skriddreki_nato.jpg
Auglýsing

Rússar höfðu mun fjöl­menn­ara her­lið í löndum sem hafa landa­mæri við lönd Atl­ants­hafs­banda­lags­ins (NATO) en NATO hafði handan landamæranna, sam­kvæmt töl­fræði hern­arn­að­ar­banda­lags­ins vest­ræna. Stjórn­völd í Rúss­landi hafa ítrekað haldið því fram að NATO hafi stöðugt aukið víg­búnað sinn sem mót­vægi við Rússa.

Sam­kvæmt töl­fræð­inni, sem birt­ist á vef Atl­antic Council, hafði NATO her­lið í þremur löndum sem eiga aðild að banda­lag­inu áður en Rússar réð­ust inn á Krím­skaga. Það eru Lit­há­en, Ung­verja­land og Pól­land. Sam­tals 200 manna her­sveitir auk fjög­urra her­þota.

NATO telur hins vegar að Rússar hafi haft 33.200 manna her­lið í sjö löndum handan landamæra NATO. Her­lið Rússa var stað­sett í Úkra­ínu (á Krím­skaga), Georgíu (Abkasíu og Suð­ur­-Ossetíu), Tadsjikistan, Armen­íu, Mold­óvu (Transní­str­íu), Kyrgistan og Hvíta-Rúss­landi. Auk her­liðs­ins telur NATO nokkrar flota­hafnir og her­þotur í þessum lönd­um.

Auglýsing

NATO hefur hins vegar aukið við her­lið sitt síðan Rússar inn­lim­uðu Krím­skaga í fyrra. Í febr­úar til­kynnti Jens Stol­ten­berg, fram­kvæmda­stjóri NATO, að banda­lagið myndi koma fyrir 5.000 manna her­liði sér­stakra útkalls­sveita í sex löndum á landa­mærum við áhrifa­svæði Rússa. Það eru Eystra­salts­löndin þrjú, Eist­land, Lett­land og Lit­há­en, Pól­land, Rúm­enía og Búlgar­ía. Í öllum þessum löndum hefur verið komið upp stjórn­stöðvum fyrir her­deild­irn­ar.

Sam­tals, sam­kvæmt frétt The Guar­dian um mál­ið, eru 30.000 manna her­deildir NATO nú stað­settar á aust­ari landa­mærum banda­lags­ins. „Ef krísa á sér stað geta her­deild­irnar tryggt að með­limir NATO geti brugð­ist við um leið,“ sagði Stol­ten­berg í febr­úar þegar þetta var til­kynnt.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – AMD svarar NVidia og Airpods-lekar
Kjarninn 30. október 2020
Viðsnúningur hefur orðið í rekstri Hagkaupa. Hann útskýrist af miklum vexti í vörusölu, sérstaklega í sérvöru.
Verslunarrekstur Haga í blóma en eldsneytissala í mótvindi
Hagar, stærsta smásölufyrirtæki landsins, hagnaðist um 1,2 milljarða króna á fyrri helmingi rekstrarárs síns þrátt fyrir heimsfaraldur. Verslun skilaði auknum tekjum en tekjur af eldsneytissölu drógust saman um rúmlega fimmtung.
Kjarninn 30. október 2020
75 ný smit innanlands – Von er á hertum aðgerðum
Ríkisstjórnin stefnir á að halda blaðamannafund í dag þar sem hertar aðgerðir verða kynntar.
Kjarninn 30. október 2020
Pawel Bartoszek
Fargjaldatekjur sannarlega mælikvarði á hagkvæmni
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None