skriddreki_nato.jpg
Auglýsing

Rússar höfðu mun fjöl­menn­ara her­lið í löndum sem hafa landa­mæri við lönd Atl­ants­hafs­banda­lags­ins (NATO) en NATO hafði handan landamæranna, sam­kvæmt töl­fræði hern­arn­að­ar­banda­lags­ins vest­ræna. Stjórn­völd í Rúss­landi hafa ítrekað haldið því fram að NATO hafi stöðugt aukið víg­búnað sinn sem mót­vægi við Rússa.

Sam­kvæmt töl­fræð­inni, sem birt­ist á vef Atl­antic Council, hafði NATO her­lið í þremur löndum sem eiga aðild að banda­lag­inu áður en Rússar réð­ust inn á Krím­skaga. Það eru Lit­há­en, Ung­verja­land og Pól­land. Sam­tals 200 manna her­sveitir auk fjög­urra her­þota.

NATO telur hins vegar að Rússar hafi haft 33.200 manna her­lið í sjö löndum handan landamæra NATO. Her­lið Rússa var stað­sett í Úkra­ínu (á Krím­skaga), Georgíu (Abkasíu og Suð­ur­-Ossetíu), Tadsjikistan, Armen­íu, Mold­óvu (Transní­str­íu), Kyrgistan og Hvíta-Rúss­landi. Auk her­liðs­ins telur NATO nokkrar flota­hafnir og her­þotur í þessum lönd­um.

Auglýsing

NATO hefur hins vegar aukið við her­lið sitt síðan Rússar inn­lim­uðu Krím­skaga í fyrra. Í febr­úar til­kynnti Jens Stol­ten­berg, fram­kvæmda­stjóri NATO, að banda­lagið myndi koma fyrir 5.000 manna her­liði sér­stakra útkalls­sveita í sex löndum á landa­mærum við áhrifa­svæði Rússa. Það eru Eystra­salts­löndin þrjú, Eist­land, Lett­land og Lit­há­en, Pól­land, Rúm­enía og Búlgar­ía. Í öllum þessum löndum hefur verið komið upp stjórn­stöðvum fyrir her­deild­irn­ar.

Sam­tals, sam­kvæmt frétt The Guar­dian um mál­ið, eru 30.000 manna her­deildir NATO nú stað­settar á aust­ari landa­mærum banda­lags­ins. „Ef krísa á sér stað geta her­deild­irnar tryggt að með­limir NATO geti brugð­ist við um leið,“ sagði Stol­ten­berg í febr­úar þegar þetta var til­kynnt.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None