Amnesty International styður afglæpavæðingu vændis

h_51390391-1.jpg
Auglýsing

Full­trúar Amnesty International kusu í dag með til­lög­u um að sam­tökin styðj­i af­glæpa­væð­ingu vænd­is. Til­lagan sem var sam­þykkt á aðal­fundi sam­tak­anna í dag kveður jafn­framt á um að ein­stak­lingar í kyn­lífs­iðn­aði njóti fullra og jafnra mann­rétt­inda og verndar gegn ofbeldi, mis­notkun og man­sali. Málið fer nú til stjórnar Amnesty Internationa­l ­sem mun móta og inn­leiða nýja stefn­u ­sam­tak­anna.

Þetta kemur fram á vef­síðu Amnesty International í dag en að­al­fundur sam­tak­anna hefur farið fram síð­ustu daga í Dyfl­inni. Umdeildasta ­málið á dag­skrá var til­laga um að sam­tökin styðj­i af­glæpa­væð­ingu vænd­is. Amnesty International hefur til þessa ekki haft afger­and­i ­skoðun á mála­flokk­in­um. Greint var frá til­lög­unum sem lágu fyrir fund­inn í Kjarn­anum í lok júlí.

Sam­kvæmt álykt­un­inni, sem var sam­þykkt af full­trúum Amnesty International á fund­in­um, skal yfir­stjórn sam­tak­anna nú móta stefn­una frek­ar. ­Stefnan skal tala ­fyr­ir­ af­glæpa­væð­ingu hvers kyns kyn­lífs­starf­semi. Auk þess á stefna sam­tak­anna að tala fyrir fullum rétt­indum ein­stak­linga sem starfa við kyn­lífs­iðn­að. Það er mat Amnesty að með þessu móti séu mann­rétt­indi fólks í kyn­lífs­iðn­aði best tryggð og að afglæpa­væð­ing dragi úr áhættu á mis­notkun og ofbeldi sem fólkið býr við.

Auglýsing

„Við vitum að þetta mik­il­væga mann­rétt­inda­vanda­mál er geysi­lega flókið og þess vegna höfum við fjallað um vanda­málið út frá sjón­ar­horni alþjóð­legum mann­rétt­ind­um. Við leit­uðum einnig eftir sjón­ar­miðum frá ólíkum heims­hornum innan sam­tak­anna til að fá ólík sjón­ar­mið,“ segir Salil Shett­y, ­yf­ir­maður Amnesty International, á vef­síðu sam­tak­anna.

Umdeild stefnu­mótun AmnestyÞað vakti hörð við­brögð og deil­ur í síð­asta mán­uði þegar frétt­ist að Amnesty International hyggð­ust taka fyrir stefnu­breyt­ingu um lög­leið­ingu vændis og kyn­lífs­starf­semi á aðal­fundi sín­um. Erlendir fjöl­miðlar hafa fjallað um mál­ið, meðal ann­ars BBC sem birti í dag frétta­skýr­ingu um kosti og galla fylk­ing­anna tveggja, það eru þeir sem eru fylgj­andi afglæpa­væð­ingu vændis ann­ars vegar og þeir sem eru á móti því hins veg­ar. Bent er á að báðar fylk­ingar telja sig berj­ast fyrir mann­rétt­indum þeirra sem eru í kyn­lífs­iðn­að­in­um.

Á Íslandi sendu sjö kvenna­sam­tök frá sér sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu þar sem þær lýstu sig and­vígar boð­aðri stefnu Amnesty International um afglæpa­væð­ingu. „Ef Amnesty International mælir með að því að vændi verði gefið frjál­st, er dólgum og vændis­kaup­endum þar með gefin frið­helgi og mann­rétt­indi kvenna í vændi fótum troð­in.  Slík stefna myndi skaða þann mik­il­væga trú­verð­ug­leika og það traust sem Amnesty nýtur í dag.  Það má ekki ger­ast,“ sagði í yfir­lýs­ing­unni.

Gunnar Bragi Sveins­son, utan­rík­is­ráð­herra, tjáði sig einnig um málið um liðna helgi og sagð­ist hugsi yfir til­lög­unum „Sam­kvæmt til­lög­unni verða kaup, sala, milli­ganga um vændi og rekstur vænd­is­húsa lát­inn óátal­inn, eins og tíðkast bæði í Hollandi og Þýska­landi þar sem vænd­is­iðn­að­ur­inn blómstrar og mann­sal áfram vanda­mál. Er það slíkt sem heims­byggðin þarfnast? Á Íslandi hefur sænska leiðin verið valin og það sama á við um þó nokkur ríki í kringum okk­ur. Sú leið er ekki án galla en for­send­urnar eru skýr­ar, að banna vændis­kaup en ekki að refsa þeim sem neyð­ast til að stunda vændi. Vændi er ekki atvinnu­grein og á ekki að fá að þríf­ast sem slík. Mér finnst hryggi­legt til þess að hugsa að á sama tíma og við hvetjum karla um allan heim til að leggja sitt af mörkum til #he­forshe og koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum og tryggja kynja­jafn­rétti þá skulu ein stærstu og virt­ustu mann­rétt­inda­sam­tök heims leggja þessar til­lögur fram,“ sagði hann.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent
None