KRJÚPA – SKÝLA – HALDA – er orðaröð sem rétt er að leggja á minnið

Almannavarnir hvetja fólk til að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta vegna kröftugrar jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga.

Krjúpa skal úti í horni við burðarvegg eða undir borði, skýla höfði og halda sér í.
Krjúpa skal úti í horni við burðarvegg eða undir borði, skýla höfði og halda sér í.
Auglýsing

Vegna jarð­skjálfta­hrin­unnar sem nú stendur yfir á Reykja­nesi hvetur almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra fólk til að kynna sér varnir og við­búnað vegna jarð­skjálfta. Fræðsla um við­brögð þegar jarð­skjálfti verður sem og við­brögð eftir stóra skjálfta er að finna á heima­síðu almanna­varna.

Í þeim segir m.a. að rétt sé að leggja orða­röð­ina KRJÚPA – SKÝLA – HALDA á minn­ið.

Heima­síða almanna­varna hrundi vegna álags í síð­ustu viku. Að sama skapi hefur vefur Veð­ur­stof­unnar hrunið nokkrum sinnum þegar álagið hefur verið hvað mest.

Auglýsing

Stærsti jarð­skjálft­inn í hrin­unni hingað til varð klukkan 10.05 á mið­viku­dag og voru upp­tökin skammt frá fjall­inu Keili. Hann var 5,7 að stærð. Kristín Jóns­dótt­ir, hóp­stjóri nátt­úru­vár­vökt­unar hjá Veð­ur­stofu Íslands, sagði í kjöl­farið að líkur væru á fleiri skjálftum og jafn­vel stærri.

Síð­ustu daga hafa orðið nokkrir stórir skjálft­ar, nú síð­ast í nótt, aðfara­nótt mánu­dags, og var hann 4,9 a stærð. 

Helstu atriði sem almanna­varnir benda fólki á að huga að vegna jarð­skjálfta eru eft­ir­far­andi:

Ef þú ert inn­an­dyra þegar jarð­skjálfti byrj­ar– ekki hlaupa af stað. Haltu kyrru fyrir og og haltu þig frá glugg­um.

Ef þú er utandyra þegar þú finnur jarð­skjálfta: Ekki hlaupa inn. Reyndu að koma þér frá bygg­ingum sem geta hrun­ið. Grjót­hrun, skriður og snjó­flóð geta fallið úr hlíðum og fjall­lendi.

Hús­gögn: Festið skápa, hillur og þunga muni í gólf eða vegg.

Lausir mun­ir: Stillið þungum munum ekki ofar­lega í hillur eða á veggi án þess að festa þá tryggi­lega. Þungur borð­bún­aður og hlutir eru best geymdir í neðri skáp­um, helst lok­uð­um.

Kyndi­tæki og ofn­ar: Kynnið ykkur stað­setn­ingu og lokun á vatns­inntaki og raf­magns­töflu. Festið hita­veitu­ofna tryggi­lega. Leki getur valdið miklu tjóni ef ekki er lokað strax fyrir vatn­ið. 

Svefn­stað­ir: Fyr­ir­byggið að skápar, mál­verk, brot­hættir og þungir munir geti fallið á svefn­staði. Varist að hafa rúm við stóra glugga. Verðu höfuð þitt og and­lit með kodda ef þú vaknar upp við jarð­skjálfta.

Útvarp og til­kynn­ing­ar: Hlustið á til­kynn­ingar og fyr­ir­mæli sem gefin eru í útvarpi. Gott er að hafa útvarp með lang­bylgju ef FM sendar detta út. Þá er hægt að hlusta á útvarp í bíl­um.

Símar: Far­símar duga skammt ef raf­magn dettur út í lengri tíma. Þá getur verið gott að eiga hleðslu­tæki til að hafa í bif­reið eða hleðslu­banka til að hlaða far­síma. Sendu SMS til þinna nán­ustu í stað þess að hringja (sér­stak­lega eftir stóran jarð­skjálfta) til að minnka álag á sím­kerfi í ham­för­um.

Á jarð­skjálfta­svæðum er hægt að draga úr afleið­ingum jarð­skjálfta með jarð­skjálfta­æf­ingum til að vera betur við­búin þegar stór skjálfti verð­ur: KRJÚPA – SKÝLA – HALDA – er orða­röð sem rétt er að leggja á minn­ið, segir í leið­bein­ingum almanna­varna. Þetta skal gera úti í horni við burð­ar­vegg eða krjúpa undir borð, skýla höfði og halda sér í.

Almanna­varna­deild mælir með því að fólk finni sér staði heima, í vinn­unni eða í skól­anum þar sem öruggt er að vera ef það verður jarð­skjálfti.

Ítar­legri leið­bein­ingar má nálg­ast hér og hér.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent