Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal

Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.

Lögreglan
Auglýsing

Aðstand­endur Ásmund­ar­sal­ar, Aðal­heiður Magn­ús­dóttir og Sig­ur­björn Þor­kels­son, greina frá því í yfir­lýs­ingu sem þau sendu á fjöl­miðla í dag að ekki hafi verið brotið gegn reglum um fjölda­tak­mark­anir í salnum á Þor­láks­messu á síð­asta ári.

Enn fremur segir í til­kynn­ing­unni að ekki hafi verið brotið gegn reglum um opn­un­ar­tíma umrætt kvöld og að ekk­ert sam­kvæmi hafi verið haldið í lista­safn­inu umrætt kvöld. Aftur á móti hafi verið brotið gegn ákvæði um grímu­skyldu.

Þetta komi fram í nið­ur­stöðu lög­reglu­rann­sóknar vegna lista­sýn­ingar umrætt kvöld í Ásmund­ar­sal. „Við höfum áður geng­ist við því að ekki var nægi­lega gætt að því að allir gestir bæru grímu öllum stundum í öllum rýmum lista­sýn­ing­ar­inn­ar. Munum við því greiða sekt­ina og ljúka mál­inu, sem nú hefur verið til rann­sóknar í um hálft ár, með þeim hætt­i.“

Auglýsing

Fram kom í fjöl­miðlum fyrr í dag að ákæru­svið lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu væri búið að afgreiða málið og nið­ur­staða í því lægi fyr­ir. Lög­reglan neit­aði hins vegar að upp­lýsa um hver nið­ur­staðan væri og bar fyrir sig að hún gæti ekki upp­lýst um afgreiðslu ein­stakra mála.

Nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu tók starfs­hætti lög­reglu til skoð­unar

Fram kemur hjá Aðal­heiði og Sig­ur­birni að nið­ur­staða lög­reglu stað­festi að dag­bók­ar­færsla um afskipti lög­reglu­þjóna af fólki á lista­sýn­ing­unni hafi verið efn­is­lega röng.

„Engar ávirð­ingar um brot á opn­un­ar­tíma eða fjölda­tak­mörk­unum koma fram í nýfeng­inni nið­ur­stöðu emb­ætt­is­ins vegna máls­ins. Í nið­ur­stöð­unni er aðstand­endum safns­ins boðið að ljúka máli vegna brots á 4. grein reglu­gerðar um tak­mörkun á sam­komum vegna far­sóttar með sekt­ar­gerð. Umrætt ákvæði snýr að grímu­skyldu. Önnur brot á sótt­varn­ar­reglum voru ekki framin umrætt kvöld, líkt og stað­fest er í nið­ur­stöð­unni.

Nið­ur­staðan er í sam­ræmi við það sem við höfum bent á allt frá birt­ingu dag­bók­ar­færslu lög­reglu á aðfanga­dags­morg­un, þar sem full­yrt var að haldið hefði verið sam­kvæmi, of margir verið á staðnum og lög­boðnum lok­un­ar­tíma ekki sinnt,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Þá hafi reglur um fjölda­tak­mark­anir ekki verið brotn­ar, „enda máttu versl­anir taka á móti 5 manns á hverja 10 m² en að hámarki 100 manns umrætt sinn. Enn fremur máttu versl­anir hafa opið til klukkan 23 á Þor­láks­messu, eins og víða var í mið­borg Reykja­vík­ur.“

Að lokum greina þau frá því að nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu hafi tekið starfs­hætti lög­reglu til skoð­unar og gert alvar­legar athuga­semdir við hátt­semi lög­reglu­þjóna og vinnu­brögð emb­ætt­is­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent