Baldvin Þór Bergsson mun láta af störfum sem dagskrárstjóri Rásar tvö og númiðla RÚV um áramót og taka við starfi ritstjóra nýs Kastljóss, samkvæmt heimildum Kjarnans. Samhliða mun hann áfram leiða verkefnið „nýr ruv.is“ og móta tillögur að framtíðarfyrirkomulagi vefritstjórnar ríkismiðilsins.
Nýtt Kastljós mun hefja göngu sína í byrjun árs 2022.
Auglýsing
Í byrjun desember 2017 var tilkynnt að Baldvin hefði verið ráðinn dagskrárstjóri Rásar 2 og númiðla RÚV. Samhliða tók hann sæti í dagskrárstjórn og framkvæmdaráði RÚV.
Baldvin var á meðal þeirra sem sóttust eftir því að verða útvarpsstjóri RÚV þegar sú staða var síðast auglýst, síðla árs 2019. Stefán Eiríksson var þá ráðinn í starfið.