KRJÚPA – SKÝLA – HALDA – er orðaröð sem rétt er að leggja á minnið

Almannavarnir hvetja fólk til að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta vegna kröftugrar jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga.

Krjúpa skal úti í horni við burðarvegg eða undir borði, skýla höfði og halda sér í.
Krjúpa skal úti í horni við burðarvegg eða undir borði, skýla höfði og halda sér í.
Auglýsing

Vegna jarð­skjálfta­hrin­unnar sem nú stendur yfir á Reykja­nesi hvetur almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra fólk til að kynna sér varnir og við­búnað vegna jarð­skjálfta. Fræðsla um við­brögð þegar jarð­skjálfti verður sem og við­brögð eftir stóra skjálfta er að finna á heima­síðu almanna­varna.

Í þeim segir m.a. að rétt sé að leggja orða­röð­ina KRJÚPA – SKÝLA – HALDA á minn­ið.

Heima­síða almanna­varna hrundi vegna álags í síð­ustu viku. Að sama skapi hefur vefur Veð­ur­stof­unnar hrunið nokkrum sinnum þegar álagið hefur verið hvað mest.

Auglýsing

Stærsti jarð­skjálft­inn í hrin­unni hingað til varð klukkan 10.05 á mið­viku­dag og voru upp­tökin skammt frá fjall­inu Keili. Hann var 5,7 að stærð. Kristín Jóns­dótt­ir, hóp­stjóri nátt­úru­vár­vökt­unar hjá Veð­ur­stofu Íslands, sagði í kjöl­farið að líkur væru á fleiri skjálftum og jafn­vel stærri.

Síð­ustu daga hafa orðið nokkrir stórir skjálft­ar, nú síð­ast í nótt, aðfara­nótt mánu­dags, og var hann 4,9 a stærð. 

Helstu atriði sem almanna­varnir benda fólki á að huga að vegna jarð­skjálfta eru eft­ir­far­andi:

Ef þú ert inn­an­dyra þegar jarð­skjálfti byrj­ar– ekki hlaupa af stað. Haltu kyrru fyrir og og haltu þig frá glugg­um.

Ef þú er utandyra þegar þú finnur jarð­skjálfta: Ekki hlaupa inn. Reyndu að koma þér frá bygg­ingum sem geta hrun­ið. Grjót­hrun, skriður og snjó­flóð geta fallið úr hlíðum og fjall­lendi.

Hús­gögn: Festið skápa, hillur og þunga muni í gólf eða vegg.

Lausir mun­ir: Stillið þungum munum ekki ofar­lega í hillur eða á veggi án þess að festa þá tryggi­lega. Þungur borð­bún­aður og hlutir eru best geymdir í neðri skáp­um, helst lok­uð­um.

Kyndi­tæki og ofn­ar: Kynnið ykkur stað­setn­ingu og lokun á vatns­inntaki og raf­magns­töflu. Festið hita­veitu­ofna tryggi­lega. Leki getur valdið miklu tjóni ef ekki er lokað strax fyrir vatn­ið. 

Svefn­stað­ir: Fyr­ir­byggið að skápar, mál­verk, brot­hættir og þungir munir geti fallið á svefn­staði. Varist að hafa rúm við stóra glugga. Verðu höfuð þitt og and­lit með kodda ef þú vaknar upp við jarð­skjálfta.

Útvarp og til­kynn­ing­ar: Hlustið á til­kynn­ingar og fyr­ir­mæli sem gefin eru í útvarpi. Gott er að hafa útvarp með lang­bylgju ef FM sendar detta út. Þá er hægt að hlusta á útvarp í bíl­um.

Símar: Far­símar duga skammt ef raf­magn dettur út í lengri tíma. Þá getur verið gott að eiga hleðslu­tæki til að hafa í bif­reið eða hleðslu­banka til að hlaða far­síma. Sendu SMS til þinna nán­ustu í stað þess að hringja (sér­stak­lega eftir stóran jarð­skjálfta) til að minnka álag á sím­kerfi í ham­för­um.

Á jarð­skjálfta­svæðum er hægt að draga úr afleið­ingum jarð­skjálfta með jarð­skjálfta­æf­ingum til að vera betur við­búin þegar stór skjálfti verð­ur: KRJÚPA – SKÝLA – HALDA – er orða­röð sem rétt er að leggja á minn­ið, segir í leið­bein­ingum almanna­varna. Þetta skal gera úti í horni við burð­ar­vegg eða krjúpa undir borð, skýla höfði og halda sér í.

Almanna­varna­deild mælir með því að fólk finni sér staði heima, í vinn­unni eða í skól­anum þar sem öruggt er að vera ef það verður jarð­skjálfti.

Ítar­legri leið­bein­ingar má nálg­ast hér og hér.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent