Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“

Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.

Sólveig Anna
Auglýsing

„Nið­ur­staðan í gær var ömur­leg. Enn ein sönn­unin á því að sá hópur vinnu­aflsins sem jað­ar­sett­astur er skal ekki gera sér neinar vonir um að rétt­lætið sé að finna hjá þeim sem stýra kerf­inu. Rétt­inda­leysi þeirra og valda­leysi er engin til­vilj­un, heldur útkoma kerf­is­lægs mis­rétt­is,“ segir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður stétt­ar­fé­lags­ins Efl­ing­ar, á Face­book í dag.

Hún vísar til nið­ur­stöðu Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur, sem í gær vís­aði frá máli fjög­urrra rúm­enskra verka­manna gegn starfs­manna­leig­unni Menn í vinnu og Eldum rétt, sem keypti þjón­ustu starfs­mann­anna af starfs­manna­leig­unn­i.Mál­inu virð­ist ekki end­an­lega lok­ið, en stétt­ar­fé­lagið Efl­ing, sem hefur haldið utan um mála­rekst­ur­inn fyrir hönd starfs­mann­anna, ætlar að styðja þá í að skjóta nið­ur­stöðu dóms­ins til Lands­rétt­ar. Einnig hefur komið fram að þær millj­ónir í máls­kostnað sem rúm­ensku verka­mönn­unum var gert að greiða verði greiddar úr sjóðum Efl­ing­ar.

Fram­kvæmda­stjóri SA hvetur Eldum rétt til að skoða mál­sókn á hendur Efl­ingu

Eins og Kjarn­inn fjall­aði um í gær byggð­ist frá­vísun Hér­aðs­dóms á kröfum rúm­ensku verka­mann­anna gagn­vart Menn í vinnu og Eldum rétt á því að ekki væri hægt að koma fram með nýjar hendur á starfs­manna­leig­unni sökum þess að hún væri komin í þrot og gjald­þrota­skiptum hefði lokið 11. sept­em­ber í fyrra.

Auglýsing

Fram kom í dómnum að stefn­end­ur, rúm­ensku verka­menn­irnir fjór­ir, hefðu ekki upp­­lýst um afstöðu skipta­­stjóra til krafna þeirra í búið, þrátt fyrir að skorað hafi verið á þá um að gera það. 

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Einnig kom fram í nið­­ur­­stöðu hér­­aðs­­dóms að fram­­burður stefn­enda varð­andi greiðslur til þeirra hafi verið ótrú­verð­ugur og í and­­stöðu við gögn sem stefn­endur hefðu sjálfir lagt fram í mál­inu. Þá hafi frá­­­dráttur af launum starfs­­mann­anna verið í sam­ræmi við ráðn­­ing­­ar­­samn­inga þeirra.

Í til­kynn­ingu segir Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son fram­kvæmda­stjóri SA að um sé að ræða „sneypu­för“ stétt­ar­fé­lags­ins Efl­ingar gegn Eldum rétt.

„Efl­ing stétt­ar­fé­lag hafði upp stór orð í fjöl­miðlum og sak­aði fyr­ir­tækið Eldum rétt meðal ann­ars um að nýta sér bág­indi verka­fólks og skipta við starfs­manna­leigu sem fram­kvæmda­stjóri Efl­ingar kall­aði „ein­hvers konar mansals­hring,“ segir Hall­dór Benja­mín. 

For­svars­menn stétt­ar­fé­lags­ins hafa deilt hart á Eldum rétt á opin­berum vett­vangi fyrir að nýta sér þjón­ustu starfs­manna­leig­unn­ar, sem hafði, áður en rúm­ensku starfs­menn­irnir fjórir voru leigðir til Eldum rétt, verið til umfjöll­unar í frétta­skýr­ing­ar­þætt­inum Kveik á RÚV vegna aðbún­aðar erlendra verka­manna sem störf­uðu hjá fyr­ir­tæk­inu.

Hall­dór Benja­mín segir að ljóst sé, af dómi Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur, að máls­höfð­unin gegn Eldum rétt hafi verið „til­efn­is­laus“ og á sama tíma sé ljóst að „að­för Efl­ingar að Eldum rétt og til­efn­is­lausar ásak­anir hafa valdið fyr­ir­tæk­inu miklu tjón­i“. Í því ljósi sé eðli­legt að fyr­ir­tækið skoði rétt­ar­stöðu sína gagn­vart Efl­ingu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
Kjarninn 22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent