Afneitun helfararinnar sögð geta leitt til uppgangs nasisma

Í umsögn Gyðingasafnaðarins á Íslandi við frumvarp um bann við afneitun helfararinnar segir að aukin menntun og fræðsla í bland við fjölbreytni og umburðarlyndi sé meðalið við fordómum. Ein umsögn um frumvarpið var send inn algjörlega svert.

_mg_1110_raw_42_14097534298_o.jpg
Auglýsing

Gyð­inga­söfn­uð­ur­inn á Íslandi fagnar nýju frum­varpi um breyt­ingu á almennum hegn­ing­ar­lögum sem bannar afneitun helfar­ar­inn­ar. Þetta kemur fram í umsögn safn­að­ar­ins við frum­varpið sem rabbín­inn Avra­ham Feld­man sendir til Alþingis fyrir hönd safn­að­ar­ins. Avra­ham seg­ist vera ánægður með laga­breyt­ing­ar­til­lög­una, honum finn­ist hún mik­il­væg og hann styðji hana heils­hug­ar.

Í umsögn­inni er afneitun helfar­ar­innar sögð vera hat­urs­orð­ræða sem geti leitt til upp­risu og fram­gangs nas­isma. Það sé á ábyrgð alls mann­kyns að tryggja það að ras­ismi og hatur fái ekki þrif­ist í sam­fé­lag­inu. Því megi ná fram með auk­inni menntun og fræðslu auk þess sem gefa þurfi fjöl­breytni og umburð­ar­lyndi hátt undir höfði. Þá sé mik­il­vægt að stöðva nas­isma um leið og vart verður við hann.

Auglýsing

Sekt eða fang­els­is­vist í allt að tvö ár.

Með frum­varp­inu er lagt til að ný grein fari inn í almenn hegn­ing­ar­lög og er greinin á þessa leið: „Hver sá sem opin­ber­lega afneit­ar, gróf­lega gerir lítið úr, eða reynir að rétt­læta eða sam­þykkja þjóð­ar­morð sem framin voru á vegum þýska nas­ista­flokks­ins í síð­ari heims­styrj­öld­inni skal sæta sektum eða fang­elsi allt að 2 árum.“

Frum­varpið var lagt fram í jan­úar af þing­flokki Sam­fylk­ing­ar, Andr­ési Inga Jóns­syni, þing­manni Pírata sem þá var utan flokka, og Þor­björgu Sig­ríði Gunn­laugs­dótt­ur, þing­konu Við­reisn­ar. Fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins er Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir.

Tak­mörkun tján­ing­ar­frels­is­ins stand­ist stjórn­ar­skrá

Sér­stak­lega er vikið að tján­ing­ar­frels­inu í grein­ar­gerð frum­varps­ins og rök færð fyrir því hvers vegna sú tak­mörkun á tján­ing­ar­frels­inu sem fólgin er í frum­varp­inu stand­ist stjórn­ar­skrá. Í fyrsta lagi er sagt að frum­varpið full­nægi laga­á­skiln­aði þriðju máls­greinar 73. greinar stjórn­ar­skrár­innar til að tak­marka tján­ing­ar­frels­ið. Í þeirri máls­grein er að finna þrjú skil­yrði fyrir því að tján­ing­ar­frels­inu séu settar skorð­ur: „Tján­ing­ar­frelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu alls­herj­ar­reglu eða öryggis rík­is­ins, til verndar heilsu eða sið­gæði manna eða vegna rétt­inda eða mann­orðs ann­arra, enda telj­ist þær nauð­syn­legar og sam­rým­ist lýð­ræð­is­hefð­u­m.“

Þá er í grein­ar­gerð­inni sagt að frum­varpið hafi þann til­gang að vernda rétt­indi eða mann­orð ann­arra, sem er eitt af skil­yrð­unum sem minnst var á áður, þar sem frum­varp­inu er ætlað að koma í veg fyrir að brotið sé gegn æru og mann­orði þeirra sem urðu fyrir glæpum helfar­ar­inn­ar. Einnig er sagt að tak­mörk­unin sam­ræm­ist lýð­ræð­is­hefðum því hún felur í sér bann við því að afneita opin­ber­lega einna verstu glæpum sem framdir hafa verið gegn mann­kyni, eins og segir í grein­ar­gerð. Nauð­syn­legt sé að „standa vörð um sögu þess­ara hörm­unga sem áttu sér stað á tímum seinni heims­styrj­ald­ar­innar og koma í veg fyrir að unnt verði að grafa undan henni, gera lítið úr, rang­færa eða falsa svo að slíkir atburðir end­ur­taki sig aldrei.“

Refsi­vert að afneita hel­för­inni í fjöl­mörgum Evr­ópu­ríkjum

Vísað er í dóm Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í máli Pastörs gegn Þýska­landi frá árinu 2019 í grein­ar­gerð­inni. Pastörs dró í efa til­vist helfar­ar­innar í ræðu sem hann flutti árið 2010 en hann var þing­maður í Þýska­landi. Pastörs var í kjöl­farið dæmdir í átta mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi fyrir að hafa brotið gegn þýskum hegn­ing­ar­lögum með tján­ingu sinni. Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn komst að þeirri nið­ur­stöðu að bann við tján­ingu Pastörs sam­ræmd­ist mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.

„Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu taldi full­yrð­ingar hans fela í sér van­virð­ingu gagn­vart fórn­ar­lömbum helfar­ar­inn­ar. Í dóm­inum kom meðal ann­ars fram að Pastörs hefði vilj­andi haft í frammi ósann­indi til að varpa rýrð á gyð­inga og þær ofsóknir sem þeir urðu fyrir í seinni heims­styrj­öld­inni. Jafn­framt taldi Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn að með sak­fell­ing­unni hefðu við­brögð þýskra yfir­valda verið í sam­ræmi við með­al­hóf og ekki farið í bága við áskilnað um að þau væru nauð­syn­leg í lýð­ræð­is­legu þjóð­fé­lag­i,“ segir í grein­ar­gerð.

Þá eru þar talin upp þau Evr­ópu­ríki sem hafa gert það refsi­vert að afneita eða rétt­læta hel­för­ina, þjóð­ar­morð eða stríðs­glæpi. Það eru Aust­ur­ríki, Belgía, Frakk­land, Grikk­land, Holland, Ítal­ía, Ísra­el, Liechten­stein, Litá­en, Lúx­em­borg, Pól­land, Portú­gal, Rúm­en­ía, Rúss­land, Slóvakía, Spánn, Sviss, Tékk­land, Ung­verja­land, Úkra­ína og Þýska­land.

Ein umsögn um frum­varpið svert

Áður hefur verið fjallað um umsögn sem barst um frum­varpið sem er á „Alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd Alþing­is, rit­skoð­un­ar­deild“ en umsögnin er öll svert. Í svari Rögnu Árna­dóttur við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um ástæður þess að umsögnin sé svert kemur fram að umsögnin sé birt eins og hún barst Alþingi. Hún hefur því verið send inn yfir­strik­uð.

Í frétt RÚV frá því fyrr í þessum mán­uði segir að umsögn um svipað efni hafi verið fjar­lægð af vef Alþingis í des­em­ber. Sú umsögn var send inn við þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um sér­stakan minn­ing­ar­dag um fórn­ar­lömb helfar­ar­inn­ar. Laga­skrif­stofa Alþingis hafi kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að ekki væri hægt að úti­loka að í umsögn­inni fælist hat­urs­orð­ræða. Því var lagt til að Alþingi birti ekki þá umsögn enda bannað með lögum að breiða út hat­urs­orð­ræðu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent