BÍ: RÚV af auglýsingamarkaði er nauðsynlegt skref en bæta þarf fyrirtækinu tekjutapið

Blaðamannafélag Íslands segir að það skref að taka RÚV af auglýsingamarkaði sé „nauðsynlegt skref í átt til hagfelldara rekstrarumhverfis“. Þó þurfi að bæta RÚV tekjutapið úr ríkissjóði og passa upp á að niðurskurður bitni ekki á fréttastofu RÚV.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Auglýsing

Blaða­manna­fé­lag Íslands hvetur Alþingi til þess að grípa til enn frek­ari aðgerða í þágu einka­rek­inna fjöl­miðla en þegar hefur verið gert. „Beinir styrkir til einka­rek­inna miðla hafa þegar verið lög­fest­ir, þótt ein­ungis sé um tíma­bundið úrræði sé að ræða. Nauð­syn­legt er að auka það fé sem veitt er til þeirra, end­ur­skoða úthlut­un­ar­reglur svo þeir nái til fleiri miðla og gera úrræðið var­an­legt. Þá er sú ráð­stöf­un[...]að taka RÚV af aug­lýs­inga­mark­aði, nauð­syn­legt skref í átt til hag­felld­ara rekstr­ar­um­hverf­is. Það sem er ekki síður mik­il­vægt, og gæti skilað einka­reknum fjöl­miðlum enn meira rekstr­arfé en auknar aug­lýs­inga­tekjur með brott­hvarfi RÚV af aug­lýs­inga­mark­aði, er skatt­lagn­ing erlendu tæknirisanna. Hvetur Blaða­manna­fé­lag Íslands stjórn­völd til þess að leita allra leiða til þess að rétta af þá skökku sam­keppn­is­stöðu sem þar er um að ræða, til að mynda með því að láta skatt­tekjur renna beint í sjóð sem deilist á einka­rekna fjöl­miðla.“ 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögn sem Blaða­manna­fé­lag Íslands hefur skilað inn um frum­varp tveggja þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Óla Björns Kára­sonar og Brynjars Níels­son­ar, um að taka RÚV af aug­lýs­inga­mark­aði.

Frum­varp þing­mann­anna tveggja gengur út á að frá byrjun næsta árs og út árið 2023 verði RÚV gert óheim­ilt að stunda beina sölu á aug­lýs­ing­um, hlut­fall aug­lýs­inga megi ekki fara yfir fimm mín­útur á hvern klukku­tíma í útsend­ing­ar­tíma, óheim­ilt verði að slíta í sundur dag­skrár­liði með aug­lýs­ingum og bannað að selja kostun á efni. Þátt­töku RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði verði svo hætt í byrjun árs 2024. 

Vilja fram­lög á móti og að frétta­stofan verði varin

Þótt Blaða­manna­fé­lag Íslands fagni því í umsögn­inni að Alþingi ræði nú það skref að taka RÚV af aug­lýs­inga­mark­aði þá leggur félagið jafn­framt á það höf­uð­á­herslu að tryggja beri rekstur RÚV með auknum fjár­veit­ingum úr rík­is­sjóði sem vega muni upp á móti tekju­tapi þegar aug­lýs­inga­sölu verður hætt. „Þá er nauð­syn­legt að tryggja fjár­veit­ingu til RÚV til lengri tíma, til að mynda 8-10 ára í senn og setja ákvæði inn í þjón­ustu­samn­ing þess efn­is. Enn­fremur þarf að tryggja sjálf­stæði frétta­stofu RÚV innan stofn­un­ar­inn­ar, til að mynda með því að girða fyrir það að starf­semi frétta­stofu RÚV verði skorin nið­ur, fari svo að fjár­veit­ingar til stofn­un­ar­innar verði skert­ar.“

Í frum­varpi Óla Björns og Brynjars er ekki gert ráð fyrir því að RÚV verði bætt það tekju­tap sem fyr­ir­tækið yrði fyrir vegna þess að fyr­ir­tækið mætti ekki taka þátt á aug­lýs­inga­mark­aði með öðrum hætti, en tekjur RÚV af sam­keppn­is­rekstri voru 2,2 millj­arðar króna árið 2019 og um tveir millj­arðar króna í fyrra.

Hvetur Alþingi til að gera meira

Nefnd um rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla var skipuð árið 2016 og skil­aði af sér skýrslu í byrjun árs 2018. Sú nefnd, undir for­mennsku Björg­vins Guð­munds­son­ar, lagði til til alls sjö til­lögur til að bæta umhverf­ið. Þær snéru meðal ann­ars að stöðu RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði, skatta­legu umhverfi, textun og tal­setn­ingu og end­ur­greiðslu fram­leiðslu­kostn­aðar á fréttum og frétta­tengdu efni. Þá var einnig ítar­leg sam­an­tekt um opin­beran stuðn­ing við fjöl­miðla í helstu nágranna­ríkjum auk sér­á­lits tveggja nefnd­ar­manna að finna í nið­ur­stöðum nefnd­ar­inn­ar.

Auglýsing
Ein þeirra til­lagna sem lagðar voru fram fyrir tveimur og hálfu ári síðan hefur að hluta orðið að veru­leika, upp­setn­ing kerfis sem end­ur­greiðir hluta rít­stjórn­ar­kostn­aðar sem fellur til vegna frétta­vinnslu. Í þeirri útfærslu sem var afgreidd fer þorri þeirra fjár­muna sem end­ur­greiddir verða, sam­an­lagt tæp­lega 400 millj­ónir króna, til þriggja einka­rek­inna fjöl­miðla­fyr­ir­tækja: Árvak­urs, Sýnar og Torgs. Í umsögn Blaða­manna­fé­lags­ins segir að styrkirnir hefðu átt að verða hærra og gagn­ast fleiri miðl­u­m. 

Félagið hvetur einnig ​Al­þingi til þess að taka til skoð­unar allar þær til­lögur sem lagðar voru fram í nefnd­inni um rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla „því ef ekk­ert verður að gert er raun­veru­leg hætta á að enn fleiri fjöl­miðlar neyð­ist til að leggja árar í bát en nú þegar er orð­ið. Ekki þarf að fara mörgum orðum um mik­il­vægi fjöl­miðla í lýð­ræð­is­sam­fé­lag­inu enda er inn á það komið í frum­varp­inu sjálfu.

Undir umsögn­ina ritar Sig­ríður Dögg Auð­uns­dótt­ir, nýkjör­inn for­maður Blaða­manna­fé­lags­ins.

Sím­inn fagnar

Fjöl­miðla- og fjar­skipta­fyr­ir­tækið Sím­inn, sem er skráð á markað og er að stórum hluta í eigu íslenskra líf­eyr­is­sjóða, hefur einnig skilað inn umsögn um frum­varp þeirra Óla Björns og Brynjars. Þar segir fyr­ir­tækið fagna frum­varp­inu. „Loks er ætl­unin að rétta við þá sér­deilis skökku sam­keppn­is­stöðu sem einka­reknir ljós­vaka­miðlar hafa þurft að þola gagn­vart Rík­is­út­varp­inu alla tíð síðan 1986. [...]Frum­varpið ætti að vera með öllu sárs­auka­laust fyrir Rík­is­út­varpið þar sem gef­inn er rúmur aðlög­un­ar­tími til breyt­inga og hafa ber í huga að sá umtals­verði kostn­aður sem hlýst af sölu­starf­sem­inni ætti að lækka enn hraðar en tekj­urnar skerð­ast. Einn er sá ávinn­ingur sem sjaldan er ræddur en það er að Rík­is­út­varpið mun batna veru­lega að gæðum þegar dag­skrár­deildir verða loks frjálsar undan ægi­valdi sölu­deildar sem ræður lögum og lofum í starf­semi stofn­un­ar­innar í dag.“ Undir umsögn­ina ritar Magnús Ragn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri hjá Sím­an­um.

Sú stoð sem hefur vaxið mest innan Sím­ans und­an­farin miss­eri er sjón­varps­þjón­usta. Í fyrra juk­ust tekjur Sím­ans í heild til að mynda um 868 millj­ónir króna þrátt fyrir það sem stjórn­endur félags­ins lýsa í nýlegri fjár­festa­kynn­ingu að hafi verið „erfitt árferði“ vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Tekjur af sjón­varps­þjón­ustu juk­ust mest, alls um 632 millj­ónir króna. 

Þar mun­aði mest um tekjur af Prem­i­um-á­skrift Sjón­varps Sím­ans, sem juk­ust um hálfan millj­arð króna, og auknar aug­lýs­inga­tekj­ur, sem juk­ust um tæpar 100 millj­ónir króna. Sím­inn rekur ekki frétta­þjón­ustu.

Tekjur vegna áfram­hald­andi starf­semi Sím­ans juk­ust um 99 millj­ónir króna á fyrsta árs­fjórð­ungi 2021, miðað við það sem þær voru á sama tíma í fyrra. Af þeirri upp­hæð komu 39 millj­ónir króna, tæp 40 pró­sent, frá auknum tekjum vegna sjón­varps­þjón­ustu. Í fjár­festa­kynn­ing­unni segir að aug­lýs­inga­sala hafi gengið vel og auk­ist tals­vert milli ára.

Hópur sem átti að skoða RÚV hefur ekki skilað af sér

Í febr­úar fól Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra, þremur full­­trúum rík­­is­­stjórn­­­ar­­flokk­anna að rýna lög um RÚV og gera til­­lögur að breyt­ingum sem lík­­­legar eru til að sætta ólík sjón­­­ar­mið um starf­­semi og hlut­verk þess.

­Full­­trúar flokk­anna eru Kol­beinn Ótt­­ar­s­­son Proppé, full­­trúi Vinstri grænna sem er jafn­­framt for­­maður hóps­ins, Silja Dögg Gunn­­ar­s­dótt­ir, full­­trúi Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins, og Páll Magn­ús­­son, full­­trúi Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins og fyrr­ver­andi útvarps­­­stjóri.

Ráð­­gert var að þau myndu ljúka störfum eigi síðar en 31. mars. Nú, rúmum tveimur mán­uðum síð­ar, hefur hóp­ur­inn enn ekki lokið störf­um. 

Frum­varp Óla Björns og Brynjars var lagt fram eftir að hóp­ur­inn var skip­aður og á meðan að hann var enn að störf­um. Kol­beinn ­gagn­rýndi það í sam­tali við Kjarn­ann 1. apríl síð­ast­lið­inn. „Ég klóra mér í koll­inum yfir þessu. Mér finnst mjög furðu­legt að leggja fram svona mál á meðal að ég sit með öðrum þing­manni þeirra flokks í starfs­hópi þar sem við erum að fara yfir þessi mál, þar á meðal þátt­töku RÚV á aug­lýs­inga­mark­að­i.“ 

Þrátt fyrir það fengu Óli Björn og Brynjar að mæla fyrir frum­varp­inu 18. maí og það fór svo til frek­ari vinnslu í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd sem hefur það nú til umfjöll­un­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent