Barist gegn verðbólgunni í Bandaríkjunum

Vinsældir stjórnvalda í Bandaríkjunum hafa versnað töluvert samhliða hækkandi verðlagi, en verðbólgan þar í landi hefur ekki verið hærri í 31 ár. Forseti landsins boðar aðgerðir gegn verðbólgunni, en ekki er búist við að vextir verði hækkaðir strax.

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.
Auglýsing

Verð­bólgan í Banda­ríkj­unum nam 6,2 pró­sentum í síð­asta mán­uði, en hún hefur ekki verið hærri frá árinu 1990. Á sama tíma og verð­bólgan hefur auk­ist hefur óánægja með for­seta lands­ins, Joe Biden, vax­ið. Biden sagði að frum­varpið hans um fjár­fest­ingar í innviðum myndi draga úr þessum vanda, en ekki er búist við að seðla­bank­inn hækki vexti vegna hennar á allra næstu mán­uð­um.

Meiri eft­ir­spurn og flösku­hálsar í fram­boði

Verð­bólgu­töl­urnar fyrir októ­ber voru birtar í gær, en sam­kvæmt frétt Bloomberg var hún drifin áfram af verð­hækk­unum á orku, hús­næði, mat­vöru og far­ar­tækj­um. Þessar hækk­anir má rekja til auk­innar eft­ir­spurnar eftir efna­hagslægð­ina sem mynd­að­ist í kjöl­far far­ald­urs­ins, auk þess sem trufl­anir hafa orðið á fram­boði vegna flösku­hálsa í vöru­flutn­ingum og skorts á vinnu­afli.

Þetta er mesta verð­bólga sem mælst hefur í Banda­ríkj­unum í 31 ár, en hún nam 6,3 pró­sentum í nóv­em­ber árið 1990. Hún hefur hækkað hratt á síð­ustu mán­uð­um, en í lok febr­úar nam hún ein­ungis 1,7 pró­sentum þar í landi.

Auglýsing

Hefur trú á inn­viða­frum­varpi

Í yfir­lýs­ingu sem Biden sendi frá sér í gær segir Biden að frum­varp hans um inn­viða­fjár­fest­ing­ar, sem er nú til umræðu á Banda­ríkja­þingi, muni taka á þessu vanda­máli. Sam­kvæmt honum gætu bættir inn­viðir dregið úr hiksti í fram­leiðslu, sem myndi hafa nei­kvæð áhrif á verð.

„Við erum nú þegar í miðj­unni á sögu­legri efna­hags­við­spyrn­u,“ segir Biden í ávarp­inu sínu sem sjá má hér að neð­an. „Þökk sé allra aðgerð­anna sem við höfum ráð­ist í munum við mjög bráð­lega sjá virð­is­keðj­una ná í skottið á eft­ir­spurn­inn­i.“

Hins vegar er ekki víst að frum­varp Biden muni ná í gegnum þing­ið, þar sem það veltur á stuðn­ingi frá öld­unga­deild­ar­þing­mann­inum Joe Manchin. Frétta­mið­illin Axios greindi frá því í gær að Manchin hygð­ist ekki ætla að styðja frum­varp­ið, þar sem hann er óviss um hvaða áhrif það muni hafa á efna­hags­lífið vest­an­hafs.

Engar vaxta­lækk­anir enn

Stýri­vextir seðla­banka Banda­ríkj­anna eru nú í 0,25 pró­sent­um, en þeir hafa verið nálægt núll pró­sentum frá byrjun far­ald­urs­ins í mars í fyrra. Seðla­banka­stjóri Banda­ríkj­anna, Jer­ome Powell, sagði í síð­asta mán­uði að hann teldi vaxta­hækk­anir vera ótíma­bær­ar, þar sem hann telur yfir­stand­andi verð­bólgu­skot ein­ungis vera tíma­bund­ið.

Sam­kvæmt frétt CNBC frá í gær vænta mark­aðs­að­ilar vest­an­hafs hins vegar að vaxta­hækk­un­ar­ferlið þar byrji fyrr í ljósi nýút­gef­inna verð­bólgu­talna, en sam­kvæmt þeim eru 80 pró­sent líkur á að stýri­vextir verði hækk­aðir um 0,25 pró­sent í júlí á næsta ári. Fyrir birt­ingu verð­bólgu­taln­anna töldu þeir að vext­irnir yrðu ekki hækk­aðir fyrr en í sept­em­ber 2022.

Aðeins Trump var óvin­sælli

Líkt og Kjarn­inn fjall­aði um fyrr í vik­unni hafa vin­sældir Biden minnkað hratt á sama tíma og verð­lag hefur hækk­að, en sam­kvæmt nýrri skoð­ana­könnun er meiri­hluti Banda­ríkja­manna óánægður með frammi­stöðu hans sem for­seta. Ein­ungis einn for­seti hefur mælst óvin­sælli eftir jafn­langan tíma í emb­ætti, en það var Don­ald Trump.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Jón Daníelsson
Ósvífinn endurupptökudómur
Kjarninn 5. október 2022
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiErlent