Allt brjálað á þingi vegna ummæla Sigmundar Davíðs um trúnaðarbrest stjórnarandstöðu

SDG.02.jpg
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra segir að full­trúum flokk­anna hafi verið haldið upp­lýstum um gang mála varð­andi vinnu við afnám hafta í gegnum póli­tísku sam­ráðs­nefnd, en að trún­að­ar­brestur hafi orðið eftir fund sam­ráðs­nefnd­ar­innar í des­em­ber og í kjöl­farið hafi upp­lýs­inga­gjöf verið breytt. Ummæli for­sæt­is­ráð­herra vöktu mikla reiði stjórn­ar­and­stöðu­þing­manna á Alþingi í dag.

Bæði Guð­mundur Stein­gríms­son, for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, og Birgitta Jóns­dótt­ir, leið­togi Pírata, spurðu Sig­mund Davíð um sam­ráðs­nefnd um losun fjár­magns­hafta í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma í þing­inu í dag.

Guð­mundur sagði að hug­myndir um stöð­ug­leika­skatt, sem Sig­mundur Davíð sagði frá á lands­þingi Fram­sókn­ar­flokks­ins, hefðu komið honum á óvart þar sem hann hefði staðið í þeirri mein­ingu að enn væru mörg álita­mál uppi. Hann spurði því hvort búið væri að ákveða stöð­ug­leika­skatt og úti­loka aðra kosti. Sig­mundur sagði svo vera, en þetta taldi Guð­mundur „fynd­ið“ þar sem sam­ráðs­nefnd stjórn­mála­flokk­anna um afnám hafta eigi að funda á föstu­dag­inn og þar hafi átt að funda með sér­fræð­ingum til að fara yfir stór álita­mál tengd þess­ari leið. Það væri fyndið að fara í sam­ráð ef búið væri að ákveða leið­ina. Birgitta spurði Sig­mund Davíð einnig um af­nám hafta og sagði það skringi­legt að ekki væri búið að boða for­menn stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna á fund til þess að fara yfir mál­in.

Auglýsing

guðmundur steingrims Árni Páll

Sig­mundur Davíð sagði að full­trúum flokka hafi verið haldið upp­lýstum í gegnum sam­ráðs­nefnd­ina. „Hins vegar dreg ég enga dul á það að það setti tölu­vert strik í reikn­ing­inn þegar að eftir einn slíkan fund var farið að dreifa upp­lýs­ingum til fjöl­miðla og farið í við­töl jafn­vel til þess að lýsa því sem gerð­ist á þessum fundi og í raun og veru dregin upp á margan hátt röng mynd af því. Það varð til þess að menn hlutu að end­ur­skoða hvernig upp­lýs­inga­gjöf á þessum fundum væri hátt­að,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra.

Birgitta benti þá á að sam­ráðs­nefnd væri bundin trún­aði og hefði ekki fundað neitt frá því að stórar yfir­lýs­ingar um stöð­ug­leika­skatt voru settar fram á lands­þingi Fram­sókn­ar­flokks­ins. ­Sig­mundur kom þá aftur í ræðu­stól og end­ur­tók orð sín um að upp­lýs­ingar hefðu lekið út af fund­in­um. Í lok ræðu sinnar sagði Sig­mundur svo: „Hér sé ég að hátt­virtur þing­maður Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, biður um að ræða fund­ar­stjórn for­seta og það kemur mér ekki á óvart í þessu til­vik­i.“

Full­komn­lega ósæmi­leg fram­ganga for­sæt­is­ráð­herra



Um­mælin vöktu mikla reiði stjórn­ar­and­stöðu­þing­manna sem komu svo upp hver af öðrum til að ræða þetta. Stein­grímur J. Sig­fús­son gagn­rýndi Sig­mund harð­lega og sagði hann nán­ast segja berum orðum að Árni Páll hefði gerst sekur um trún­að­ar­brot. „Þetta er full­komn­lega ósæmi­leg fram­ganga af hálfu hæst­virts for­sæt­is­ráð­herra, og röng.“

Hann sagði stjórn­ar­and­stöð­una, og Árna Pál sér­stak­lega, bor­inn röngum sökum „á lág­kúru­legan hátt. Hið rétta er að dag­ana fyrir nefndan sam­ráðs­fund í byrjun des­em­ber voru að birt­ast upp­lýs­ingar aðal­lega í Morg­un­blað­inu um meðal ann­ars að til stæði að leggja á 35 til 40 pró­senta útgöngu­skatt og þar fram eftir göt­un­um. Það komu engar nýjar upp­lýs­ingar fram eftir þennan fund, eng­ar. Það er hægt að sanna með því að fara yfir umfjöllun fjöl­miðla dag­anna á und­an­.“ ­Stein­grímur segir að tölvu­póstur um mein­tan trún­að­ar­brest hafi verið sendur út „í ein­hverju ­geð­vonskukasti starfs­manns í fjár­mála­ráðu­neyt­in­u.“

Árni Páll kom svo í ræðu­stól og sagði ekki mik­inn manns­brag að því „að bera sakir á nafn­greinda menn og flýja svo úr salnum þegar þeir bera hönd fyrir höfuð sér.“ Rík­is­stjórnin sjálf hefði „lekið skipu­lega hug­myndum um útgöngu­skatt“. Þess vegna hefðu allir fjöl­miðlar vitað um fund­inn og hug­mynd­irnar og hann hefði svarað spurn­ingum um hug­myndir um útgöngu­skatt almennt eftir fund­inn.

Katrín Jakobsdóttir



Aft­ur­endi for­sæt­is­ráð­herra kunn­ug­legri en fram­hliðin



Birgitta Jóns­dóttir sagði fram­göngu Sig­mundar til hábor­innar skammar og að hann hefði ekki svarað neinum spurn­ingum þing­manna. Guð­mundur Stein­gríms­son sagði ekki hægt að leka hlutum jafn­vel þótt ein­hver vildi, enda væri alltaf búið að koma málum í fjöl­miðla áður. Eini mað­ur­inn sem hefði í raun brotið trúnað væri Sig­mundur Dav­íð, með því að segja frá því að búið væri að ákveða stöð­ug­leika­skatt í ræðu á flokks­þingi síns flokks.

Sig­mundur Davíð fór úr þing­sal eftir að óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum lauk, og við það voru stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn ósátt­ir. Fram kom þó að hann væri enn í hús­inu og hlust­aði á umræð­una í máli Vig­dísar Hauks­dótt­ur, þing­manns Fram­sókn­ar. „Fyrir okkur hátt­virta þing­menn þá er okkur aft­ur­endi hæst­virts for­sæt­is­ráð­herra kunn­ug­legri en fram­hliðin því hann er alltaf á hlaupum hér út úr þessum sal í hvert sinn sem mik­il­væg mál eru tekin til umræð­u,“ sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna. Þetta væri ekki í lagi gagn­vart Alþingi, for­sæt­is­ráð­herra leyfði sér að koma með dylgjur og ásak­anir á hendur stjórn­ar­and­stöðu­þing­mönn­um. Það væri til einskis að halda áfram að taka þátt í „sýnd­ar­sam­ráði“ þegar hann til­kynni ákvarð­anir sínar á lands­þingum en ekki í sam­ráðs­hópnum eða á Alþingi. Þetta væri vegna þess að hann sýndi þing­inu enga virð­ingu.

Við­bót 17:39: Umræð­unni um málið lauk með annarri ræðu for­sæt­is­ráð­herra, þar sem hann gerði athuga­semd við ummæli Stein­gríms um starfs­mann fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins, sem væri for­maður nefnd­ar­innar sem um ræð­ir. Það er Tómas Brynj­ólfs­son, skrif­stofu­stjóri í ráðu­neyt­inu. Sig­mundur sagði að hann hafi gert full­trúum nefnd­ar­innar grein fyrir því að í ljósi leka upp­lýs­inga úr nefnd­inni væri ekki til­efni til að halda aðra fundi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None