Bankasýsla ríkisins vísar á bug sjónarmiðum um lagalega annmarka á Íslandsbankaútboði í tilkynningu sem send var á fjölmiðla síðdegis í dag. Þar er vísað í að í fjölmiðlum í dag hafi komið fram sjónarmið þess efnis að fyrirkomulag við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið í andstöðu við lög. „Af því tilefni skal áréttað að við sölumeðferðina var ákvæðum laga fylgt í hvívetna, þar með talið laga nr. 155/2012. Bankasýsla ríkisins vísar á bug hvers kyns sjónarmiðum um annað.“
Forsvarsmenn Bankasýslunnar eru Jón Gunnar Jónsson, forstjóri hennar, og Lárus Blöndal, stjórnarformaður stofnunarinnar.
Hún sagði þar að þegar yfir 150 aðilar séu valdir til að kaupa magn bréfa sem sé svo lítið að það hefði ekki hreyft við markaðsvirði Íslandsbanka ef þeir hefur keypt á eftirmarkaði þá brjóti það í bága við 3. grein og mögulega einnig 2. grein umræddra laga. „Á grundvelli þess þarf einhver að axla ábyrgð fyrir að hafa heimilað þetta og auk þess þarf að rifta þessum viðskiptum við einstaklinga og ehf., enda eru þau ekki í samræmi við lög og kaupendum og miðlurum hefði mátt vera það ljóst sem og því stjórnvaldi sem heimilaði þetta.“
Sigríður var einn þriggja sem mynduðu rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið sem skilaði umfangsmikilli skýrslu í apríl 2010. Hún sat einnig um nokkurra ára skeið í bankaráði Landsbankans.