Bjarni skákaði Lilju Rafneyju í forvali Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi

Vinstri græn hafa kosið sér nýjan oddvita í Norðvesturkjördæmi. Tveir sóttust eftir því að leiða lista flokksins þar. Sitjandi þingmaður náði ekki því sæti sem hún sóttist eftir.

VG_ForvalNV_Cover.jpeg
Auglýsing

Bjarni Jónsson er nýr oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Hann hlaut alls 543 atkvæði í fyrsta sæti listans í rafrænu forvali sem hófst á föstudag og lauk í dag. 

Auk Bjarna sóttist núverandi oddviti flokksins í kjördæminu og formaður atvinnuveganefndar Alþingis, Lilja Rafney Magnúsdóttir, eftir því að leiða listann. Hún þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Bjarna og lenti í öðru sæti í forvalinu með alls 565 atkvæði í fyrsta og annað sætið samtals. Í þriðja sæti er Sigríður Gísladóttir. 

Auglýsing
Bjarni er sveitarstjórnarmaður í Skagafirði og varaþingmaður Vinstri grænna. Hann sóttist einnig eftir því að leiða lista flokksins í Norðvesturkjördæmi í forvali fyrir kosningarnar 2016, en þá hafði Lilja Rafney betur. Hún hefur setið á þingi óslitið frá árinu 2009 og er eini þingmaður Vinstri grænna úr Norðvesturkjördæmi. Flokkurinn þarf að bæta við árangur sinn frá 2017, þegar hann fékk 17,8 prósent atkvæða í kjördæminu, ef hann ætlar að ná tveimur kjördæmakjörnum þingmönnum inn. Gangi það ekki eftir er ljóst að Lilja Rafney mun hverfa af þingi í haust. 

Bjarni er sonur Jóns Bjarnasonar, sem var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í fyrstu ríkisstjórn sem Vinstri græn sátu í á árunum 2009-2013. Jón sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna áður en að það kjörtímabil leið undir lok. Þá er Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri bróðir Bjarna.

Nýir oddvitar verða hjá Vinstri grænum í öllum kjördæmum nema líkast til Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, þar sem Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir munu nær örugglega leiða áfram. Þeir sitjandi þingmenn sem hafa sóst eftir lausum oddvitasætum hafa ekki uppskorið eins og þeir ætluðu. Kolbeinn Óttarsson Proppé ætlaði að færa sig úr Reykjavík í Suðurkjördæmi og sóttist eftir oddvitasæti þar. Honum var hafnað með afgerandi hætti og lenti í fjórða sæti í forvali sem Hólmfríður Árnadóttir vann. Kolbeinn tilkynnti í gær að hann ætlaði að reyna að komast á lista Vinstri grænna í Reykjavík í staðinn.

Í Norðausturkjördæmi, þar sem Steingrímur J. Sigfússon hefur leitt lista Vinstri grænna frá árinu 1999, var laust oddvitasæti eftir að fyrrverandi formaður flokksins tilkynnti að hann hyggðist hætta þingmennsku eftir þetta kjörtímabil. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, sitjandi þingmaður, sóttist eftir því að fylla það skarð en hún laut í lægra haldi fyrir Óla Halldórssyni.

Í Suðvesturkjördæmi var oddvitasætið einnig laust eftir að Rósa Björk Brynjólfsdóttir yfirgaf flokkinn. Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður vildi fá það sæti en tapaði í forvali fyrir varaformanninum og umhverfisráðherranum Guðmundi Inga Guðbrandssyni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Ætla sér að koma loðfílum á legg innan sex ára
Fyrirtækið Colossal segir loðfíla geta reynst vel í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og ætla sér að búa þá til með því að blanda erfðaefni þeirra við frumur Asíufíls. Aðrir vísindamenn efast um ágæti verkefnisins.
Kjarninn 18. september 2021
Árni Jensson
Viðhorfskönnun Gallup – Trúmál
Kjarninn 18. september 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Land tækifæranna
Kjarninn 18. september 2021
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent