Amnesty International styður afglæpavæðingu vændis

h_51390391-1.jpg
Auglýsing

Full­trúar Amnesty International kusu í dag með til­lög­u um að sam­tökin styðj­i af­glæpa­væð­ingu vænd­is. Til­lagan sem var sam­þykkt á aðal­fundi sam­tak­anna í dag kveður jafn­framt á um að ein­stak­lingar í kyn­lífs­iðn­aði njóti fullra og jafnra mann­rétt­inda og verndar gegn ofbeldi, mis­notkun og man­sali. Málið fer nú til stjórnar Amnesty Internationa­l ­sem mun móta og inn­leiða nýja stefn­u ­sam­tak­anna.

Þetta kemur fram á vef­síðu Amnesty International í dag en að­al­fundur sam­tak­anna hefur farið fram síð­ustu daga í Dyfl­inni. Umdeildasta ­málið á dag­skrá var til­laga um að sam­tökin styðj­i af­glæpa­væð­ingu vænd­is. Amnesty International hefur til þessa ekki haft afger­and­i ­skoðun á mála­flokk­in­um. Greint var frá til­lög­unum sem lágu fyrir fund­inn í Kjarn­anum í lok júlí.

Sam­kvæmt álykt­un­inni, sem var sam­þykkt af full­trúum Amnesty International á fund­in­um, skal yfir­stjórn sam­tak­anna nú móta stefn­una frek­ar. ­Stefnan skal tala ­fyr­ir­ af­glæpa­væð­ingu hvers kyns kyn­lífs­starf­semi. Auk þess á stefna sam­tak­anna að tala fyrir fullum rétt­indum ein­stak­linga sem starfa við kyn­lífs­iðn­að. Það er mat Amnesty að með þessu móti séu mann­rétt­indi fólks í kyn­lífs­iðn­aði best tryggð og að afglæpa­væð­ing dragi úr áhættu á mis­notkun og ofbeldi sem fólkið býr við.

Auglýsing

„Við vitum að þetta mik­il­væga mann­rétt­inda­vanda­mál er geysi­lega flókið og þess vegna höfum við fjallað um vanda­málið út frá sjón­ar­horni alþjóð­legum mann­rétt­ind­um. Við leit­uðum einnig eftir sjón­ar­miðum frá ólíkum heims­hornum innan sam­tak­anna til að fá ólík sjón­ar­mið,“ segir Salil Shett­y, ­yf­ir­maður Amnesty International, á vef­síðu sam­tak­anna.

Umdeild stefnu­mótun AmnestyÞað vakti hörð við­brögð og deil­ur í síð­asta mán­uði þegar frétt­ist að Amnesty International hyggð­ust taka fyrir stefnu­breyt­ingu um lög­leið­ingu vændis og kyn­lífs­starf­semi á aðal­fundi sín­um. Erlendir fjöl­miðlar hafa fjallað um mál­ið, meðal ann­ars BBC sem birti í dag frétta­skýr­ingu um kosti og galla fylk­ing­anna tveggja, það eru þeir sem eru fylgj­andi afglæpa­væð­ingu vændis ann­ars vegar og þeir sem eru á móti því hins veg­ar. Bent er á að báðar fylk­ingar telja sig berj­ast fyrir mann­rétt­indum þeirra sem eru í kyn­lífs­iðn­að­in­um.

Á Íslandi sendu sjö kvenna­sam­tök frá sér sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu þar sem þær lýstu sig and­vígar boð­aðri stefnu Amnesty International um afglæpa­væð­ingu. „Ef Amnesty International mælir með að því að vændi verði gefið frjál­st, er dólgum og vændis­kaup­endum þar með gefin frið­helgi og mann­rétt­indi kvenna í vændi fótum troð­in.  Slík stefna myndi skaða þann mik­il­væga trú­verð­ug­leika og það traust sem Amnesty nýtur í dag.  Það má ekki ger­ast,“ sagði í yfir­lýs­ing­unni.

Gunnar Bragi Sveins­son, utan­rík­is­ráð­herra, tjáði sig einnig um málið um liðna helgi og sagð­ist hugsi yfir til­lög­unum „Sam­kvæmt til­lög­unni verða kaup, sala, milli­ganga um vændi og rekstur vænd­is­húsa lát­inn óátal­inn, eins og tíðkast bæði í Hollandi og Þýska­landi þar sem vænd­is­iðn­að­ur­inn blómstrar og mann­sal áfram vanda­mál. Er það slíkt sem heims­byggðin þarfnast? Á Íslandi hefur sænska leiðin verið valin og það sama á við um þó nokkur ríki í kringum okk­ur. Sú leið er ekki án galla en for­send­urnar eru skýr­ar, að banna vændis­kaup en ekki að refsa þeim sem neyð­ast til að stunda vændi. Vændi er ekki atvinnu­grein og á ekki að fá að þríf­ast sem slík. Mér finnst hryggi­legt til þess að hugsa að á sama tíma og við hvetjum karla um allan heim til að leggja sitt af mörkum til #he­forshe og koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum og tryggja kynja­jafn­rétti þá skulu ein stærstu og virt­ustu mann­rétt­inda­sam­tök heims leggja þessar til­lögur fram,“ sagði hann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None