Ríkisstjórnin ætlar að skipa vinnuhóp um greiningu á arðsemi bankanna

Hreinar þjónustu- og þóknanatekjur stóru bankanna þriggja voru 37,1 milljarður króna í fyrra. Á ríkisstjórnarfundi voru kynnt áform um að skipa vinnuhóp sem á að greina arðsemi þeirra og bera hana saman við sambærilegur tekjur hjá norrænum bönkum.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nóvember 2021
Auglýsing

Á fundi rík­is­stjórn­ar­innar á föstu­dag voru kynnt áform um skipun vinnu­hóps um grein­ingu á arð­semi íslensku bank­anna. Málið heyrir undir Lilju Alfreðs­dótt­ur, menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra, en hún fer með mál­efni banka- sam­keppn­is- og neyt­enda­mála í rík­is­stjórn­inn­i. 

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans á hóp­ur­inn, sem hefur enn ekki verið skip­að­ur, að skoða þjón­ustu- og þókn­ana­tekjur íslensku bank­anna og bera þær saman við sam­bæri­legar tekjur banka á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Búist er við því að starfs­hóp­ur­inn verði að störfum í nokkra mán­uði.

Þjón­ustu- og þókana­tekjur eru einn stærsti póst­ur­inn í tekjum banka. Þar er um að ræða þókn­­­anir fyrir t.d. eigna­­­stýr­ingu og fyr­ir­tækja­ráð­­­gjöf en líka ýmis gjöld sem bank­arnir inn­heimta af þjón­ustu sem þeir veita heim­ilum og fyr­ir­tækjum lands­ins. 

Þessar tekjur uxu gríð­­­ar­­­lega á síð­­asta ári. Hjá Lands­­bank­­anum fóru þær úr 7,6 í 9,5 millj­­­arða króna og juk­ust því um 25 pró­­­sent milli ára. Þar skipti meðal ann­­­ars máli að samn­ingum um eigna­­­stýr­ingu fjölg­aði um fjórð­ung milli ára. Þjón­ustu- og þókn­ana­­­tekjur Íslands­­­banka hækk­­­uðu um 22,1 pró­­­sent og voru sam­tals 12,9 millj­­­arðar króna. Hreinar slíkar ­tekjur Arion juk­ust um 26,7 pró­­sent og voru 14,7 millj­­arðar króna. 

Sam­tals voru því hreinar þjón­ustu- og þókn­ana­­tekjur bank­anna þriggja 37,1 millj­­arður króna.

Vill að Sam­keppn­is­eft­ir­litið skoði hegðun bank­anna

Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands, fjall­aði um þessi mál í grein sem hann skrif­aði í Vís­bend­ingu í mars síð­ast­liðn­um. 

Þar sagði hann fákeppni ríkja í flestum atvinn­u­­greinum á Íslandi, vegna smæðar hag­­kerf­is­ins og fyr­ir­komu­lags geng­is­­mála. Af þeirri fákeppni skap­­ast renta sem eykur ráð­­stöf­un­­ar­­tekjur þeirra sem ráða yfir fákeppn­is­­fyr­ir­tækj­unum og skekkir smám saman dreif­ingu eigna.

Auglýsing
Banka­kerfið er dæmi um slíka fákeppni, en Gylfi segir að þar geti bank­­arnir farið sínu fram og aukið eigin arð­­semi með ógagn­­sæjum verð­­skrám og ósam­hverfum upp­­lýs­ingum um gjald­­skrár og vaxta­mun án þess að við­­skipta­vinir þeirra geti rönd við reist.

Í því sam­hengi nefndi Gylfi greiðslu­mið­l­un, en sam­­kvæmt honum skiptir miklu máli fyrir lífs­­kjör Íslend­inga að til sé ódýr inn­­­lend leið til að miðla greiðsl­­um. Til þess að svo megi verða sagði Gylfi að stjórn­­völd þurfi þá að koma slíkri greiðslu­miðlun á fót eða ákvarða hvaða verð fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki megi rukka fyrir hana. Reyn­ist það ómög­u­­legt ætti að hafa beint eft­ir­lit með mið­l­un­inni líkt og tíðkast í öðrum lönd­­um.

Gylfi sagði einnig að mik­ill hagn­aður bank­anna í fyrra veki athygli, sem hefði verið mun minni ef rík­­is­­stjórnin hefði ekki styrkt fyr­ir­tæki í ferða­­þjón­­ustu og tengdum grein­­um. „En þá er varla sjálf­­sagt að eig­endur bank­anna haldi veislu í lok far­­sóttar með arð­greiðslum vegna góðs gengis á tímum þegar sam­­fé­lagið var lam­að.“ 

Á sama tíma og arð­­semi bank­anna hafi verið mikil hafi þeir einnig lækkað rekstr­­ar­­kostnað sinn með því að skera niður í starf­­semi úti­­­bú­anna sinna og með því að fækka starfs­fólki. „En hvar liggur ábat­inn af minni kostn­aði bank­anna? Hefur vaxta­munur verið minn­k­aður eða þjón­ust­u­­gjöld læk­uð? [...] Full ástæða er fyrir Sam­keppn­is­eft­ir­lit að rann­saka hegðun bank­anna eins og eft­ir­litið fór ofan í saumana á rekstri olíu­­­fé­lag­anna fyrir nokkrum árum.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent