Amnesty International styður afglæpavæðingu vændis

h_51390391-1.jpg
Auglýsing

Full­trúar Amnesty International kusu í dag með til­lög­u um að sam­tökin styðj­i af­glæpa­væð­ingu vænd­is. Til­lagan sem var sam­þykkt á aðal­fundi sam­tak­anna í dag kveður jafn­framt á um að ein­stak­lingar í kyn­lífs­iðn­aði njóti fullra og jafnra mann­rétt­inda og verndar gegn ofbeldi, mis­notkun og man­sali. Málið fer nú til stjórnar Amnesty Internationa­l ­sem mun móta og inn­leiða nýja stefn­u ­sam­tak­anna.

Þetta kemur fram á vef­síðu Amnesty International í dag en að­al­fundur sam­tak­anna hefur farið fram síð­ustu daga í Dyfl­inni. Umdeildasta ­málið á dag­skrá var til­laga um að sam­tökin styðj­i af­glæpa­væð­ingu vænd­is. Amnesty International hefur til þessa ekki haft afger­and­i ­skoðun á mála­flokk­in­um. Greint var frá til­lög­unum sem lágu fyrir fund­inn í Kjarn­anum í lok júlí.

Sam­kvæmt álykt­un­inni, sem var sam­þykkt af full­trúum Amnesty International á fund­in­um, skal yfir­stjórn sam­tak­anna nú móta stefn­una frek­ar. ­Stefnan skal tala ­fyr­ir­ af­glæpa­væð­ingu hvers kyns kyn­lífs­starf­semi. Auk þess á stefna sam­tak­anna að tala fyrir fullum rétt­indum ein­stak­linga sem starfa við kyn­lífs­iðn­að. Það er mat Amnesty að með þessu móti séu mann­rétt­indi fólks í kyn­lífs­iðn­aði best tryggð og að afglæpa­væð­ing dragi úr áhættu á mis­notkun og ofbeldi sem fólkið býr við.

Auglýsing

„Við vitum að þetta mik­il­væga mann­rétt­inda­vanda­mál er geysi­lega flókið og þess vegna höfum við fjallað um vanda­málið út frá sjón­ar­horni alþjóð­legum mann­rétt­ind­um. Við leit­uðum einnig eftir sjón­ar­miðum frá ólíkum heims­hornum innan sam­tak­anna til að fá ólík sjón­ar­mið,“ segir Salil Shett­y, ­yf­ir­maður Amnesty International, á vef­síðu sam­tak­anna.

Umdeild stefnu­mótun AmnestyÞað vakti hörð við­brögð og deil­ur í síð­asta mán­uði þegar frétt­ist að Amnesty International hyggð­ust taka fyrir stefnu­breyt­ingu um lög­leið­ingu vændis og kyn­lífs­starf­semi á aðal­fundi sín­um. Erlendir fjöl­miðlar hafa fjallað um mál­ið, meðal ann­ars BBC sem birti í dag frétta­skýr­ingu um kosti og galla fylk­ing­anna tveggja, það eru þeir sem eru fylgj­andi afglæpa­væð­ingu vændis ann­ars vegar og þeir sem eru á móti því hins veg­ar. Bent er á að báðar fylk­ingar telja sig berj­ast fyrir mann­rétt­indum þeirra sem eru í kyn­lífs­iðn­að­in­um.

Á Íslandi sendu sjö kvenna­sam­tök frá sér sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu þar sem þær lýstu sig and­vígar boð­aðri stefnu Amnesty International um afglæpa­væð­ingu. „Ef Amnesty International mælir með að því að vændi verði gefið frjál­st, er dólgum og vændis­kaup­endum þar með gefin frið­helgi og mann­rétt­indi kvenna í vændi fótum troð­in.  Slík stefna myndi skaða þann mik­il­væga trú­verð­ug­leika og það traust sem Amnesty nýtur í dag.  Það má ekki ger­ast,“ sagði í yfir­lýs­ing­unni.

Gunnar Bragi Sveins­son, utan­rík­is­ráð­herra, tjáði sig einnig um málið um liðna helgi og sagð­ist hugsi yfir til­lög­unum „Sam­kvæmt til­lög­unni verða kaup, sala, milli­ganga um vændi og rekstur vænd­is­húsa lát­inn óátal­inn, eins og tíðkast bæði í Hollandi og Þýska­landi þar sem vænd­is­iðn­að­ur­inn blómstrar og mann­sal áfram vanda­mál. Er það slíkt sem heims­byggðin þarfnast? Á Íslandi hefur sænska leiðin verið valin og það sama á við um þó nokkur ríki í kringum okk­ur. Sú leið er ekki án galla en for­send­urnar eru skýr­ar, að banna vændis­kaup en ekki að refsa þeim sem neyð­ast til að stunda vændi. Vændi er ekki atvinnu­grein og á ekki að fá að þríf­ast sem slík. Mér finnst hryggi­legt til þess að hugsa að á sama tíma og við hvetjum karla um allan heim til að leggja sitt af mörkum til #he­forshe og koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum og tryggja kynja­jafn­rétti þá skulu ein stærstu og virt­ustu mann­rétt­inda­sam­tök heims leggja þessar til­lögur fram,“ sagði hann.

Börn eiga alltaf rétt á stuðningi og heildstæðu mati
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á útlendingalögum.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Orð Ragnars Þórs „ómakleg árás“ á leigufélag sem rutt hefur brautina
Almenna leigufélagið hafnar því alfarið að félagið hafi hagað sér með óábyrgum hætti á markaði.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ragnar gefur Kviku frest til að „rifta“ kaupunum
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stjórn félagsins standa þétt saman og hún sætti sig ekki við það hvernig Almenna leigufélagið starfar.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Guðlaugur ræddi við Guaidó og lýsti yfir formlegum stuðningi ríkisstjórnarinnar
Utanríkisráðherra hefur ákveðið að auka við fjárstuðning við flóttamenn frá Venesúela.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ármann: Höfum ekkert með stjórn GAMMA að gera
Kvika er ekki orðinn eigandi Gamma. Forstjóri Kviku segir að misskilningur birtist í opnu bréfi VR.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ólafur Kristófersson
Er árið 2007 komið á ný?
Kjarninn 18. febrúar 2019
Segja hækkun á leigu vera grimmd, taumlausa græðgi og mannvonsku
VR gefur Kviku banka 4 daga frest til þess að láta Almenna leigufélagið hætta því sem VR kallar grimmdarverk. VR mun taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá þeim ef leiga félagsins hækkar umfram verðlag og ef leigjendum verður ekki tryggt húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Leifsstöð
Áætla að sætaframboð WOW air dragist saman um 44 prósent
Samkvæmt ferðaáætlunum flugfélaganna sem fljúga um Keflavíkurflugvöll á komandi sumri mun framboð sæta hjá WOW air dragast saman um 44%. Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14%.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None