Amnesty International styður afglæpavæðingu vændis

h_51390391-1.jpg
Auglýsing

Full­trúar Amnesty International kusu í dag með til­lög­u um að sam­tökin styðj­i af­glæpa­væð­ingu vænd­is. Til­lagan sem var sam­þykkt á aðal­fundi sam­tak­anna í dag kveður jafn­framt á um að ein­stak­lingar í kyn­lífs­iðn­aði njóti fullra og jafnra mann­rétt­inda og verndar gegn ofbeldi, mis­notkun og man­sali. Málið fer nú til stjórnar Amnesty Internationa­l ­sem mun móta og inn­leiða nýja stefn­u ­sam­tak­anna.

Þetta kemur fram á vef­síðu Amnesty International í dag en að­al­fundur sam­tak­anna hefur farið fram síð­ustu daga í Dyfl­inni. Umdeildasta ­málið á dag­skrá var til­laga um að sam­tökin styðj­i af­glæpa­væð­ingu vænd­is. Amnesty International hefur til þessa ekki haft afger­and­i ­skoðun á mála­flokk­in­um. Greint var frá til­lög­unum sem lágu fyrir fund­inn í Kjarn­anum í lok júlí.

Sam­kvæmt álykt­un­inni, sem var sam­þykkt af full­trúum Amnesty International á fund­in­um, skal yfir­stjórn sam­tak­anna nú móta stefn­una frek­ar. ­Stefnan skal tala ­fyr­ir­ af­glæpa­væð­ingu hvers kyns kyn­lífs­starf­semi. Auk þess á stefna sam­tak­anna að tala fyrir fullum rétt­indum ein­stak­linga sem starfa við kyn­lífs­iðn­að. Það er mat Amnesty að með þessu móti séu mann­rétt­indi fólks í kyn­lífs­iðn­aði best tryggð og að afglæpa­væð­ing dragi úr áhættu á mis­notkun og ofbeldi sem fólkið býr við.

Auglýsing

„Við vitum að þetta mik­il­væga mann­rétt­inda­vanda­mál er geysi­lega flókið og þess vegna höfum við fjallað um vanda­málið út frá sjón­ar­horni alþjóð­legum mann­rétt­ind­um. Við leit­uðum einnig eftir sjón­ar­miðum frá ólíkum heims­hornum innan sam­tak­anna til að fá ólík sjón­ar­mið,“ segir Salil Shett­y, ­yf­ir­maður Amnesty International, á vef­síðu sam­tak­anna.

Umdeild stefnu­mótun AmnestyÞað vakti hörð við­brögð og deil­ur í síð­asta mán­uði þegar frétt­ist að Amnesty International hyggð­ust taka fyrir stefnu­breyt­ingu um lög­leið­ingu vændis og kyn­lífs­starf­semi á aðal­fundi sín­um. Erlendir fjöl­miðlar hafa fjallað um mál­ið, meðal ann­ars BBC sem birti í dag frétta­skýr­ingu um kosti og galla fylk­ing­anna tveggja, það eru þeir sem eru fylgj­andi afglæpa­væð­ingu vændis ann­ars vegar og þeir sem eru á móti því hins veg­ar. Bent er á að báðar fylk­ingar telja sig berj­ast fyrir mann­rétt­indum þeirra sem eru í kyn­lífs­iðn­að­in­um.

Á Íslandi sendu sjö kvenna­sam­tök frá sér sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu þar sem þær lýstu sig and­vígar boð­aðri stefnu Amnesty International um afglæpa­væð­ingu. „Ef Amnesty International mælir með að því að vændi verði gefið frjál­st, er dólgum og vændis­kaup­endum þar með gefin frið­helgi og mann­rétt­indi kvenna í vændi fótum troð­in.  Slík stefna myndi skaða þann mik­il­væga trú­verð­ug­leika og það traust sem Amnesty nýtur í dag.  Það má ekki ger­ast,“ sagði í yfir­lýs­ing­unni.

Gunnar Bragi Sveins­son, utan­rík­is­ráð­herra, tjáði sig einnig um málið um liðna helgi og sagð­ist hugsi yfir til­lög­unum „Sam­kvæmt til­lög­unni verða kaup, sala, milli­ganga um vændi og rekstur vænd­is­húsa lát­inn óátal­inn, eins og tíðkast bæði í Hollandi og Þýska­landi þar sem vænd­is­iðn­að­ur­inn blómstrar og mann­sal áfram vanda­mál. Er það slíkt sem heims­byggðin þarfnast? Á Íslandi hefur sænska leiðin verið valin og það sama á við um þó nokkur ríki í kringum okk­ur. Sú leið er ekki án galla en for­send­urnar eru skýr­ar, að banna vændis­kaup en ekki að refsa þeim sem neyð­ast til að stunda vændi. Vændi er ekki atvinnu­grein og á ekki að fá að þríf­ast sem slík. Mér finnst hryggi­legt til þess að hugsa að á sama tíma og við hvetjum karla um allan heim til að leggja sitt af mörkum til #he­forshe og koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum og tryggja kynja­jafn­rétti þá skulu ein stærstu og virt­ustu mann­rétt­inda­sam­tök heims leggja þessar til­lögur fram,“ sagði hann.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Roman Abramovich er eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Hann er einn ríkasti maður heims.
Eigandi Chelsea styrkti landnemasamtök í Jerúsalem og átti fótboltamenn í aflandsfélagi
Rússneski auðmaðurinn Roman Abramovich hefur styrkt samtök sem hafa þrengt að Palestínumönnum í Austur-Jerúsalem um yfir 100 milljónir dala. Einnig átti hann hlut í fótboltamönnum á laun, samkvæmt umfjöllunum upp úr FinCEN-skjölunum.
Kjarninn 22. september 2020
Ingrid Kuhlman
Tíu leiðir til að taka sér andlegt frí
Kjarninn 22. september 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans
Síminn hefur fengið fyrirspurnir um kaup á Mílu
Íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa verið að aðskilja innviðastarfsemi þeirra frá þjónustustarfsemi þeirra á undanförnum mánuðum. Síminn hefur fengið óformlegar fyrirspurnir um möguleg kaup á innviðafélaginu Mílu, en ekkert hefur verið ákveðið enn.
Kjarninn 22. september 2020
Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt
Tæknifyrirtæki orðin verðmætari en bankar í Evrópu
Lánaafskriftir og vaxtalækkanir samhliða aukinni eftirpurn eftir tæknilausnum hafa leitt til þess að markaðsvirði evrópskra tæknifyrirtækja er meira en hjá bönkum í álfunni.
Kjarninn 22. september 2020
Frá Akureyri.
Allir flokkar mynda saman meirihluta á Akureyri
Allir sex flokkarnir í bæjarstjórn Akureyrar hafa komist að samkomulagi um að mynda meirihluta út kjörtímabilið. Þetta er gert vegna erfiðleika í rekstri bæjarins vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 22. september 2020
Yfir 4.300 sýni tekin í gær
Alls greindust 38 ný tilfelli af COVID-19 í gær en tæplega 2.300 manns eru í sóttkví.
Kjarninn 22. september 2020
Hætta á áfallastreitu hjá þeim sem fengu COVID-19
Einbeitingarskortur. Minnistap. Kvíði og depurð. Eftirköst COVID-19 eru ekki síður sálræn en líkamleg. Að greinast með nýjan og hættulegan sjúkdóm getur eitt og sér verið áfall og fólk þarf stuðning sem fyrst svo það þrói ekki með sér alvarlegri kvilla.
Kjarninn 22. september 2020
Eyþór Eðvarðsson
Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum veldur miklum vonbrigðum
Kjarninn 22. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None