Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu

Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.

Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Málefni einhverfra barna í Reykjavíkurborg voru til skoðunar hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu í vor eftir að fréttir bárust af því að 30 einhverf börn hefðu fengið „fyrirhugaða synjun“ um pláss í sérdeild í grunnskólum borgarinnar fyrir næsta haust.

Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Kjarnans segir að ráðuneytið hafi fylgst með þróun umræðu sem sprottið hefur upp vegna menntaúrræða fyrir börn á einhverfurófi.

„Ráðuneytið er í góðu samtali við viðkomandi sveitarfélag, sem annast rekstur grunnskóla samkvæmt lögum. Reykjavíkurborg hefur mál nemendanna til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra. Ráðherra lítur svo á að hér sé um mikilvægt samfélagslegt verkefni að ræða, brýnt sé að nemendum sé tryggt námsumhverfi sem hentar aðstæðum hvers og því tilliti þurfi allir að vinna saman með hagsmuni nemenda að leiðarljósi,“ segir í svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Auglýsing

Reiði og gremja hjá foreldrum

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra greindi frá því í óundirbúnum fyrirspurnatíma þann 10. maí síðastliðinn að hún hefði litið á þessi mál sérstaklega út frá eftirlitshlutverki ráðuneytisins og kannað hvernig þau gætu unnið að því frekar að stuðla að því að fleiri börn kæmust að út frá þeirri greiningu sem þau væru búin að fá.

Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins spurði hana sérstaklega út í málefni einhverfra barna í Reykjavíkurborg í fyrirspurn sinni en hann hafði í fórum sér bréf frá borginni til foreldra einhverfs barns um „fyrirhugaða synjun“ um pláss í sérdeild grunnskóla.

Kjarninn greindi frá óánægju foreldra með plássleysi í sérdeildunum í lok apríl en mikið færri komust að en vildu. Alls bárust 38 umsóknir í slíkt úrræði, sem var metfjöldi, en einungis 8 pláss voru laus fyrir næsta skólaár. Foreldrar þrjátíu barna fengu því „fyrirhugaða synjun“ frá Reykjavíkurborg og mátti greina mikla reiði og örvæntingu hjá þeim.

Brýnt að taka á svona málum af festu

Lilja sagði í svari sínu á Alþingi að mjög mikilvægt væri að skólakerfið hér á landi væri þannig að öll börn fyndu sér stað. Það væri mjög brýnt.

„Ég vil þá vekja sérstaka athygli á nýrri menntastefnu. Menntastefnan kveður á um að við skulum leggja áherslu á snemmbæran stuðning. Þarna sjáum við að fyrir liggur greining og tillaga um að barnið eigi að vera í sérdeild en svo kemur annað svar frá sveitarfélaginu. Þetta er auðvitað eitthvað sem mennta- og menningarmálaráðuneytið vill skoða frekar, bara upp á framkvæmd hvað það varðar að öll börn eigi rétt á menntun við sitt hæfi. Þannig munum við nálgast það mál. Viðbrögðin eru því þau að ég hef svo sannarlega litið á þetta mál og mér finnst það brýnt. Aðgerðirnar eru inni í menntastefnu og frekari aðgerðir fyrirhugaðar til að uppfylla þessi lög,“ sagði hún.

Enn fremur sagði hún að mjög brýnt væri að tekið yrði á svona málum af festu. „Viðbrögð borgaryfirvalda eru til skoðunar, hvernig málið er til komið, og hver staðan er á þessum málaflokki hjá Reykjavíkurborg,“ sagði hún og bætti því við að þau í ráðuneytinu huguðu að því að fara enn frekar yfir þetta mál vegna þess að það væri brýnt. Þau vildu tryggja að í menntakerfinu gætu allir fundið sig.

Flestir hafa fengið viðunandi lausn

Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir í skriflegu svari til Kjarnans að flestir hafi nú fengið viðunandi lausn. „Bætt var við plássum í sérdeildir og búið til námsver með svipuðu sniði og sérdeild í Breiðholtsskóla,“ segir hún. Þau börn sem voru í mestri þörf hafi fengið þessi pláss.

Í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Kjarnans kemur fram að 38 umsóknir hafi verið til umfjöllunar í inntökuteymi en 8 pláss hafi verið laus í haust, tvö í Hvassaleitisskóla, þrjú í Vogaskóla, eitt í Hamraskóla, eitt í yngri deild Fellaskóla og eitt í Langholtsskóla.

„Þrír nemendur voru teknir inn í Klettaskóla, tveir nemendur afþökkuðu pláss og voru einhverfudeildir stækkaðar til að koma þrem nemendum inn til viðbótar. Forgangsraðað var út frá faglegu mati á hamlandi einkennum einhverfunnar,“ segir í svarinu.

Á endanum hafi því 22 nemendum verið synjað um pláss í sérdeild. Samkvæmt borginni munu þeir nemendur „fá góða þjónustu í almennum skólum borgarinnar. Skoðað verður með foreldrum og viðkomandi hverfisskólum hvernig þörfum nemenda er mætt með sértækum hætti í almennum grunnskóla. Sérfræðingur á skóla- og frístundasviði verður í góðu sambandi við foreldra til að tryggja að nemandanum verði mætt farsællega í almennu skólastarfi. Áætlun verður mótuð með aðkomu skóla, foreldra og skólaþjónustu að farsælli skólagöngu með nauðsynlegum stuðningi.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent