Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra

Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.

Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Auglýsing

Alvotech, sem ætlar að setja á markað sam­heita­lyf innan tveggja ára og hefur byggt lyfjaverksmiðju í Vatnsmýrinni, tapaði 91 milljón Bandaríkjadala, ellefu milljörðum króna á gengi dagsins í dag, á árinu 2020. Það er minna tap en var á rekstri félagsins árið 2019 þegar það tapaði 141 milljónum Bandaríkjadala, rúmlega 17 milljörðum króna á núverandi gengi. 

Tap á rekstri félagsins var mun meira áður en skattar voru reiknaðir inn, en tap Alvotech fyrir skatta á síðasta ári var tæplega 26 milljarðar króna. Árið áður nam það tap um 17 milljörðum króna og því nemur samanlagt tap Alvotech fyrir skatta á tveimur árum um 43 milljörðum króna. Ástæða þess að heildarafkoma Alvotech er mun skaplegri en afkoma fyrir skatta er sú að félagið nýtti sér mikið uppsafnað og yfirfæranlegt skattalegt tap vegna reksturs fyrri ára. 

Þetta kemur fram í ársreikningi Alvotech sem birtur var í ársreikningaskrá á föstudag. 

Auglýsing
Þar segir að eigið fé Alvotech hafi verið jákvætt um 23,5 milljarða króna um síðustu áramót sem er mikill viðsnúningur frá árinu áður þegar það var neikvætt um 45,3 milljarða króna. Skuldir félagsins lækkuðu mikið á árinu, eða um 458 milljónir Bandaríkjadala, alls 55,5 milljarða króna. Munar þar mestu um að skuldir við tengda aðila lækkuðu um rúmlega 504 milljónir dala, eða 61,1 milljarð króna. 

Stór áform

Stærsti hlut­haf­inn í Alvotech er Aztiq Pharma, sjóður sem er undir stjórn Róberts Wessman. Í fyr­ir­tækja­skrá er Róbert skráður óbeinn end­an­legur eig­andi að 38,6 pró­sent hlut í Alvotech, sem gefur til kynna að það sé eign­ar­hlut­ur­inn sem hann stýr­ir. Næst stærsti hluthafinn er svo systurfélagið Alvogen, sem er í meirihlutaeigu alþjóðlegu fjárfestingarsjóðanna CVC Capital Partners og Temasek. Róbert á óbeint um fimmtung í Alvogen í gegnum áðurnefnt Aztiq Pharma.

Í viðtali við Kastljós í mars 2021 sagði Róbert að útflutn­ings­tekjur Alvotech muni nema um 20 pró­sentum vergrar lands­fram­leiðslu innan fárra ára.

Sóttu sér fjármagn innanlands

Stefnt er að skrán­ingu Alvotech í alþjóðlega kauphöll síðar á þessu ári eða að skráningu í Bandaríkjunum í gegnum sameiningu við annað lyfjafyrirtæki, samkvæmt heimildum Kjarnans. 

Alvotech vantaði hins vegar fjármagn til að geta starfað fram að þessum tímamótum og sótti það fjármagn ekki alþjóðlega. Þess vegna komu forsvarsmenn fyrirtækisins  „heim“ í leit að peningum.

Í mars síðastliðnum greindi Frétta­blaðið frá því að Alvotech hafi alls náð að sækja sér um 100 millj­ónir dala, um 12 millj­arða króna, í nýtt hlutafé á fjórum mán­uð­um. Síð­ast bætt­ust TM, fjár­fest­ing­ar­fé­lagið Hvalur og tveir sjóðir Stefn­is, sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækis Arion banka, í hóp­inn.  

Í ársreikningnum segir að Alvotech muni hafa aðgang að frekari fjármögnun á fyrri hluta ársins 2021 og að hlutafjárútboð félagsins muni verða lokið fyrir árslok. Hið nýja hlutafé muni tryggja nægjanlega fjármögnun til framtíðar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki verið meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent