Skemmtilegt að kynnast morgunstemmningunni í Vestubæjarlauginni

vodafone-stjorn-2.4.1.jpg
Auglýsing

Hrannar Pét­urs­son, fram­kvæmda­stjóri sam­skipta­sviðs Voda­fo­ne, svar­aði sjö spurn­ingum í Kjarn­an­um.

Hvað gleður þig mest þessa dag­ana? Að sjá fyrir end­ann á fram­kvæmdum sem hafa staðið yfir á bað­her­bergi heim­il­is­ins. Það er ekki alveg tekið út með sæld­inni fyrir stóra fjöl­skyldu að missa bað­her­berg­ið, en á hinn bóg­inn hefur verið frá­bært að kynn­ast morg­un­stemn­ing­unni í Vest­ur­bæj­ar­laug­inni þar sem við höfum baðað mann­skap­inn!

Hvert er þitt helsta áhuga­mál? Ég sýkt­ist af flugu­veiði­bakt­er­í­unni fyrir all­mörgum árum og hún áger­ist með tím­an­um. Áður fyrr hristi ég stundum haus­inn yfir ólíkum dellum fólks en með eigin veiði­dellu hafa þeir for­dómar horfið með öllu.

Auglýsing

Hvað bók lastu síð­ast? Ólæs­ing­inn sem kunni að reikna er síð­asta bókin sem ég las fyrir sjálfan mig. Ann­ars þarf ég að afgreiða tvær bækur á hverju kvöldi með 4 ára dóttur minni sem neitar að fara í rúmið fyrr en kvót­inn er búinn. Í gær­kvöldi varð Val­týr prumpu­hundur fyrir val­inu ásamt Palla sem var einn í heim­in­um. Nú liggur The 4 Disciplines of Execution á nátt­borð­inu.

Hvert er þitt upp­á­halds­lag? Red með Taylor Swift er í miklu upp­á­haldi þessa dag­ana, Red Red Wine með UB40 er klassíker og svo hef ég miklar mætur á Red Hot Chili Pepp­ers!

Til hvaða ráð­herra berðu mest traust? Þeirra sem láta verkin tala.

Ef þú ættir að fara til útlanda á morgun og mættir velja land, hvert myndir þú vilja fara? Ítalía yrði alltaf fyrir val­inu. Held ég hljóti að hafa verið Ítali í fyrra lífi.

Hvaða fer mest í taug­arnar á þér? Þegar mýfluga verður að úlf­alda!

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiFréttir
None