Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca

Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Tals­vert er um það að fólk afþakki bólu­setn­ingu með bólu­efni frá fyr­ir­tæk­inu Astr­aZeneca á þeim grunni að það sé ekki eins virkt og önnur bólu­efni á mark­aði. Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag að „til að gæta allrar sann­girni“ þá virð­ist virkni bólu­efnis Astr­aZeneca minni en af öðrum en að mun­ur­inn væri mjög lít­ill „og ekki þannig að það skipti neinu máli varð­andi vernd­un­ina sem við erum að sækj­ast eft­ir.“Hvað auka­verk­anir af bólu­efn­inu varðar virð­ast þær meiri eftir fyrri skammt á Astr­aZeneca en af hinum bólu­efn­unum tveimur sem hafa fengið mark­aðs­leyfi en að því sé öfugt farið hvað seinni skammt­inn varð­ar. „Ég tel að það sé ekki stór munum á bólu­efn­unum og tel enga ástæðu fyrir fólk að neita einu bólu­efni umfram önn­ur.“

AuglýsingÞórólfur segir að ekki sé mögu­legt að láta fólk ákveða hvaða bólu­efni það fær. „Í fram­kvæmd­inni er það nán­ast von­laust.“ Spurður hvort að þeir sem neiti að fá bólu­efni Astr­aZeneca verði bólu­settir með öðru bólu­efni svarar hann að ekki sé búið að taka ákvörðun um það. „Ég býst ekki við að þeir verði ekki bólu­settir en þeir munu ekki fá þann for­gang sem þeir höfð­u.“Eng­inn greind­ist með veiruna inn­an­lands í gær og á síð­ast­lið­inni viku hafa tveir greinst inn­an­lands og báðir voru þeir í sótt­kví. Síð­asta smit utan sótt­kvíar greind­ist 1. febr­ú­ar.

Fram­vís­aði nei­kvæðu prófi en reynd­ist smit­aðurSíð­ast­liðna viku hafa sjö greinst á landa­mær­un­um, þar af þrír með virkt smit. Frá 19. febr­ú­ar, þegar ferða­mönnum var gert skylt að fram­vísa nei­kvæðu COVID-­prófi á landa­mær­un­um, hafa tveir greinst með virkt smit. Annar þeirra fram­vís­aði 48 stunda gömlu nei­kvæði vott­orði. Hann greind­ist hins vegar jákvæður í fyrri skim­un. Hinn ein­stak­ling­ur­inn sem greind­ist var ekki með vott­orð. Þessu segir Þórólfur að fylgj­ast þurfi sér­stak­lega vel með á næst­unni til að afla vit­neskju um hvernig haga beri aðgerðum á landa­mær­unum frá 1. maí eftir að núver­andi reglu­gerð fellur úr gildi.Lang­flestir far­þegar sem eru að koma til lands­ins, fram­vísa vott­orðum um nei­kvæð COVID-­próf líkt og reglur gera ráð fyrir eða um 80 pró­sent allra far­þega. Frá 19. febr­úar hafa um 3 pró­sent fram­vísað vott­orði um fyrri sýk­ingu af COVID-19 og sam­bæri­legur fjöldi hefur fram­vísað bólu­setn­ing­ar­vott­orði. Þessir tveir hópar eru und­an­þegnir því að fram­vísa nei­kvæðu COVID-­prófi.

Far­þegum fer fjölg­andiUm 200 far­þegar eru þessa dag­ana að koma til lands­ins á hverjum sól­ar­hring sem er nokkuð meira en síð­ustu vik­ur. Að þurfa að fram­vísa nei­kvæðu PCR-­prófi virð­ist því ekki letja fólk til ferða­laga til Íslands.„Við höfum verið að skipta þessum far­aldri  og bar­átt­unni upp í kafla og ég held að við séum að fara inn í nýjan kafla í bar­átt­unni við COVID-19,“ sagði Þórólf­ur. Ný reglu­gerð um sam­komu­tak­mark­anir inn­an­lands tóku gildi í gær en sótt­varna­læknir bendir á að um 1-2 vikur þurfi að líða áður en hægt sé að full­yrða hvaða áhrif það hafi á far­ald­ur­inn.„Ég held að staða okkar sé mjög góð nún­a,“ sagði Þórólf­ur. „Við megum gleðj­ast yfir því að við séum komin á þennan stað. Við vitum hvað við þurfum að gera til að við­halda árangrinum sem við höfum náð.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent