Ferðaskrifstofan Discover the World tilkynnti í gær um þau áform sín að hefja reglulegt flug frá Gatwick flugvelli í London til Egilsstaða. Flugáætlunin hefst 24. maí á næsta ári og verður flogið tvisvar í viku til og frá Egilsstöðum fram undir lok septembermánaðar. Síðan verður reynslan metin, og athugað hvort eftirspurn verður eftir þjónustunni utan þessa tímabils.
Þetta eru miklar gleðifréttir fyrir ferðaþjónustuna í landinu, því þarna opnast nýir möguleikar utan höfuðborgarsvæðsins. Nú mun reyna á einkafyrirtæki á Austurlandi, Norðurlandi og Suðurlandi, sem öll ættu að njóta góðs af þessari ákvörðun Discover the World, að standa undir væntingum erlendra ferðamanna og bjóða góða þjónustu. Slíkt er erfitt og samkeppnin er hörð. En eitt er víst, að vinnur með öllum þeim sem hafa þjónustu fram að færa. Það er stórkostleg náttúrufegurð og miklir möguleikar sem henni tengjast. Vonandi mun þetta reynast lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna, eins og allar forsendur eru til.