Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“

Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.

Sólveig Anna
Auglýsing

„Nið­ur­staðan í gær var ömur­leg. Enn ein sönn­unin á því að sá hópur vinnu­aflsins sem jað­ar­sett­astur er skal ekki gera sér neinar vonir um að rétt­lætið sé að finna hjá þeim sem stýra kerf­inu. Rétt­inda­leysi þeirra og valda­leysi er engin til­vilj­un, heldur útkoma kerf­is­lægs mis­rétt­is,“ segir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður stétt­ar­fé­lags­ins Efl­ing­ar, á Face­book í dag.

Hún vísar til nið­ur­stöðu Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur, sem í gær vís­aði frá máli fjög­urrra rúm­enskra verka­manna gegn starfs­manna­leig­unni Menn í vinnu og Eldum rétt, sem keypti þjón­ustu starfs­mann­anna af starfs­manna­leig­unn­i.Mál­inu virð­ist ekki end­an­lega lok­ið, en stétt­ar­fé­lagið Efl­ing, sem hefur haldið utan um mála­rekst­ur­inn fyrir hönd starfs­mann­anna, ætlar að styðja þá í að skjóta nið­ur­stöðu dóms­ins til Lands­rétt­ar. Einnig hefur komið fram að þær millj­ónir í máls­kostnað sem rúm­ensku verka­mönn­unum var gert að greiða verði greiddar úr sjóðum Efl­ing­ar.

Fram­kvæmda­stjóri SA hvetur Eldum rétt til að skoða mál­sókn á hendur Efl­ingu

Eins og Kjarn­inn fjall­aði um í gær byggð­ist frá­vísun Hér­aðs­dóms á kröfum rúm­ensku verka­mann­anna gagn­vart Menn í vinnu og Eldum rétt á því að ekki væri hægt að koma fram með nýjar hendur á starfs­manna­leig­unni sökum þess að hún væri komin í þrot og gjald­þrota­skiptum hefði lokið 11. sept­em­ber í fyrra.

Auglýsing

Fram kom í dómnum að stefn­end­ur, rúm­ensku verka­menn­irnir fjór­ir, hefðu ekki upp­­lýst um afstöðu skipta­­stjóra til krafna þeirra í búið, þrátt fyrir að skorað hafi verið á þá um að gera það. 

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Einnig kom fram í nið­­ur­­stöðu hér­­aðs­­dóms að fram­­burður stefn­enda varð­andi greiðslur til þeirra hafi verið ótrú­verð­ugur og í and­­stöðu við gögn sem stefn­endur hefðu sjálfir lagt fram í mál­inu. Þá hafi frá­­­dráttur af launum starfs­­mann­anna verið í sam­ræmi við ráðn­­ing­­ar­­samn­inga þeirra.

Í til­kynn­ingu segir Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son fram­kvæmda­stjóri SA að um sé að ræða „sneypu­för“ stétt­ar­fé­lags­ins Efl­ingar gegn Eldum rétt.

„Efl­ing stétt­ar­fé­lag hafði upp stór orð í fjöl­miðlum og sak­aði fyr­ir­tækið Eldum rétt meðal ann­ars um að nýta sér bág­indi verka­fólks og skipta við starfs­manna­leigu sem fram­kvæmda­stjóri Efl­ingar kall­aði „ein­hvers konar mansals­hring,“ segir Hall­dór Benja­mín. 

For­svars­menn stétt­ar­fé­lags­ins hafa deilt hart á Eldum rétt á opin­berum vett­vangi fyrir að nýta sér þjón­ustu starfs­manna­leig­unn­ar, sem hafði, áður en rúm­ensku starfs­menn­irnir fjórir voru leigðir til Eldum rétt, verið til umfjöll­unar í frétta­skýr­ing­ar­þætt­inum Kveik á RÚV vegna aðbún­aðar erlendra verka­manna sem störf­uðu hjá fyr­ir­tæk­inu.

Hall­dór Benja­mín segir að ljóst sé, af dómi Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur, að máls­höfð­unin gegn Eldum rétt hafi verið „til­efn­is­laus“ og á sama tíma sé ljóst að „að­för Efl­ingar að Eldum rétt og til­efn­is­lausar ásak­anir hafa valdið fyr­ir­tæk­inu miklu tjón­i“. Í því ljósi sé eðli­legt að fyr­ir­tækið skoði rétt­ar­stöðu sína gagn­vart Efl­ingu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent