Landamæraskimun bólusettra, barna og þeirra sem áður hafa sýkst verður hætt 1. júlí

Frá og með 1. júlí þurfa þau sem koma bólusett eða með vottorð um fyrri sýkingu ekki lengur að fara í COVID-próf á landamærunum. Einnig stendur til að hætta að skima börn, að tillögu sóttvarnalæknis.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mælir með því að áfram verði skimað fyrir veirunni hjá bólusettum á landamærum út mánuðinn.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mælir með því að áfram verði skimað fyrir veirunni hjá bólusettum á landamærum út mánuðinn.
Auglýsing

Frá og með 1. júlí verður hætt að skima þá sem koma til landsins bólusettir gegn COVID-19 eða með vottorð um fyrri sýkingu og sömuleiðis börn, en fyrirkomulag skimana á landamærum verður óbreytt þar til þá.

Þetta hefur Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákveðið í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Mjög fáir sem framvísa bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrri sýkingu COVID-19 hafa reynst smitaðir við komuna til landsins, en þó einhverjir.

Auglýsing

Frá 1. maí hafa alls 9 manns með bólusetningarvottorð af alls um 27 þúsund farþegum reynst með virkt veirusmit, sem samsvarar um 0,03 prósentum. Um 2.700 farþegar hafa framvísað vottorði um fyrri sýkingu og þrír þeirra hafa reynst með virkt smit við skimun, eða um 0,1 prósent. Um 2.100 börn hafa verið skimuð á landamærunum og 6 þeirra hafa reynst með virk smit, eða 0,3 prósent.

Samkvæmt minnisblaði sóttvarnalæknis telur hann „mikilvægt að viðhalda þeim árangursríku sóttvarnaaðgerðum á landamærum þar til að viðunandi þátttöku í bólusetningum yngri aldurshópa hefur verið náð eða um 60-70%“ og ætla megi að því marki verði náð um mánaðarmótin júní-júlí.

Leggur til að landamærasóttkví verði endurskoðuð um miðjan júlí

Þeir sem koma hingað til lands óbólusettir og hafa ekki fengið fyrri sýkingu þurfa að framvísa neikvæðu PCR-prófi að utan og fara í tvær skimanir með sóttkví á milli. Þórólfur segir í minnisblaði sínu að stefnt verði að endurskoðun þessa fyrirkomulags um miðjan júlí.

Um 34 prósent allra þeirra farþega sem hafa komið til landsins frá því 1. maí hafa verið í þessum flokki, sem þarf að fara í sóttkví. Það hlutfall er þó að fara minnkandi, en samkvæmt því sem segir í minnisblaði Þórólfs eru þessa dagana um 80 prósent allra farþega sem koma til landsins með bólusetningarvottorð með í för.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent