Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu

Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Auglýsing

Ákæru­svið lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er búið að afgreiða hið svo­kall­aða Ásmund­ar­sal­ar-­mál og nið­ur­staða í því liggur fyr­ir. Lög­reglan neitar hins vegar að upp­lýsa um hver nið­ur­staðan er og ber fyrir sig að hún geti ekki upp­lýst um afgreiðslu ein­stakra mála. 

Frá þessu er greint á vef RÚV.

Fyrir liggur að málið hefur annað hvort verið afgreitt með sekt eða það hefur verið fellt nið­ur. Eig­endur Ásmund­ar­salar vildu ekki tjá sig við RÚV um nið­ur­stöð­una en ann­ars þeirra sagði að hugs­an­lega yrði send út yfir­lýs­ing síð­ar. Á Vísi er hins vegar greint frá því að hlut­að­eig­andi aðilum hafi verið boðið að gang­ast undir svo­kall­aða lög­reglu­stjóra­sátt, sem felur í sér sekt­ar­greiðslu og þá nið­ur­stöðu að brot hafi verið framið. Á Vísi segir að það sé ekki ljóst hverjum verði gert að greiða sekt­ina á þess­ari stundu, hvort það verði ein­ungis rekstr­ar­að­ilar Ásmund­ar­salar eða hvort gestum verði líka gert að greiða sekt­ir.

Málið á rætur sínar að rekja til þess að lög­reglan greindi frá því í upp­lýs­inga­pósti úr dag­bók lög­reglu að morgni aðfanga­dags 2020 að lög­regla hefði verið kölluð til klukkan 22:25 á Þor­láks­messu vegna sam­kvæmis í sal í útleigu í miðbæ Reykja­vík. Í póst­inum stóð að veit­inga­rekstur í salnum væri í flokki sem ætti að vera lok­aður á þessum tíma vegna sótt­varn­ar­reglna. „Í ljós kom að á milli 40-50 gestir voru sam­an­komin í saln­um, þar á meðal einn hátt­virtur ráð­herra í rík­is­stjórn Íslands. Tölu­verð ölvun var í sam­kvæm­inu og voru flestir gest­anna með áfengi við hönd. Lög­reglu­menn veittu athygli að eng­inn gest­anna var með and­lits­grímur fyrir and­liti. Lög­reglu­menn sögðu að nán­ast hvergi voru fjar­lægð­ar­tak­mörk virt. Lög­reglu­menn sáu aðeins 3 spritt­brúsa í saln­um. Lög­reglu­menn ræddu við ábyrgð­ar­menn skemmt­un­ar­innar og þeim kynnt að skýrsla yrði rit­uð. Þá var gestum vísað út. Þegar að gestir gengu út voru flestir búnir að setja upp and­lits­grímu. Gest­irnir kvödd­ust margir með faðm­lögum og ein­hverjir með koss­um. Einn gest­anna var ósáttur með afskipti lög­reglu og líkti okkur við nas­ista.“

Ráð­herr­ann var for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins

Um tíu­leytið á aðfanga­dags­morgun fóru að birt­ast frétt­ir, á Vísi og vef Frétta­­blaðsins, um að ráð­herr­ann í sam­kvæm­inu hefði verið Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Skömmu síðar birti Bjarni stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hann gekkst við því að hafa verið á meðal gesta í sam­kvæm­inu. Þar sagði: „Á heim­­leið úr mið­­borg­inni í gær­­kvöldi fengum við Þóra sím­­tal frá vina­hjón­um, sem voru stödd á lista­safn­inu í Ásmund­­ar­­sal og vildu gjarnan að við litum inn til þeirra og köst­uðum á þau jóla­­kveðju. Þegar við komum inn og upp í sal­inn í gær­­kvöldi hefði mér átt að verða ljóst að þar voru fleiri en reglur gera ráð fyr­­ir.

Auglýsing
Eins og lesa má í fréttum kom lög­­reglan og leysti sam­kom­una upp. Og rétt­i­­lega. Þarna hafði of margt fólk safn­­ast sam­­an.

Ég hafði verið í hús­inu í um fimmtán mín­útur og á þeim tíma fjölg­aði gest­un­­um. Rétt við­brögð hefðu verið að yfir­­­gefa lista­safnið strax þegar ég átt­aði mig á að fjöld­inn rúm­að­ist ekki innan tak­­mark­ana. Það gerði ég ekki og ég biðst inn­i­­lega afsök­unar á þeim mis­­tök­­um.“

Lög­reglan hóf form­lega rann­sókn

Lög­reglan hóf form­lega rann­sókn á mögu­legu sótt­varn­ar­broti í Ásmund­ar­sal á Þor­láks­messu og gerði grein fyrir því í til­kynn­ingu 30. des­em­ber. Þar kom fram að rann­sóknin myndi meðal ann­ars fela í sér að yfir­­fara upp­­­tökur úr búk­­mynda­­vélum lög­­­reglu­­manna með til­­liti til brota á sótt­­vörn­­um.

Þeirri rann­sókn lauk í jan­úar og var málið í kjöl­far sent ákæru­sviði lög­regl­unnar 22. jan­úar sem átti að taka ákvörðun um hvort sektir yrðu gefnar út eða ekki. 

Nú, fimm mán­uðum síð­ar, liggur nið­ur­staða fyrir en lög­reglan neitar að upp­lýsa um hver hún er. 

Dóms­mála­ráð­herra hringdi í lög­reglu­stjór­ann

Þann 23. febr­úar opin­ber­aði RÚV að Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra hefði hringt tví­­­­­­­vegis í Höllu Berg­þóru Björns­dótt­ur, lög­reglu­stjóra höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, á aðfanga­dag 2020 í kjöl­far þess að lög­­­­reglan hafði greint fjöl­miðlum frá því að „hátt­­­­virkur ráð­herra“ hefði verið staddur í sam­­­­kvæmi í Ásmund­­­­ar­­­­sal kvöldið áður. 

Auglýsing
Áslaug Arna sagði í við RÚV að sam­­­­töl hennar við lög­­­­­­­reglu­­­­stjór­ann hafi verið vegna spurn­inga sem hún hafði um verk­lag og upp­­­­lýs­inga­­­­gjöf við gerð dag­­bók­­ar­­færslna lög­­­reglu. „Fjöl­miðlar spurðu mig hvort hún væri eðli­­leg. Ég þekkti ekki verk­lag dag­­bók­­ar­­færslna lög­­regl­unnar og spurði aðeins um það.“

Kjarn­inn greindi frá því á mars að í svari dóms­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn mið­ils­ins hafi ekki komið skýrt fram hvort allir helstu fjöl­miðlar lands­ins, sem hún segir að hafi sett sig í sam­band við hana á aðfanga­dag, hafi spurt sér­­stak­­lega út í verk­lags­­reglur lög­­­reglu í tengslum við dag­­bók­­ar­­færslu lög­regl­unnar á aðfanga­dag. Í skrif­legu svari sagði Áslaug Arna: „„Þegar ljóst var hvers eðlis málið var og hvernig það var að þró­­ast þennan sama dag, taldi ég ekki við hæfi að tjá mig um það – hvorki um dag­­bók­­ar­­færsl­una sjálfa né aðra anga máls­ins.“

Vegna þessa var Áslaug Arna boðuð fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd. Hún kom fyrir nefnd­ina snemma í mars. Hún sagði í áður­nefndu skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið að hún hefði ekki átt sam­­skipti við Bjarna áður en hún átti sam­­skipti við lög­­­reglu­­stjóra, en að hún hafi átt sam­­skipti við Bjarna síðar á aðfanga­dag.

Í við­tali við RÚV eftir fund stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar var hins vegar haft eftir dóms­­mála­ráð­herra að hún hafi vitað að það var Bjarni sem hafði verið í Ásmund­­ar­­sal á Þor­láks­­messu áður en hún hringdi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent