Landamæraskimun bólusettra, barna og þeirra sem áður hafa sýkst verður hætt 1. júlí

Frá og með 1. júlí þurfa þau sem koma bólusett eða með vottorð um fyrri sýkingu ekki lengur að fara í COVID-próf á landamærunum. Einnig stendur til að hætta að skima börn, að tillögu sóttvarnalæknis.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mælir með því að áfram verði skimað fyrir veirunni hjá bólusettum á landamærum út mánuðinn.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mælir með því að áfram verði skimað fyrir veirunni hjá bólusettum á landamærum út mánuðinn.
Auglýsing

Frá og með 1. júlí verður hætt að skima þá sem koma til lands­ins bólu­settir gegn COVID-19 eða með vott­orð um fyrri sýk­ingu og sömu­leiðis börn, en fyr­ir­komu­lag skim­ana á landa­mærum verður óbreytt þar til þá.

Þetta hefur Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra ákveðið í sam­ræmi við til­lögu sótt­varna­lækn­is. Mjög fáir sem fram­vísa bólu­setn­ing­ar­vott­orði eða vott­orði um fyrri sýk­ingu COVID-19 hafa reynst smit­aðir við kom­una til lands­ins, en þó einhverjir.

Auglýsing

Frá 1. maí hafa alls 9 manns með bólu­setn­ing­ar­vott­orð af alls um 27 þús­und far­þegum reynst með virkt veirusmit, sem sam­svarar um 0,03 pró­sent­um. Um 2.700 far­þegar hafa fram­vísað vott­orði um fyrri sýk­ingu og þrír þeirra hafa reynst með virkt smit við skimun, eða um 0,1 pró­sent. Um 2.100 börn hafa verið skimuð á landa­mær­unum og 6 þeirra hafa reynst með virk smit, eða 0,3 pró­sent.

Sam­kvæmt minn­is­blaði sótt­varna­læknis telur hann „mik­il­vægt að við­halda þeim árang­urs­ríku sótt­varna­að­gerðum á landa­mærum þar til að við­un­andi þátt­töku í bólu­setn­ingum yngri ald­urs­hópa hefur verið náð eða um 60-70%“ og ætla megi að því marki verði náð um mán­að­ar­mótin jún­í-júlí.

Leggur til að landamæra­sótt­kví verði end­ur­skoðuð um miðjan júlí

Þeir sem koma hingað til lands óbólu­settir og hafa ekki fengið fyrri sýk­ingu þurfa að fram­vísa nei­kvæðu PCR-­prófi að utan og fara í tvær skimanir með sótt­kví á milli. Þórólfur segir í minn­is­blaði sínu að stefnt verði að end­ur­skoðun þessa fyr­ir­komu­lags um miðjan júlí.

Um 34 pró­sent allra þeirra far­þega sem hafa komið til lands­ins frá því 1. maí hafa verið í þessum flokki, sem þarf að fara í sótt­kví. Það hlut­fall er þó að fara minnkandi, en sam­kvæmt því sem segir í minn­is­blaði Þór­ólfs eru þessa dag­ana um 80 pró­sent allra far­þega sem koma til lands­ins með bólu­setn­ing­ar­vott­orð með í för.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent