Starfsmaður Landspítalans greindist með kóórnuveiruna í gær, en deildin þar sem smitið kom upp hefur verið lokað. Fréttastofa Vísis greindi fyrst frá.
Samkvæmt frétt Vísis hefur hópur starfsmanna og sjúklinga verið sendur í sýnatöku vegna smitsins og stendur smitrakning yfir. Búast má við niðurstöðu úr sýnatöku síðdegis í dag.
Vísir hefur eftir Önnu Sigrúnu Baldursdóttur, aðstoðarmanni forstjóra Landspítala að hinn smitaði hafði ekki komið frá útlöndum nýlega, en strangar reglur gildi um það þegar starfsmenn spítalans koma að utan. „Það sem er mikilvægt í þessu er að veiran er úti í samfélaginu,“ segir Anna.
Anna segir að smitið hafi komið upp á dagdeild, en starfsmenn og sjúklingar sem voru útsettir fyrir smitinu fara í sóttkví.