Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“

Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.

Mjólkurvörur frá MS
Mjólkurvörur frá MS
Auglýsing

Sam­keppn­is­hamlandi aðgerðir Mjólk­ur­sam­söl­unnar (MS) voru þaul­skipu­lagðar var þeim ætlað að koma keppi­nautum hennar út af mark­aði, sam­kvæmt for­svars­mönnum Mjólku og Mjólk­ur­bús­ins Kú. Í frétta­til­kynn­ingu sem send var á fjöl­miðla í dag segja þeir yfir­lýs­ingar MS um að aðgerðir hennar hafi verið gerðar í góðri trú „í besta falli hlægi­leg­ar.“

Líkt og Kjarn­inn greindi frá síð­ast­lið­inn fimmtu­dag komst Hæsti­réttur að því að MS hafi mis­­notað mark­aðs­ráð­andi stöðu sína og mis­­munað við­­skipta­að­ilum sínum með því að að selja hrá­­mjólk til vinnslu mjólk­­ur­af­­urða á hærra verði til keppi­­nauta en til eigin fram­­leiðslu­­deildar og tengdra aðila. MS var gert að greiða alls 480 millj­­ónir króna í rík­­is­­sjóðs vegna þeirra sam­keppn­islaga­brota.

Í kjöl­far dóms Hæsta­réttar sendi Mjólk­ur­sam­salan frá sér frétta­til­kynn­ingu þar sem full­yrt var að aðgerðir hennar hefðu verið í góðri trú og að MS hafi alltaf talið sig vera að vinna í sam­ræmi við lög. Mjólk­ur­sam­salan bætir einnig við að hag­ræð­ing í mjólk­urðin­að­inum vegna laga­breyt­inga sem heim­il­uðu verka­skipt­ingu og sam­starf afurð­ar­stöðva í mjólkur­iðn­aði hafi skilað millj­arða króna ávinn­ingi til sam­fé­lags­ins á hverju ári. 

Auglýsing

For­svars­menn Mjólku og mjólk­ur­bús­ins Kú draga þessar yfir­lýs­ingar hins vegar í efa í frétta­til­kynn­ingu sinni: „Að­gerðir MS voru þaul­skipu­lagðar og þeim ætlað að koma keppi­nautum MS út af mark­aði og gera þá ógjald­færa með alvar­legum afleið­ingum fyrir starfs­fólk þeirra, lána­drottna og eig­end­ur. Kalla verður eftir ábyrgð þeirra sem stýrðu þess­ari aðför með svo ill­gjörnum og óvægnum hætt­i,“ segir í yfir­lýs­ing­unni. Einnig bæta þeir við að yfir­lýs­ingar MS um að aðgerðir þeirra hafi verið gerðar í góðri trú „í besta falli hlægi­leg­ar.“

Þeir segja einnig að meint hag­ræð­ing sem eigi að hafa náðst vegna und­an­þágu­á­kvæða frá sam­keppn­is­lögum hafi ekki skilað sér í vasa neyt­enda og því síður til bænda: „Verð á mjólk­ur­vörum er síst lægra hér landi en á erlendum mörk­uðum þar sem fyr­ir­tæki bænda hafa ekki notið þeirrar gríð­ar­legu verndar sem MS hefur notið á und­an­förnum árum með tolla­vernd og und­an­þágu­heim­ildum frá sam­keppn­is­lög­um, í raun ein­ok­un­ar­stöð­u.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent