Allar takmarkanir á samkomum innanlands falla niður á morgun

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að frá og með morgundeginum falli úr gildi allar takmarkanir á samkomum innanlands. „Í raun erum við að endurheimta á ný það samfélag sem okkur er eðlilegt að búa í og sem við höfum þráð.“

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hefur ákveðið að frá og með morg­un­deg­inum falli úr gildi allar tak­mark­anir á sam­komum inn­an­lands. Þetta kemur fram á vef Stjórn­ar­ráðs­ins en nú stendur yfir blaða­manna­fundur um aflétt­ingu sótt­varna og aðgerðir á landa­mær­un­um.

Í þessu felst meðal ann­ars fullt afnám grímu­skyldu, nánd­ar­reglu og fjölda­tak­mark­ana. „Í raun erum við að end­ur­heimta á ný það sam­fé­lag sem okkur er eðli­legt að búa í og sem við höfum þráð, allt frá því að heim­ildir sótt­varna­laga til að tak­marka sam­komur voru virkj­aðar vegna heims­far­ald­urs fyrir rúmu ári, þann 16. mars 2020,“ segir heil­brigð­is­ráð­herra. Ákvörðun um aflétt­ingu allra sam­komu­tak­mark­ana er í sam­ræmi við til­lögur sótt­varna­lækn­is. Þann 1. júlí taka gildi breyttar reglur varð­andi sýna­tökur á landa­mær­um.

Í til­kynn­ing­unni á vef Stjórn­ar­ráðs­ins kemur enn fremur fram að um 87 pró­sent þeirra sem áformað er að bólu­setja hafi nú fengið a.m.k. eina sprautu, um 60 pró­sent séu full­bólu­sett gegn COVID-19 og nú ættu öll sem ekki var áður búið að bjóða bólu­setn­ingu að hafa fengið slíkt boð. Áætl­anir stjórn­valda um fram­gang bólu­setn­ingar og aflétt­ingu sam­komu­tak­mark­ana hafi því gengið eftir að fullu.

Auglýsing

„Tak­mark­anir inn­an­lands vegna COVID-19 hafa verið breyti­legar á tíma heims­far­ald­urs­ins eftir stöð­unni hverju sinni. Nánd­ar­regla og fjölda­tak­mark­anir hafa verið við­var­andi allt tíma­bil­ið, grímu­skylda í ein­hverri mynd hefur gilt um langa hríð. Tak­mark­an­irnar hafa gert það að verkum að allri mögu­legri starf­semi hefur verið þröngt snið­inn stakkur og á tíma­bilum legið alveg niðri. Menn­ing­ar­líf, íþrótta­starf, skóla­starf, veit­inga­rekst­ur, ferða­þjón­usta og fjöl­margt annað hefur markast af gild­andi reglum um sam­komu­tak­mark­anir á hverjum tíma. Með ákvörðun heil­brigð­is­ráð­herra um aflétt­ingu allra sam­komu­tak­mark­ana verða reglur um sam­komur ekki háðar öðrum tak­mörk­unum en almennt gilda í sam­fé­lag­inu og giltu áður en heims­far­ald­ur­inn skall á,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Sýna­töku verður hætt hjá börnum á landa­mær­unum

Heil­brigð­is­ráð­herra hefur jafn­framt ákveðið breyt­ingar á sótt­varna­reglum á landa­mærum sem taka gildi 1. júlí og gilda til 15. ágúst. Þessar breyt­ingar eru einnig í sam­ræmi við minn­is­blað sótt­varna­lækn­is.

  • Þann 1. júlí verður sýna­tökum hætt hjá þeim sem fram­vísa gildum vott­orðum um bólu­setn­ingu með bólu­efnum sem Lyfja­stofnun Evr­ópu og/eða WHO hafa við­ur­kennt. Bólu­setn­ing telst gild tveimur vikum eftir að hlut­að­eig­andi fékk síð­ari skammt bólu­efn­is, en hafi fólk verið bólu­sett með bólu­efni Jans­sen þarf ein vika að hafa liðið frá bólu­setn­ingu.
  • Sýna­töku verður hætt hjá börnum sem fædd eru 2005 eða síð­ar.
  • Þau sem fram­vísa gildum vott­orðum um bólu­setn­ingu og fyrri sýk­ingu af völdum COVID-19 og börn fædd 2005 og síðar þurfa ekki að fram­vísa nei­kvæðum PCR-vott­orðum við kom­una til lands­ins frá og með 1. júlí.
  • Í til­vikum þeirra sem ekki geta fram­vísað gildum vott­orðum um bólu­setn­ingu gegn COVID-19 eða fyrri COVID-19 sýk­ingu þarf áfram að fram­vísa nei­kvæðu PCR-vott­orði við byrð­ingu og á landa­mærum, und­ir­gang­ast skimun með PCR-­prófi við kom­una til lands­ins og dvelja í sótt­kví í 5 daga og und­ir­gang­ast seinni skimun að henni lok­inni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent