Bílastæðið í kjallaranum stundum „langdýrasta herbergið í húsinu“

Gríðarlegt pláss fer undir þá bíla sem bætast við á höfuðborgarsvæðinu á hverju ári og kostnaður við geymslu þeirra er borinn af heimilum og fyrirtækjum, sagði Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur í viðtali við Kjarnann á dögunum.

Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínu ræddi um kostnað heimila og fyrirtækja af geymslu einkabíla í samtali við Kjarnann fyrir skemmstu.
Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínu ræddi um kostnað heimila og fyrirtækja af geymslu einkabíla í samtali við Kjarnann fyrir skemmstu.
Auglýsing

„Þegar þessi umræða byrjar úti í sam­­fé­lag­inu á hverju hausti, um að það sé miklu meiri umferð heldur en síð­­asta haust, þá er það bara alveg rétt. En það er af því að okkur hefur ekki tek­ist að bjóða íbú­unum upp á aðra alvöru val­­kost­i,“ sagði Hrafn­kell Á. Proppé skipu­lags­fræð­ingur við Kjarn­ann í ítar­legu við­tali, sem birt­ist í heild sinni í síð­ustu viku.

Í við­tal­inu fór hann yfir nauð­syn þess að breyta ferða­venjum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og byrja að bjóða þeim sem búa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu upp á aðra alvöru val­kosti en einka­bíl­inn til að kom­ast á milli staða. Hann benti á það, sem stundum gleym­ist í umræð­unni um þróun sam­gangna og skipu­lags í Stór-Reykja­vík, að öll sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu standa sam­einuð að þeirri fram­tíð­ar­sýn að byggja upp þétt­ara borg­ar­svæði með hágæða almenn­ings­sam­göng­um.

„Það er ekki hægt að halda áfram hina leið­ina,“ sagði Hrafn­kell og nefndi að hann hefði nýlega haldið erindi á ráð­­stefnu um lofts­lags­­mál, þar sem hann setti land­þörf sam­­gangna í sam­hengi við lofts­lags­­mál­in. „Und­an­farið hefur árleg fjölgun á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu að jafn­­aði verið um 4.000 íbú­­ar. Miðað við hvernig við erum að þjón­usta ferða­þörf þessa fólks í dag þá bæt­­ast við 3.000 bílar á hverju ári. Ef þú myndir raða þessum bílum öllum upp á rauðu ljósi við Kringlu­­mýr­­ar­braut­ina þá myndi röðin enda við Kúa­­gerði, á milli Straum­s­víkur og Voga. Þetta færi í gegnum Reykja­vík, Kópa­vog, Garða­bæ, Hafn­­ar­­fjörð og end­aði í Vogum á Vatns­­­leysu­­strönd, leið sem væri 22 kíló­­metr­­ar,“ sagði Hrafn­kell.

Þrjú­hund­ruð­þús­und fer­metrar fyrir bíla­stæði

Til við­bótar við plássið sem bíl­arnir taka á göt­unum þyrfti einnig að skaffa þeim bíla­stæði. Hann segir að ætla megi að hver bíll sem er í umferð þurfi um fjögur bíla­stæði hér og þar um borg­ar­svæðið og að hvert bíla­stæði taki um 25 fer­metra af plássi – sem geri 30 hekt­ara, eða 300.000 fer­metra, fyrir þá 3.000 bíla sem bæt­ist við í umferð­inni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á ári hverju.

Auglýsing

Þetta geymslu­pláss undir bíla er vand­fundið inni í miðri borg, sagði Hrafn­kell og benti svo á nei­kvæð umhverf­is­á­hrif þess að moka jarð­vegi upp fyrir bíla­kjall­ara undir alla þessa bíla og hauga hann upp ein­hvers­staðar utan borg­ar­markanna.

„Um leið og þú haugar hann upp byrjar bruni á kolefni, og á sama tíma eru stjórn­­völd að setja aura í að moka ofan í ein­hverja skurði. Við erum ekki að hugsa um þetta sam­hengi, þessi þróun getur ekki gengið áfram – það eru engin geim­vís­indi. Borg­­ar­­sam­­fé­lög geta ekki tek­ist á við vöxt­inn nema með því að mæta ferða­þörf­inni með sjálf­­bær­­ari og skil­­virk­­ari hætti. Þar sem þú getur flutt fleira fólk með minni til­­­kostn­aði fyrir sam­­fé­lagið í heild sinni. Þá er ég bara að tala um allan til­­­kostn­að, líka þann sem spar­­ast við að taka minna pláss. Því við höfum ein­fald­­lega ekki ótak­­markað plás­s,“ sagði Hrafn­kell.

Stæði í bíla­kjall­ara á 6-10 millj­ónir króna

Hann kom einnig inn á það í við­tal­inu hversu mik­ill kostn­aður heim­ila og fyr­ir­tækja væri við það að fórna landi undir bíla­stæði – og benti á að sá kostn­aður marg­fald­að­ist ef bíla­stæðin væru í nið­ur­gröfnum bíla­kjöll­ur­um.

„Íbúðin sem þú ætlar að kaupa þér verður miklu dýr­­ari. Bíla­­stæði kostar kannski 6-10 millj­­ónir og ef þú ætlar að kaupa þér íbúð á 50 millj­­ónir þá er hel­víti dýrt að þurfa að borga upp undir 10 millj­­ónir í bíla­­stæði. Þetta er orðið lang­­dýrasta her­bergið í hús­in­u,“ sagði Hrafn­kell.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent