Árni Páll boðar róttækar breytingar á húsnæðismarkaði

arni_pall_sigridur_ingibjorg.jpg
Auglýsing

Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, flutti setn­inga­ræðu sína á lands­fundi flokks­ins á fimmta tím­anum í dag. Þar lagði hann áherslu á hús­næð­is­mál, kjara­mál og þau mann­rétt­indi fólks að geta lifað líf­inu með fullri reisn.

Árni Páll boð­aði rót­tækar breyt­ingar á hús­næð­is­kerf­inu. „Við leggjum fyrir þennan fund heild­stæðar úrbóta­til­lög­ur. Rík­is­stjórnin hefur ekk­ert gert í þessum mál­um. Dagur er byrj­aður að auka fram­boð af leigu­í­búðum í Reykja­vík. En sú upp­bygg­ing mun taka mik­inn tíma. Við getum ekki bara beð­ið. Ríkið verður að spila með. Við þurfum hækkun húsa­leigu­bóta.Við verðum að fjölga íbúðum til leigu og draga úr svim­andi háu leigu­verði. Þess vegna þurfa leigu­tekjur af einni íbúð að vera skatt­frjálsar fyrir ein­stak­linga, en því aðeins að leiga sé ekki yfir með­al­verð­i.Við þurfum að þróa kerfi við­bót­ar­lána til að gera ungu fólki og tekju­lágum fjöl­skyldum kleift að kaupa sína fyrstu íbúð. Sam­fylk­ingin ætlar að tryggja öllum hús­næði á sann­gjörnum kjör­u­m.“

Þær deilur sem framundan eru á vinnu­mark­aði voru Árna Páli einnig ofar­lega í huga. „Rík­is­stjórnin hefur komið sam­skiptum við aðila vinnu­mark­að­ar­ins í upp­nám. Svar okkar verður að vera að leiða nýtt sam­tal við aðila vinnu­mark­að­ar­ins. Nor­ræna sam­fé­lags­mód­elið hefur aftur og aftur sýnt að það getur betur glímt við bæði upp­sveiflu og sam­drátt en önnur kerfi. Til þessa að það virki þarf ábyrga hag­stjórn, sem byggir á stöð­ug­leika, góðum aðgangi að erlendum mörk­uðum og sam­ræmda launa­stefnu sem ýtir undir hag­vöxt og fulla atvinnu og dregur úr launa­mun og tryggir að eng­inn verði skil­inn eft­ir. Það þarf umfangs­mikil vel­ferð­ar­kerfi, sem byggja á afkomu­trygg­ingu og aðgengi að þjón­ustu sem tryggir mikla atvinnu­þátt­töku og hreyf­an­leika launa­fólks, ódýra menntun og heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­þjón­ustu sem fjár­mögnuð er með sköttum og tryggir jafn­rétti í reynd. Og það þarf vel skipu­lagðan vinnu­mark­að, sem byggir á sam­spili milli laga­setn­ingar og kjara­samn­inga.

Auglýsing

Ekk­ert í þessu er sjálf­gef­ið. Allt byggir þetta á sam­spili á milli stjórn­mála­flokk­anna og sam­taka á vinnu­mark­aði. Allir þurfa að hafa næg áhrif, breidd og umboð til að leita eftir heild­ar­lausnum og fylgja eftir þeim aðgerðum sem þörf er á. Þess vegna eigum við að skuld­binda okkur til að stjórna á þennan veg: Við munum setja okkur almenna efna­hags­stefnu með þessi mark­mið að leið­ar­ljósi og leggja hana fyrir sam­ráðs­vett­vang með aðilum vinnu­mark­að­ar­ins. Að því loknu eigum við að leggja hana fyrir Alþingi og byggja hag­stjórn­ina á víð­tækri stefnu­mörkun til nokk­urra ára í senn. Þannig bindum við vissu­lega okkur sjálf, en við leggjum grunn að stöð­ug­leika til lengri tíma og náum hámarks ávinn­ingi fyrir fólkið í land­in­u.“

Árni Páll sagði að margt bendi til þess að íslenskt sam­fé­lag sé orðið kalt og grimmt og gefi fólki ekki kleift að lifa líf­inu með reisn. „Hug­mynd jafn­að­ar­stefn­unnar er að fólk njóti þeirra mann­rétt­inda að geta orðið fyrir áföll­um. Að þurfa ekki að glata öllu. Við viljum búa í góðu sam­fé­lagi sem skapar öllum rúm. Vand­inn í hnot­skurn er ófull­nægj­andi bóta­kerfi sem tryggir ekki líf­eyr­is­þegum full­nægj­andi fram­færslu.“

Sigridur Ingibjorg

Þarf að opna faðm fyrir þeim sem hafa yfir­gefið Sam­fylk­ingu



Sig­ríður Ingi­björg Inga­dóttir hélt fyrr í dag fram­boðs­ræðu sína til for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Hún ræddi líka um hús­næð­is­mál og sagði leigu­mark­að­inn ekki verða end­ur­skoð­aðan nema undir for­ystu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. „Sam­fylk­ingin á ekki að vera flokkur verð­trygg­ingar og banka í hugum fólks, eða staðn­aður kerf­is­flokkur sem skilur ekki áhyggjur venju­legs fólks. Ég veit að við erum ekki slíkur flokkur en við verðum að tryggja að almenn­ingur viti það lík­a,“ sagði hún í ræðu sinni. Hún sagð­ist ætla að hafa for­ystu um end­ur­skoðun á áherslum og mál­flutn­ingi flokks­ins og kalla til flokks­menn með fjöl­breyttan bak­grunn og reynslu, ef hún verð­ur­ ­kosin for­mað­ur. Flokk­ur­inn þyrfti að tala skýrt um gild­is­mat og lýð­ræði, og að sam­kvæmt erind­is­bréfi flokks­ins væri hann flokkur jöfn­uð­ar, jafn­réttis og mann­rétt­inda.

Sig­ríður sagði einnig að flokk­ur­inn þyrfti að opna faðm­inn fyrir fólki sem hefði yfir­gefið hann. „Við þurfum að opna faðm­inn og bjóða vel­komið fólk sem yfir­gaf okkur eða getur ekki stutt okkur vegna von­brigða með afdrif stjórn­ar­skrár­inn­ar, óbreytts kvóta­kerfi og skulda­mála heim­il­anna. Við þennan fjöl­breytta hóp þarf að hefja sam­tal og byggja upp traust.“ Sam­fylk­ingin yrði að halda stjórn­ar­skránni á lofti og tala skýrt fyrir nauð­syn breyt­inga.

Þá tal­aði hún um að ójöfn­uður færi vax­andi. „Mjög efnað fólk eign­ast sífellt meira og notar fjár­hags­lega yfir­burði sína til að grafa undan sam­fé­lag­inu sem við eigum öll sam­an. Stærsta áskorun sam­tím­ans er að stöðva þessa óheilla­þróun og tryggja öllum mann­sæm­andi kjör. Það verður aðeins gert með sterkri verka­lýðs­hreyf­ingu og öfl­ugum stjórn­mála­flokki sem berst fyrir jöfn­uði. Sam­fylk­ingin er og á ætíð að vera slíkur flokk­ur."

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None