Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin

Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.

Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Auglýsing

Bene­dikt Jó­hann­es­­son, fyrr­ver­andi for­maður Við­reisn­­ar og helsti hvata­mað­ur­inn að stofnun flokks­ins, hef­ur sagt sig úr fram­­kvæmda­­stjórn hans. Ástæðan fyrir því er það ferli sem Við­reisn réðst í til að velja á lista fyrir kom­andi kosn­ingar sem Bene­dikt telur hafa verið hann­aða atburða­rás til að koma ákveðnum ein­stak­lingum að, og öðrum frá. Þetta kemur fram í við­tali við Bene­dikt á mbl.is í dag.

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um þær hörðu deilur sem spruttu upp innan Við­reisnar í frétta­skýr­ingu sem birt­ist í lok síð­asta mán­að­ar, í kjöl­far þess að Bene­dikt hafði verið hafnað sem fram­bjóð­anda af upp­still­inga­nefnd flokks­ins. Í kjöl­far þeirrar höfn­unar fór í gang fór atburða­rás til að reyna að sætta ólík sjón­ar­mið og plástra per­sónu­leg sár­indi, sem bar ekki árang­ur.

Bene­dikt verður ekki á lista Við­reisnar í kom­andi kosn­ingum og hefur nú auk þess sagt sig úr fram­kvæmda­stjórn flokks­ins, þar sem hann hefur setið frá upp­hafi. Sú stjórn ann­ast dag­legan rekstur Við­reisnar og fjár­reiður með fram­kvæmda­stjóra. Þar sitja nú for­maður Við­reisn­ar, vara­for­maður og Þórður Magn­ús­son, for­maður fjár­öfl­un­ar­nefnd­ar, sem er áheyrn­ar­full­trúi, og Þor­steinn Víglunds­son, fyrr­ver­andi vara­for­maður Við­reisnar sem tók sæti Bene­dikts.

Fram­ganga Þor­gerðar Katrínar mestu von­brigðin

Í við­tal­inu við mbl.is í dag segir Bene­dikt að fram­ganga Þor­gerðar Katrínar Gunn­ars­dótt­ur, for­manns Við­reisn­ar, í ferl­inu hafi valdið sér mestu von­brigð­um. Hann full­yrðir að Þor­gerður Katrín hafi lagt mikla áherslu á að byrjað yrði á því að kynna list­a flokks­ins í lands­­byggð­ar­­­kjör­­dæmun­um, þar sem fyr­ir­­séð var að yrðu karl­ar í efstu sæt­un­­um. „Það var síðan notað sem rök í Reykja­vík og í Krag­an­um að það yrðu að vera kon­ur til þess að kynja­­jafn­­rétti væri náð.“

Auglýsing
Þarna hafi verið um hann­aða atburða­rás að ræða og við­bót­ar­snún­ingur hafi svo komið á málið þegar Jón Stein­dór Valdi­mars­son, þing­maður flokks­ins í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, hafi verið færður úr fyrra sæti sínu sem sé lík­legt þing­sæti, yfir í ólík­­­legt sæti í Reykja­vík norð­ur. „Reynt að slá fleiri en eina flugu í sama högg­i.“ Jón Stein­dór var færður í annað sæti á lista flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður en í gamla sætið hans, annað sætið í Krag­an­um, er sestur fjöl­miðla­mað­ur­inn Sig­mar Guð­munds­son. 

Bene­dikt segir við mbl.is að það hafi valdið sér veru­­leg­um von­brigðum að flokk­ur með slag­orðið „al­­manna­hags­mun­ir fram­ar sér­­hags­mun­um“ sem ávallt hafi stefnt að því frá stofn­un að skilja „klækja­­stjórn­­­mál­in“ eft­ir, nái ekki að starfa eft­ir þeirri línu. „Auð­vitað renn­ur mér það til rifja að flokk­­ur­inn sem ég vann öt­ul­­lega að stofn­un sé ekki á þess­um nót­um leng­­ur.“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Mynd: Bára Huld Beck

Hann segir enn fremur að margir hafi haft sam­band við sig sem telji sig nú land­lausa í póli­tík og að hann hugsi að um sé að ræða sama fólk sem upp­lif­iði sig þannig fyrir sjö árum þegar vinna við stofnun Við­reisnar hófst. 

Atburða­rás sem hófst í byrjun árs

Bene­dikt rekur upp­haf atburða­rás­ar­innar til fundar sem hald­inn var í Reykja­vík­ur­fé­lagi Við­reisnar í byrjun febr­úar þar sem stjórn þess bar upp til­lögu um að farin yrði upp­still­ing­ar­leið fyrir kom­andi kosn­ing­ar.

Á þessum fundi lagði Bene­dikt fram til­lögu um að fram myndi fara próf­kjör, en henni var hafnað af meiri­hluta fund­ar­manna. Helstu rökin voru þau að ekki væri nægj­an­legur tími til þess að halda þau. Vert er að taka fram að Við­reisn hefur alltaf stillt upp á lista frá því að flokk­ur­inn var stofn­að­ur. Það hefði því verið nýlunda að halda próf­kjör.

Í frétta­skýr­ingu Kjarn­ans frá því fyrir tæpum mán­uði síðan kom fram að hvernig staðið var að boðun þessa fundar og hvernig valið var í áður­greint Reykja­vík­ur­ráð sem síðar skip­aði svo fimm manna upp­still­ing­ar­nefnd hagi verið gagn­rýnt harð­lega af ýmsum flokks­mönnum Við­reisn­ar, meðal ann­ars í lok­uðum spjall­hópi þeirra á Face­book. Gagn­rýnendum þótti yfir­skrift tölvu­pósts sem sendu var út til að boða fund­inn hafa verið of almenn í ljósi þess að þarna átti að taka stórar ákvarð­anir um leiðir til að velja á lista og hverjir myndu gera það. Mik­il­vægi fund­ar­ins hefði ein­fald­lega farið fram hjá mörgum sem héldu að þetta væri hefð­bund­inn fundur í Reykja­vík­ur­ráð­in­u. 

Boðið neðsta sætið eftir að hafa sóst eftir odd­vita­sæti

Upp­still­ing­ar­nefndin var skipuð í byrjun febr­úar og Þor­steinn Páls­son, fyrr­ver­andi for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og áhrifa­maður í VIð­reisn frá stofn­un, var gerður að for­manni henn­ar. Kjarn­inn hefur heim­ildir fyrir því að for­maður Reykja­vík­ur­ráðs Við­reisnar hafi leitað víða eftir fólki til að sitja í nefnd­inni, meðan ann­ars til aðila sem er ekki skráður í Við­reisn og hefur aldrei tekið þátt í starfi flokks­ins. Sá hafn­aði boð­in­u.  

Auglýsing
Þriðjudaginn 18. maí dró svo til tíð­inda. Þor­steinn Páls­son bað Bene­dikt Jóhann­es­son að koma og hitta sig. Á fundi þeirra greindi Þor­steinn honum frá því að að það væri ein­róma nið­ur­staða upp­still­ing­ar­nefnd­ar­innar að bjóða Bene­dikt neðsta sæti list­ans í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi. Það afþakk­aði Bene­dikt, enda lá ljóst fyrir af opin­berum yfir­lýs­ingum hans að hann ætl­aði sér virka stjórn­mála­þátt­töku, ekki að þiggja heið­urs­sæti á lista. 

Bene­dikt greindi opin­ber­lega frá þessu í stöðu­upp­færslu á Face­book 21. maí. Þar skrif­aði hann meðal ann­ars: „Þar með er útséð um að ég verði í fram­boði fyrir Við­reisn að þessu sinni, en ég held áfram í póli­tík og styð nú sem fyrr grunn­stefnu Við­reisn­ar, enda hygg ég að ég hafi skrifað megnið af henni. Sjaldan hefur verið brýnni þörf fyrir ein­beitta, frjáls­lynda rödd í sam­fé­lag­inu og ég mun ekki láta mitt eftir liggja.“

Reynt að lægja öldur án árang­urs

Bene­dikt var því aug­ljós­lega afar ósáttur með nið­ur­stöð­una og það átti líka við um fjöl­marga stuðn­ings­menn hans. Fleiri afþökk­uðu sæti á lista Við­reisnar og ein­hverj­ir, meðal ann­ars stofn­fé­lag­ar, sögðu sig úr flokknum með yfir­lýs­ingum sem settar voru inn í „Við­reisn umræða“.

Í gang fór atburða­rás til að reyna að lægja öld­urn­ar. Hún fólst helst í því að reyna að bjóða Bene­dikt annað sæti og fá hann til að sam­þykkja það áður en listar Við­reisnar í kjör­dæm­unum þremur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu yrðu kynntir skömmu síð­ar.

Um tíma leit út fyrir að þetta myndi bera árang­ur. Bene­dikt að eigin sögn féllst á beiðni Þor­gerðar Katrín­ar, for­manns Við­reisn­ar, um að taka 2. sæti á lista flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur. Ekki liggur ljóst fyrir hvað hefði þá átt að gera við Jón Stein­dór, sitj­andi þing­mann sem mun skipa það sæti í haust. 

Bene­dikt vildi hins vegar fá afsök­un­ar­beiðni frá þeim sam­starfs­mönnum sínum til magra ára, til að mynda Þor­steini Páls­syni og Þor­gerði Katrínu sjálfri á því hvernig hefði verið staðið að málum gagn­vart hon­um. Það sner­ist ekki um að honum hefði verið boðið síð­asta sæti á list­an­um, heldur þeim sam­tölum og sam­skiptum sem urðu í kjöl­far­ið.

Síðar orð­aði hann það þannig í stöðu­upp­færslu á Face­book, sem birt­ist 27. maí, að hann vildi að þeir sem hefðu komið fram við hann með „óvið­ur­kvæmi­legum hætti“ bæðu hann afsök­un­ar. Í sömu stöðu­upp­færslu sagði Bene­dikt að hann hefði tekið fram að þetta „væri ein­ungis til þess að ljúka þessum málum af minni hálfu og leggja grunn að góðu sam­starfi. Ég myndi ekki gera þær afsak­anir opin­ber­ar. Þor­gerður svar­aði eftir umhugsun að slík per­sónu­leg afsök­un­ar­beiðni væri ekki í boði. Því fór sem fór.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent