Bjarni skákaði Lilju Rafneyju í forvali Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi

Vinstri græn hafa kosið sér nýjan oddvita í Norðvesturkjördæmi. Tveir sóttust eftir því að leiða lista flokksins þar. Sitjandi þingmaður náði ekki því sæti sem hún sóttist eftir.

VG_ForvalNV_Cover.jpeg
Auglýsing

Bjarni Jónsson er nýr oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Hann hlaut alls 543 atkvæði í fyrsta sæti listans í rafrænu forvali sem hófst á föstudag og lauk í dag. 

Auk Bjarna sóttist núverandi oddviti flokksins í kjördæminu og formaður atvinnuveganefndar Alþingis, Lilja Rafney Magnúsdóttir, eftir því að leiða listann. Hún þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Bjarna og lenti í öðru sæti í forvalinu með alls 565 atkvæði í fyrsta og annað sætið samtals. Í þriðja sæti er Sigríður Gísladóttir. 

Auglýsing
Bjarni er sveitarstjórnarmaður í Skagafirði og varaþingmaður Vinstri grænna. Hann sóttist einnig eftir því að leiða lista flokksins í Norðvesturkjördæmi í forvali fyrir kosningarnar 2016, en þá hafði Lilja Rafney betur. Hún hefur setið á þingi óslitið frá árinu 2009 og er eini þingmaður Vinstri grænna úr Norðvesturkjördæmi. Flokkurinn þarf að bæta við árangur sinn frá 2017, þegar hann fékk 17,8 prósent atkvæða í kjördæminu, ef hann ætlar að ná tveimur kjördæmakjörnum þingmönnum inn. Gangi það ekki eftir er ljóst að Lilja Rafney mun hverfa af þingi í haust. 

Bjarni er sonur Jóns Bjarnasonar, sem var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í fyrstu ríkisstjórn sem Vinstri græn sátu í á árunum 2009-2013. Jón sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna áður en að það kjörtímabil leið undir lok. Þá er Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri bróðir Bjarna.

Nýir oddvitar verða hjá Vinstri grænum í öllum kjördæmum nema líkast til Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, þar sem Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir munu nær örugglega leiða áfram. Þeir sitjandi þingmenn sem hafa sóst eftir lausum oddvitasætum hafa ekki uppskorið eins og þeir ætluðu. Kolbeinn Óttarsson Proppé ætlaði að færa sig úr Reykjavík í Suðurkjördæmi og sóttist eftir oddvitasæti þar. Honum var hafnað með afgerandi hætti og lenti í fjórða sæti í forvali sem Hólmfríður Árnadóttir vann. Kolbeinn tilkynnti í gær að hann ætlaði að reyna að komast á lista Vinstri grænna í Reykjavík í staðinn.

Í Norðausturkjördæmi, þar sem Steingrímur J. Sigfússon hefur leitt lista Vinstri grænna frá árinu 1999, var laust oddvitasæti eftir að fyrrverandi formaður flokksins tilkynnti að hann hyggðist hætta þingmennsku eftir þetta kjörtímabil. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, sitjandi þingmaður, sóttist eftir því að fylla það skarð en hún laut í lægra haldi fyrir Óla Halldórssyni.

Í Suðvesturkjördæmi var oddvitasætið einnig laust eftir að Rósa Björk Brynjólfsdóttir yfirgaf flokkinn. Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður vildi fá það sæti en tapaði í forvali fyrir varaformanninum og umhverfisráðherranum Guðmundi Inga Guðbrandssyni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent