„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“

Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

Drífa Snædal, for­seti ASÍ, áréttar í viku­legum pistli sínum að víst sé „nóg til“ en Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur sett spurn­ing­ar­merki við slag­orð verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar „það er nóg til“ og vísað þeirri full­yrð­ingu á bug.

Bjarni var gestur mark­að­ar­ins á Hring­braut þann 12. maí síð­ast­lið­inn en í því við­tali sagð­ist hann sjá í fjár­mála­ráðu­neyt­inu að það væri alls ekki nóg til. „Það vantar 300 millj­arða á ári, til þess að það sé nóg til. Til þess að það verði nóg til þá þarf að auka umsvifin og passa upp á að það verði til verð­mæt störf.“ Sagði hann á að til að hag­vöxtur yrði á ný væri mik­il­vægt að halda rétt á spöð­unum í efna­hags­mál­um.

„Áður en ráða­menn og fyr­ir­tækja­eig­endur þessa lands fara að gagn­rýna slag­orð verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar „það er nóg til” legg ég til þessi við­brögð í stað­inn: Að inn­leiða skyldu á fyr­ir­tæki um að greina frá launa­bili innan fyr­ir­tækja og setja sér stefnu um ásætt­an­legt launa­bil. Enn fremur að lækka ofur­laun og taka á bón­usum og ofurarð­greiðsl­um. Að sama skapi þarf fjár­mála­ráð­herra að svara því af hverju verið er að lækka gjöld á þá sem eru aflögu­færir (fjár­magnstekju­skatt, hluta­bréfa­kaup­end­ur, atvinnu­rek­endur í gegnum trygg­ing­ar­gjald hvort sem þeir þurfa aðstoð eða ekki o.s.frv.) á meðan rík­is­sjóður er rek­inn með tapi,“ skrifar Drífa.

Auglýsing

„Veik­ing skatt­rann­sókna er svo kap­ít­uli út af fyrir sig þegar skattaund­an­skot eru metin af fjár­mála­ráðu­neyt­inu á 3 til 7 pró­sent af lands­fram­leiðslu. Það má líka vinda ofan af mark­aðsvæð­ingu hús­næð­is­mark­að­ar­ins þannig að fólk hafi í raun mögu­leika á öryggi í sínu dag­lega lífi óháð tekj­um. Krafan um mann­sæm­andi laun er krafan um öryggi, sann­girni og lífs­gæð­i,“ heldur hún áfram.

Spyr hún jafn­framt til hvers ráða­menn séu ef ekki til að skilja þetta grund­vall­ar­at­riði í lífi almenn­ings. „Ef ráða­menn og atvinnu­rek­endur vilja fleiri góð ráð er af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Lestur Fréttablaðsins á leið undir 30 prósent og verðhækkanir á prentun blaða framundan
Frá byrjun árs 2018 hefur lestur Fréttablaðsins aukist á milli mánaða í fimm skipti en dalað 39 sinnum. Útgáfufélag blaðsins tapaði um 800 milljónum króna á árunum 2019 og 2020.
Kjarninn 16. október 2021
Bankarnir bjóða ekki lengur upp á lægstu vextina
Í byrjun árs í fyrra voru óverðtryggð lán 27,5 prósent af heildaríbúðalánum til heimila. Nú er hlutfallið komið yfir 50 prósent. Þessi breyting gæti stuðlað að því að Seðlabankinn þurfi ekki að hækka stýrivexti jafn skarpt til að slá á eftirspurn.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent