Allar takmarkanir á samkomum innanlands falla niður á morgun

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að frá og með morgundeginum falli úr gildi allar takmarkanir á samkomum innanlands. „Í raun erum við að endurheimta á ný það samfélag sem okkur er eðlilegt að búa í og sem við höfum þráð.“

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hefur ákveðið að frá og með morg­un­deg­inum falli úr gildi allar tak­mark­anir á sam­komum inn­an­lands. Þetta kemur fram á vef Stjórn­ar­ráðs­ins en nú stendur yfir blaða­manna­fundur um aflétt­ingu sótt­varna og aðgerðir á landa­mær­un­um.

Í þessu felst meðal ann­ars fullt afnám grímu­skyldu, nánd­ar­reglu og fjölda­tak­mark­ana. „Í raun erum við að end­ur­heimta á ný það sam­fé­lag sem okkur er eðli­legt að búa í og sem við höfum þráð, allt frá því að heim­ildir sótt­varna­laga til að tak­marka sam­komur voru virkj­aðar vegna heims­far­ald­urs fyrir rúmu ári, þann 16. mars 2020,“ segir heil­brigð­is­ráð­herra. Ákvörðun um aflétt­ingu allra sam­komu­tak­mark­ana er í sam­ræmi við til­lögur sótt­varna­lækn­is. Þann 1. júlí taka gildi breyttar reglur varð­andi sýna­tökur á landa­mær­um.

Í til­kynn­ing­unni á vef Stjórn­ar­ráðs­ins kemur enn fremur fram að um 87 pró­sent þeirra sem áformað er að bólu­setja hafi nú fengið a.m.k. eina sprautu, um 60 pró­sent séu full­bólu­sett gegn COVID-19 og nú ættu öll sem ekki var áður búið að bjóða bólu­setn­ingu að hafa fengið slíkt boð. Áætl­anir stjórn­valda um fram­gang bólu­setn­ingar og aflétt­ingu sam­komu­tak­mark­ana hafi því gengið eftir að fullu.

Auglýsing

„Tak­mark­anir inn­an­lands vegna COVID-19 hafa verið breyti­legar á tíma heims­far­ald­urs­ins eftir stöð­unni hverju sinni. Nánd­ar­regla og fjölda­tak­mark­anir hafa verið við­var­andi allt tíma­bil­ið, grímu­skylda í ein­hverri mynd hefur gilt um langa hríð. Tak­mark­an­irnar hafa gert það að verkum að allri mögu­legri starf­semi hefur verið þröngt snið­inn stakkur og á tíma­bilum legið alveg niðri. Menn­ing­ar­líf, íþrótta­starf, skóla­starf, veit­inga­rekst­ur, ferða­þjón­usta og fjöl­margt annað hefur markast af gild­andi reglum um sam­komu­tak­mark­anir á hverjum tíma. Með ákvörðun heil­brigð­is­ráð­herra um aflétt­ingu allra sam­komu­tak­mark­ana verða reglur um sam­komur ekki háðar öðrum tak­mörk­unum en almennt gilda í sam­fé­lag­inu og giltu áður en heims­far­ald­ur­inn skall á,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Sýna­töku verður hætt hjá börnum á landa­mær­unum

Heil­brigð­is­ráð­herra hefur jafn­framt ákveðið breyt­ingar á sótt­varna­reglum á landa­mærum sem taka gildi 1. júlí og gilda til 15. ágúst. Þessar breyt­ingar eru einnig í sam­ræmi við minn­is­blað sótt­varna­lækn­is.

  • Þann 1. júlí verður sýna­tökum hætt hjá þeim sem fram­vísa gildum vott­orðum um bólu­setn­ingu með bólu­efnum sem Lyfja­stofnun Evr­ópu og/eða WHO hafa við­ur­kennt. Bólu­setn­ing telst gild tveimur vikum eftir að hlut­að­eig­andi fékk síð­ari skammt bólu­efn­is, en hafi fólk verið bólu­sett með bólu­efni Jans­sen þarf ein vika að hafa liðið frá bólu­setn­ingu.
  • Sýna­töku verður hætt hjá börnum sem fædd eru 2005 eða síð­ar.
  • Þau sem fram­vísa gildum vott­orðum um bólu­setn­ingu og fyrri sýk­ingu af völdum COVID-19 og börn fædd 2005 og síðar þurfa ekki að fram­vísa nei­kvæðum PCR-vott­orðum við kom­una til lands­ins frá og með 1. júlí.
  • Í til­vikum þeirra sem ekki geta fram­vísað gildum vott­orðum um bólu­setn­ingu gegn COVID-19 eða fyrri COVID-19 sýk­ingu þarf áfram að fram­vísa nei­kvæðu PCR-vott­orði við byrð­ingu og á landa­mærum, und­ir­gang­ast skimun með PCR-­prófi við kom­una til lands­ins og dvelja í sótt­kví í 5 daga og und­ir­gang­ast seinni skimun að henni lok­inni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent