Allt að 15 metra lækkun miðju öskjunnar í Bárðarbungu

holuhraun.jpg
Auglýsing

Í eft­ir­lits­flugi í gær mæld­ist allt að 15 metra lækkun á miðju öskj­unnar í Bárð­ar­bungu. Rad­ar­hæð­ar­mæli flug­vélar Ísa­via var beitt til þess að greina stöð­una. Rúm­mála­s­breyt­ingin nemur um 0,25 fer­kíló­metrum, sam­kvæmt stöðu­skýrslu almanna­varnd­ar­deildar Rík­is­lög­reglju­stjóra frá því í morg­un. „Sig af þess­ari stærð­argráðu hefur ekki orðið á Íslandi síðan mæl­ingar á jarð­skorpu­hreyf­ingum hófust hér­lendis um miðja síð­ustu öld. Engin merki sjást um eld­gos eða auk­inn jarð­hita í Bárð­ar­bungu­öskj­unni. Senni­leg­asta skýr­ingin er að þetta sig sé í tengslum við mikla jarð­skjálfta­virkni und­an­farið og kviku­streymi neð­an­jarðar til norð­aust­ur­s,“ segir í stöðu­skýrsl­unni.

Almanna­varn­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra er sem fyrr í við­bragðs­stöðu ef gos­virkni eykst á svæð­inu, með til­heyr­andi áhrif­um.

Í eft­ir­lits­flug­inu sást einnig breið og grunn sig­dæld í Dyngju­jöl­kli um 10 kíló­metra frá jökul­j­aðri. Önnur dæld, um sex kíló­metra frá sporði Dyngju­jökluls sem fylgst hefur verið náið með und­an­farna daga, hefur farið dýpk­andi og mæld­ist með rad­ara­hæð­ar­mæli um 35 metra djúp.

Auglýsing

Ekk­ert dregur úr gos­inu í Holu­hrauni, sam­kvæmt stöðu­skýrslu almanna­varna. Gos­virkni er á tveimur sprung­um. „Meg­in­gosið er á sömu sprungu og verið hefur virk frá upp­hafi. Auk þess er enn gos­virkni á sprungu sem opn­að­ist í gær­morg­un. Hrauntungan nær nú 10 kíló­metra til ANA og á tæpan km eftir í Jök­ulsá á Fjöll­u­m,“ segir í stöðu­skýrsl­unni.

Dregið hefur úr skjálfta­virkni á svæð­inu síðan í gær. Um 90 skjálftar hafa mælst frá mið­nætti. Einn jarð­skjálfti 5 að stærð mæld­ist við Bárð­ar­bungu­öskj­una kl. 05:40 í morg­un. 14 skjálftar hafa orðið stærri en 5 við Bárð­ar­bungu síðan 16. ágúst.

Har­aldur Sig­urðs­son eld­fjalla­fræð­ingur hefur fjallað ítar­lega um gang mála í og við Bárð­ar­bungu frá því jarð­hrær­ingar hófust á bloggi sín­u.  Hann veltir því upp í nýj­ustu færsl­unni hvort mesta hættan á gos­s­töðv­unum stafi af útstreymi brenni­steins­gass.

Jar­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands hefur verið með virka upp­lýs­inga­gjöf á Face­book síðu sinni og meðal ann­ars birt frá­sagnir af vinnu­að­stæðum vís­inda­fólks á svæð­inu.

Í stöðu­skýrsl­unni er áréttað að lok­anir á svæð­inu fyrir umferð fólks og far­ar­tækja eru enn í fullu gildi. „Rétt er að árétta að lokun lög­reglu­stjór­anna á Húsa­vík og Seyð­is­firði á hálend­inu norðan Vatna­jök­uls eru enn í gildi. Allir vegir inn á svæðið eru einnig lok­aðir og er tekið strangt á til­raunum óvið­kom­andi til að kom­ast að eld­stöðv­unum og þeir geta búist við að verða kærðir og sektað­ir. Fjöl­miðlar og vís­inda­menn hafa haft aðgang að svæð­inu með sér­stökum skil­málum eftir að gos hófst en lokað hefur verið fyrir hann að svo stöddu en aðgangur þeirra er í stöðugri end­ur­skoð­un. Ákvörð­unin er fyrst og fremst í var­úð­ar­skyni vegna hættu á jök­ul­hlaupi ef gosið kemur upp undir Vatna­jökli,“ segir í skýrsl­unni.

Með­fylgj­andi mynd er fengin frá Jarð­vís­ind­stofnun Háskóla Íslands, og er frá 6. sept­em­ber.  Þetta er LANDSAT 8 nær­inn­rauð gervi­tungla­mynd frá NASA & USGS, unnin á Jarð­vís­inda­stofn­un. Þessi sam­setn­ing á böndum (geisl­un­ar­mæl­ing­um) hentar ágæt­lega til að skoða yfir­borð jökla, en grannt er nú fylgst með öllum breyt­ingum á kötlum og sprungum á jökl­in­um. Þétt gróð­ur­þekja kemur fram sem rauður litur á mynd­inni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiFréttir
None