Rússar ætla að víkka innflutningsbann sitt á matvöru

putin2.jpg
Auglýsing

Rússar ætla að bæta löndum á lista sinn yfir lönd þaðan sem bannað er að flytja inn mat­vöru. Þetta til­kynntu þeir í dag. Aðstoð­ar­for­sæt­is­ráð­herra Rúss­lands, Arkady Dvor­kovít­sj, nefndi ekki löndin sem bætt verða á list­ann en sagði ákvörðun verða tekna í nán­ustu fram­tíð.

Inter­fax-frétta­stofan segir sjö lönd bæt­ast á list­ann sem Rússar gerðu í ágúst í fyrra. Frá þessum löndum er Rússum bannað að flytja inn mat­vöru, þar með talið fisk og fiski­af­urð­ir.

Sjö lönd hafa ákveðið að standa með Evr­ópu­sam­band­inu í hertum við­skipta­þving­unum gegn Rúss­landi um eitt ár. Auk Íslands eru það Úkra­ína, Svart­fjalla­land, Alban­ía, Liechten­stein, Georgía og Nor­eg­ur. Af þessum löndum er aðeins Nor­egur nú þegar á bann­lista Rússa.

Auglýsing

Miklir hags­munir í húfiUm fimm pró­sent útflutn­ings­verð­mæta Íslands á síð­asta ári komu til vegna útflutn­ings­ til Rúss­lands. Landið hefur lengi verið eitt af helstu við­skipta­löndum Íslands. Á árinu 2014 voru aðeins fimm lönd sem keyptu meira af útflutn­ings­af­urðum Íslands, en alls nam verð­mæti útflutn­ings til Rúss­lands um 29 millj­örðum króna á síð­asta ári af sam­tals um 590 millj­arða króna útflutn­ings­verð­mæt­um.

Stjórn­völd í Rúss­landi til­kynntu í byrjun síð­ustu viku að til greina kæmi að víkka inn­flutn­ings­bann á mat­vælum gagn­vart Evr­ópu­sam­bands­löndum og láta það einnig ná til sjö ríkja utan sam­bands­ins. Löndin sjö ­stutt við­skipta­þving­anir sam­bands­ins, Banda­ríkj­anna og Kanada gegn Rúss­landi vegna hern­að­ar­að­gerða Rússa í Úkra­ínu. Líkt og áður sagði er Ísland í hópi ríkj­anna ásamt Alban­íu, Svart­fjalla­landi, Nor­egi, Liechten­stein, Úkra­ínu og Georg­íu.

Miklir hags­munir eru í húfi fyrir íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki en útflutn­ingur til Rúss­lands er helst á sjáv­ar­fangi, einkum frosnum loðnu­af­urð­um, mak­ríl og síld. Grafið hér að neðan sýnir verð­mæti útflutn­ings til Rúss­lands á árunum 2010 til 2014. Nærri helm­ingur af mak­ríl var seldur til Rúss­lands árið 2013.

Hefur staðið tæpt áðurÞetta er ekki í fyrsta sinn á und­an­förnum mán­uðum sem Íslend­ingar ótt­ast að Rússar loki fyrir inn­flutn­ing héðan vegna stuðn­ings Íslands við við­skipta­þving­anir gegn land­inu vegna aðgerða þess í Úkra­ínu. 23. októ­ber 2014 greindi Kjarn­inn frá því að fundað hefði ver­ið ­með­ hags­muna­að­ilum í sjáv­ar­út­vegi í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu vegna stöð­unnar sem komin er upp­ milli Íslands og Rúss­lands. Rússar höfðu þá hug á að loka á við­skipti við Ísland, og útvíkka þannig inn­flutn­ings­bann á mat­vælum til Rúss­lands frá Vest­ur­lönd­um,.

Miklir hags­munir eru í húfi fyrir íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, en heild­arutan­rík­is­við­skipti við Rúss­land árinu 2013 námu ríf­lega 20 millj­örðum króna. Þar af voru um 18 millj­arðar vegna við­skipta með mak­ríl, en um 47 pró­sent af öllum mak­ríl sem veiddur var við Ísland árið 2013 fór inn á Rúss­lands­mark­að.

Á þessum tíma höfðu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki fengið upp­lýs­ingar um að lokað yrði á við­skipi við Ísland, ekki síst vegna stuðn­ings Íslands við hertar póli­tískar og efna­hags­legar aðgerðir gegn Rúss­landi, sem rekja má rekja til póli­tískrar spennu og aðgerða Rússa í Úkra­ínu. Af þessu varð þó ekki.

Ástæðan fyrir þess­ari stöðu er sú að hinn 15. októ­ber  2014 birti Evr­ópu­ráð­ið til­kynn­ingu, um að Ísland, Makedón­ía, Svart­fjalla­land, Alban­ía, Liechten­stein, Nor­eg­ur, auk Úkra­ínu og Georg­íu, stilltu sér uppmeð Evr­ópu­sam­bands­ríkj­um, með ákvörðun frá 23. júní, um hertar við­skipta­þvin­gangir gegn Rúss­um.  Ný­verið birti Evr­ópu­sam­bandið síðanfrétta­til­kynn­ingu um áfram­hald­andi við­skipta­þving­anir gagn­vart Rússum vegna aðgerða þeirra í Úkra­ínu. Ísland styður áfram þær aðgerðir líkt og það hefur gert frá byrj­un.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spítalaskip bandaríska sjóhersins, USNS Comfort, hefur verið sent til New York til þess að létta undir með yfirfullum spítölum borgarinnar.
Bandaríkin virðast stefna í að verða sérstaklega illa útleikin af veirunni
Fjöldi staðfestra COVID-19 smita í Bandaríkjunum nálgast nú þrjú hundruð þúsund. Tæplega átta þúsund manns hafa þegar látið lífið, flestir í New York-ríki. Bandaríkin virðast stefna í að fara að einstaklega illa út úr heimsfaraldrinum.
Kjarninn 4. apríl 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Fyrirmyndarríkið
Kjarninn 4. apríl 2020
Ástþór Ólafsson
Að finna merkingu í óumflýjanlegum áhyggjum
Kjarninn 4. apríl 2020
Sara Dögg Svanhildardóttir á upplýsingafundinum í dag.
Óttinn um að hafa smitað aðra „þung tilfinning“
Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ er búin að jafna sig á COVID-19 og segist hafa gengið í gegnum „tilfinningarússíbana“ eftir að hún greindist. Hún ræddi upplifun sína af sjúkdómnum á upplýsingafundinum í Skógarhlíð í dag.
Kjarninn 4. apríl 2020
Ingrid Kuhlman
Hefur þú of miklar áhyggjur?
Kjarninn 4. apríl 2020
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None