Sjálfstæðissinnar í Skotlandi taka forystu í könnunum

9953942095-7bd337a5f4-o-1.jpg
Auglýsing

Fleiri Skotar eru nú fylgj­andi sjálf­stæði en á móti því, en kosið verðum um hvort Skotland kljúfi sig frá Bret­landi og verði sjálf­stætt ríki á ný þann 18. sept­em­ber næst­kom­andi. Staðan í bar­átt­unni hefur því snú­ist alveg ótrú­lega á síð­ustu miss­er­um. Fyrir um ári síðan var hlut­fall þeirra sem var fylgj­andi sjálf­stæði um 30 pró­sent, hlut­fall þeirra sem var á móti um 60 pró­sent og hlut­fall óákveð­inna um 10 pró­sent.

Í fyrsta sinn í for­ystu í könn­unumNú, tæpum tveimur vikum fyrir kosn­ing­arn­ar, hafa sjálf­stæð­is­sinnar hins vegar tekið for­ystu í bar­átt­unni í fyrsta sinn, sam­kvæmt könn­un­um. Í könnun sem The Sunday Times gerði í lok síð­ustu viku kemur fram að 51 pró­sent þeirra sem taka afstöðu eru fylgj­andi sjálf­stæði en 49 pró­sent eru á móti. Þar er ekki tekið til­lit til óákveð­inna en mæl­ingar hafa sýnt að þeir séu hall­ari undir sjálf­stæði frekar en að vera áfram hluti af Bret­landi. Þeir sem eru óákveðnir eða segj­ast ekki ætla mæta á kjör­stað eru nú um átta pró­sent. Að teknu til­liti til þeirra ætla 47 pró­sent aðspurðra Skota að segja já við sjálf­stæði en 45 pró­sent nei.

Sjálf­stæð­is­sinnar hafa sótt hratt á í könn­unum eftir að aðrar sjón­varp­s­kapp­ræður Alex Salmond, fyrsta ráð­herra Skotlands og for­manns Skoska þjóð­ar­flokks­ins, og Alistair Dar­l­ing, fyrrum fjár­mála­ráð­herra Bret­lands, fóru fram í lok ágúst. Salmond fer fyrir sjálf­stæð­is­sinnum í bar­átt­unni en Dar­l­ing er opin­ber tals­maður Nei-­sinna. Salmond þótti hafa sigrað kapp­ræð­urnar með nokkrum yfir­burðum og heillað marga kjós­endur með stað­festu sinni og ástríðu. Dar­l­ing hafði komið honum í nokkur vand­ræði í fyrstu kapp­ræðum þeirra félaga með því að þrá­spyrja hann um hvernig gjald­miðla­málum yrði háttað ef sjálf­stæði yrði ofan á, en Salmond og sjálf­stæð­is­sinnar vilja halda í breska pundið þrátt fyrir að bresk stjórn­völd séu því and­stæð. Salmond þótti klaufa­legur í til­svörun og nær allir skýrendur voru sam­mála um að Dar­l­ing hefði sigrað þær kapp­ræður nokkuð örugg­lega. Töldu margir stjórn­mála­skýrendur að slag­ur­inn væri í raun tap­aður eftir fyrstu kapp­ræð­urn­ar. Svo reynd­ist alls ekki vera.

Nið­ur­stöður könn­unar The Sunday Times ríma við þær þá stöðu sem einkakann­anir Já-­sinna hafa verið að sýna að und­an­förnu. Staðan hefur líka valdið gríð­ar­legum titr­ingi í breskum stjórn­mál­um. Við­mæl­endur Kjarn­ans í hópi þeirra sem starfa að sjálf­stæð­is­bar­átt­unni segja að þeir búist við því að Nei-­sinnar hlaði stóru fall­byss­urnar á loka­sprett­inum og að allt verði reynt til að mála sem svartasta mynd af sjálf­stæðu Skotlandi í fjöl­miðlum og opin­berri umræðu. Því sé slagnum fjarri því lok­ið.

Auglýsing

 

„Búið ykkur undir að verða fyrir von­brigð­um"Kjarn­inn, Alþjóða­mála­stofnun Háskóla Íslands, Nor­ræna húsið og Nexus héldu hádeg­is­verð­ar­fund um sjálf­stæði Skotlands í októ­ber í fyrra. Á meðal fram­sögu­manna á fund­inum var Angus Robert­son, leið­togi Skoska þjóð­ar­flokks­ins á breska þing­inu. Í sam­tali við Kjarn­ann þá sagð­ist Robert­son vera mjög bjart­sýnn á að Skotar væru búnir að kjósa yfir sig sjálf­stæði innan við ári síð­ar, þrátt að allar skoð­anna­kann­anir á þeim tíma sýndu afger­andi hið gagn­stæða.

Hann sagði engan hafa trúað því á sínum tíma að Skotar gætu fengið sitt eigið þing. Það hafi síðan gerst. Þá hafi eng­inn trúað því að Skoski þjóð­ar­flokk­ur­inn gæti kom­ist í rík­is­stjórn. Það hafi síðan gerst. Í kjöl­farið hafi eng­inn trúað því að flokk­ur­inn gæri náð hreinum meiri­hluta á skoska þing­inu. Það hafi síðan gerst í síð­ustu kosn­ing­um. „Þeir sem trúa því ekki að Skotland geti orðið sjálf­stætt ríki mega fara að búa sig undir að verða fyrir von­brigð­u­m,“ sagði Robert­son að lok­um. Svo virð­ist sem hann gæti mögu­lega haft nokkuð til síns máls.

 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiFréttir
None