt og andlit með kodda ef þú vaknar upp við jarðskjálfta.

Útvarp og tilkynningar: Hlustið á tilkynningar og fyrirmæli sem gefin eru í útvarpi. Gott er að hafa útvarp með langbylgju ef FM sendar detta út. Þá er hægt að hlusta á útvarp í bílum.

Símar: Farsímar duga skammt ef rafmagn dettur út í lengri tíma. Þá getur verið gott að eiga hleðslutæki til að hafa í bifreið eða hleðslubanka til að hlaða farsíma. Sendu SMS til þinna nánustu í stað þess að hringja (sérstaklega eftir stóran jarðskjálfta) til að minnka álag á símkerfi í hamförum.

Á jarðskjálftasvæðum er hægt að draga úr afleiðingum jarðskjálfta með jarðskjálftaæfingum til að vera betur viðbúin þegar stór skjálfti verður: KRJÚPA – SKÝLA – HALDA – er orðaröð sem rétt er að leggja á minnið, segir í leiðbeiningum almannavarna. Þetta skal gera úti í horni við burðarvegg eða krjúpa undir borð, skýla höfði og halda sér í.

Almannavarnadeild mælir með því að fólk finni sér staði heima, í vinnunni eða í skólanum þar sem öruggt er að vera ef það verður jarðskjálfti.

Ítarlegri leiðbeiningar má nálgast hér og hér.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent