Barist gegn verðbólgunni í Bandaríkjunum

Vinsældir stjórnvalda í Bandaríkjunum hafa versnað töluvert samhliða hækkandi verðlagi, en verðbólgan þar í landi hefur ekki verið hærri í 31 ár. Forseti landsins boðar aðgerðir gegn verðbólgunni, en ekki er búist við að vextir verði hækkaðir strax.

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.
Auglýsing

Verð­bólgan í Banda­ríkj­unum nam 6,2 pró­sentum í síð­asta mán­uði, en hún hefur ekki verið hærri frá árinu 1990. Á sama tíma og verð­bólgan hefur auk­ist hefur óánægja með for­seta lands­ins, Joe Biden, vax­ið. Biden sagði að frum­varpið hans um fjár­fest­ingar í innviðum myndi draga úr þessum vanda, en ekki er búist við að seðla­bank­inn hækki vexti vegna hennar á allra næstu mán­uð­um.

Meiri eft­ir­spurn og flösku­hálsar í fram­boði

Verð­bólgu­töl­urnar fyrir októ­ber voru birtar í gær, en sam­kvæmt frétt Bloomberg var hún drifin áfram af verð­hækk­unum á orku, hús­næði, mat­vöru og far­ar­tækj­um. Þessar hækk­anir má rekja til auk­innar eft­ir­spurnar eftir efna­hagslægð­ina sem mynd­að­ist í kjöl­far far­ald­urs­ins, auk þess sem trufl­anir hafa orðið á fram­boði vegna flösku­hálsa í vöru­flutn­ingum og skorts á vinnu­afli.

Þetta er mesta verð­bólga sem mælst hefur í Banda­ríkj­unum í 31 ár, en hún nam 6,3 pró­sentum í nóv­em­ber árið 1990. Hún hefur hækkað hratt á síð­ustu mán­uð­um, en í lok febr­úar nam hún ein­ungis 1,7 pró­sentum þar í landi.

Auglýsing

Hefur trú á inn­viða­frum­varpi

Í yfir­lýs­ingu sem Biden sendi frá sér í gær segir Biden að frum­varp hans um inn­viða­fjár­fest­ing­ar, sem er nú til umræðu á Banda­ríkja­þingi, muni taka á þessu vanda­máli. Sam­kvæmt honum gætu bættir inn­viðir dregið úr hiksti í fram­leiðslu, sem myndi hafa nei­kvæð áhrif á verð.

„Við erum nú þegar í miðj­unni á sögu­legri efna­hags­við­spyrn­u,“ segir Biden í ávarp­inu sínu sem sjá má hér að neð­an. „Þökk sé allra aðgerð­anna sem við höfum ráð­ist í munum við mjög bráð­lega sjá virð­is­keðj­una ná í skottið á eft­ir­spurn­inn­i.“

Hins vegar er ekki víst að frum­varp Biden muni ná í gegnum þing­ið, þar sem það veltur á stuðn­ingi frá öld­unga­deild­ar­þing­mann­inum Joe Manchin. Frétta­mið­illin Axios greindi frá því í gær að Manchin hygð­ist ekki ætla að styðja frum­varp­ið, þar sem hann er óviss um hvaða áhrif það muni hafa á efna­hags­lífið vest­an­hafs.

Engar vaxta­lækk­anir enn

Stýri­vextir seðla­banka Banda­ríkj­anna eru nú í 0,25 pró­sent­um, en þeir hafa verið nálægt núll pró­sentum frá byrjun far­ald­urs­ins í mars í fyrra. Seðla­banka­stjóri Banda­ríkj­anna, Jer­ome Powell, sagði í síð­asta mán­uði að hann teldi vaxta­hækk­anir vera ótíma­bær­ar, þar sem hann telur yfir­stand­andi verð­bólgu­skot ein­ungis vera tíma­bund­ið.

Sam­kvæmt frétt CNBC frá í gær vænta mark­aðs­að­ilar vest­an­hafs hins vegar að vaxta­hækk­un­ar­ferlið þar byrji fyrr í ljósi nýút­gef­inna verð­bólgu­talna, en sam­kvæmt þeim eru 80 pró­sent líkur á að stýri­vextir verði hækk­aðir um 0,25 pró­sent í júlí á næsta ári. Fyrir birt­ingu verð­bólgu­taln­anna töldu þeir að vext­irnir yrðu ekki hækk­aðir fyrr en í sept­em­ber 2022.

Aðeins Trump var óvin­sælli

Líkt og Kjarn­inn fjall­aði um fyrr í vik­unni hafa vin­sældir Biden minnkað hratt á sama tíma og verð­lag hefur hækk­að, en sam­kvæmt nýrri skoð­ana­könnun er meiri­hluti Banda­ríkja­manna óánægður með frammi­stöðu hans sem for­seta. Ein­ungis einn for­seti hefur mælst óvin­sælli eftir jafn­langan tíma í emb­ætti, en það var Don­ald Trump.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent