Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu

Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Auglýsing

Ákærusvið lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er búið að afgreiða hið svokallaða Ásmundarsalar-mál og niðurstaða í því liggur fyrir. Lögreglan neitar hins vegar að upplýsa um hver niðurstaðan er og ber fyrir sig að hún geti ekki upplýst um afgreiðslu einstakra mála. 

Frá þessu er greint á vef RÚV.

Fyrir liggur að málið hefur annað hvort verið afgreitt með sekt eða það hefur verið fellt niður. Eigendur Ásmundarsalar vildu ekki tjá sig við RÚV um niðurstöðuna en annars þeirra sagði að hugsanlega yrði send út yfirlýsing síðar. Á Vísi er hins vegar greint frá því að hlutaðeigandi aðilum hafi verið boðið að gangast undir svokallaða lögreglustjórasátt, sem felur í sér sektargreiðslu og þá niðurstöðu að brot hafi verið framið. Á Vísi segir að það sé ekki ljóst hverjum verði gert að greiða sektina á þessari stundu, hvort það verði einungis rekstraraðilar Ásmundarsalar eða hvort gestum verði líka gert að greiða sektir.

Málið á rætur sínar að rekja til þess að lögreglan greindi frá því í upplýsingapósti úr dagbók lögreglu að morgni aðfangadags 2020 að lögregla hefði verið kölluð til klukkan 22:25 á Þorláksmessu vegna samkvæmis í sal í útleigu í miðbæ Reykjavík. Í póstinum stóð að veitingarekstur í salnum væri í flokki sem ætti að vera lokaður á þessum tíma vegna sóttvarnarreglna. „Í ljós kom að á milli 40-50 gestir voru samankomin í salnum, þar á meðal einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Töluverð ölvun var í samkvæminu og voru flestir gestanna með áfengi við hönd. Lögreglumenn veittu athygli að enginn gestanna var með andlitsgrímur fyrir andliti. Lögreglumenn sögðu að nánast hvergi voru fjarlægðartakmörk virt. Lögreglumenn sáu aðeins 3 sprittbrúsa í salnum. Lögreglumenn ræddu við ábyrgðarmenn skemmtunarinnar og þeim kynnt að skýrsla yrði rituð. Þá var gestum vísað út. Þegar að gestir gengu út voru flestir búnir að setja upp andlitsgrímu. Gestirnir kvöddust margir með faðmlögum og einhverjir með kossum. Einn gestanna var ósáttur með afskipti lögreglu og líkti okkur við nasista.“

Ráðherrann var formaður Sjálfstæðisflokksins

Um tíuleytið á aðfangadagsmorgun fóru að birtast fréttir, á Vísi og vef Frétta­blaðsins, um að ráðherrann í samkvæminu hefði verið Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra.

Skömmu síðar birti Bjarni stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hann gekkst við því að hafa verið á meðal gesta í samkvæminu. Þar sagði: „Á heim­leið úr mið­borg­inni í gær­kvöldi fengum við Þóra sím­tal frá vina­hjón­um, sem voru stödd á lista­safn­inu í Ásmund­ar­sal og vildu gjarnan að við litum inn til þeirra og köst­uðum á þau jóla­kveðju. Þegar við komum inn og upp í sal­inn í gær­kvöldi hefði mér átt að verða ljóst að þar voru fleiri en reglur gera ráð fyr­ir.

Auglýsing
Eins og lesa má í fréttum kom lög­reglan og leysti sam­kom­una upp. Og rétti­lega. Þarna hafði of margt fólk safn­ast sam­an.

Ég hafði verið í hús­inu í um fimmtán mín­útur og á þeim tíma fjölg­aði gest­un­um. Rétt við­brögð hefðu verið að yfir­gefa lista­safnið strax þegar ég átt­aði mig á að fjöld­inn rúm­að­ist ekki innan tak­mark­ana. Það gerði ég ekki og ég biðst inni­lega afsök­unar á þeim mis­tök­um.“

Lögreglan hóf formlega rannsókn

Lögreglan hóf formlega rannsókn á mögulegu sóttvarnarbroti í Ásmundarsal á Þorláksmessu og gerði grein fyrir því í tilkynningu 30. desember. Þar kom fram að rannsóknin myndi meðal annars fela í sér að yfir­fara upp­tökur úr búk­mynda­vélum lög­reglu­manna með til­liti til brota á sótt­vörn­um.

Þeirri rannsókn lauk í janúar og var málið í kjölfar sent ákærusviði lögreglunnar 22. janúar sem átti að taka ákvörðun um hvort sektir yrðu gefnar út eða ekki. 

Nú, fimm mánuðum síðar, liggur niðurstaða fyrir en lögreglan neitar að upplýsa um hver hún er. 

Dómsmálaráðherra hringdi í lögreglustjórann

Þann 23. febrúar opin­ber­aði RÚV að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefði hringt tví­­­­­vegis í Höllu Berg­þóru Björnsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, á aðfanga­dag 2020 í kjöl­far þess að lög­­­reglan hafði greint fjöl­miðlum frá því að „hátt­­­virkur ráð­herra“ hefði verið staddur í sam­­­kvæmi í Ásmund­­­ar­­­sal kvöldið áður. 

Auglýsing
Áslaug Arna sagði í við RÚV að sam­­­töl hennar við lög­­­­­reglu­­­stjór­ann hafi verið vegna spurn­inga sem hún hafði um verk­lag og upp­­­lýs­inga­­­gjöf við gerð dag­bók­ar­færslna lög­reglu. „Fjöl­miðlar spurðu mig hvort hún væri eðli­leg. Ég þekkti ekki verk­lag dag­bók­ar­færslna lög­regl­unnar og spurði aðeins um það.“

Kjarninn greindi frá því á mars að í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn miðilsins hafi ekki komið skýrt fram hvort allir helstu fjölmiðlar landsins, sem hún segir að hafi sett sig í samband við hana á aðfangadag, hafi spurt sér­stak­lega út í verk­lags­reglur lög­reglu í tengslum við dag­bók­ar­færslu lögreglunnar á aðfangadag. Í skriflegu svari sagði Áslaug Arna: „„Þegar ljóst var hvers eðlis málið var og hvernig það var að þró­ast þennan sama dag, taldi ég ekki við hæfi að tjá mig um það – hvorki um dag­bók­ar­færsl­una sjálfa né aðra anga máls­ins.“

Vegna þessa var Áslaug Arna boðuð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Hún kom fyrir nefndina snemma í mars. Hún sagði í áðurnefndu skriflegu svari við fyrirspurn Kjarnans um málið að hún hefði ekki átt sam­skipti við Bjarna áður en hún átti sam­skipti við lög­reglu­stjóra, en að hún hafi átt sam­skipti við Bjarna síðar á aðfanga­dag.

Í viðtali við RÚV eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar var hins vegar haft eftir dóms­mála­ráð­herra að hún hafi vitað að það var Bjarni sem hafði verið í Ásmund­ar­sal á Þor­láks­messu áður en hún hringdi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent