Boðað til stjórnarkjörs hjá Festi í kjölfar umdeildrar uppsagnar forstjórans

Stjórn Festi hefur ákveðið að boða til hluthafafundar 14. júlí næstkomandi þar sem stjórnarkjör er eina málið á dagskrá. Kurr hefur verið meðal hluthafa sökum þess hvernig staðið var að uppsögn forstjóra félagsins og hún tilkynnt.

Festi hf. er móðurfélag félaga á borð við Elko, Krónunnar og N1.
Festi hf. er móðurfélag félaga á borð við Elko, Krónunnar og N1.
Auglýsing

Stjórn Festi til­kynnti á fimmtu­dags­kvöld að hún hefði ákveðið að boða hlut­hafa­fund „vegna þeirra sjón­ar­miða sem komið hafa fram í tengslum við starfs­lok for­stjóra félags­ins“, Egg­erts Þórs Krist­ó­fers­son­ar, sem til­kynnt var um í upp­hafi mán­að­ar. Stjórn­ar­kjör mun fara fram á fund­in­um, sem verður 14. júlí.

Stjórnin seg­ist í yfir­lýs­ingu ekki víkja sér undan mál­efna­legri gagn­rýni, en „telur að horft til fram­tíðar sé ákvörðun hennar um for­stjóra­skipti rétt og mik­il­vægt skref í áfram­hald­andi þróun félags­ins.“

„Vöxtur og við­gangur Festi er mik­il­væg­ari en ein­staka stjórn­endur þess eða stjórn. Það er ósk stjórnar að boð­aður hlut­hafa­fundur megi verða til þess að sætta ólík sjón­ar­mið svo unnt sé að halda áfram þeirri veg­ferð sem fyrir höndum er og skipan nýs for­stjóra er órjúf­an­legur hluti af,“ segir í til­kynn­ingu stjórn­ar­inn­ar. Þar kemur einnig fram að stjórn og hlut­hafa beri „sam­eig­in­lega ríka ábyrgð á því að skapa starfs­fólki frið til að sinna störfum sín­um“.

Eitt mál á dag­skránni

Í til­kynn­ingu Festi til Kaup­hallar um fyr­ir­hug­aðan hlut­hafa­fund segir að á dag­skránni verði ein­ungis eitt mál – stjórn­ar­kjör.

Auglýsing

„Í upp­hafi fund­ar­ins mun stjórn félags­ins segja af sér til að tryggja að stjórn­ar­kjör fari fram. Til­gangur fund­ar­ins er að gefa hlut­höfum færi á að kjósa nýja stjórn, eftir atvikum að end­ur­nýja umboð sitj­andi stjórn­ar, eða kjósa nýja eða breytta stjórn, allt eftir því hvað hlut­höfum sýn­ist og hverjir gefa kost á sér til stjórn­ar­starfa,“ segir í til­kynn­ingu Festi.

Frá­far­andi stjórn hefur sam­kvæmt því sem kemur fram í til­kynn­ingu farið fram á það við til­nefn­ing­ar­nefnd félags­ins að „hún geri til­lögu um fleiri stjórn­ar­menn en fimm í þetta sinn svo tryggt sé að hlut­hafar geti kosið á milli fram­bjóð­enda og ekki verði sjálf­kjörið“.

Yfir­lýs­ing stjórnar Festi í heild sinni

„Stjórn Festi hefur ákveðið að boða hlut­hafa­fund vegna þeirra sjón­ar­miða sem komið hafa fram í tengslum við starfs­lok for­stjóra félags­ins sem til­kynnt voru þann 2. júní sl. Stjórn víkur sér ekki undan mál­efna­legri gagn­rýni en telur að horft til fram­tíðar sé ákvörðun hennar um for­stjóra­skipti rétt og mik­il­vægt skref í áfram­hald­andi þróun félags­ins.

Vöxtur og við­gangur Festi er mik­il­væg­ari en ein­staka stjórn­endur þess eða stjórn. Það er ósk stjórnar að boð­aður hlut­hafa­fundur megi verða til þess að sætta ólík sjón­ar­mið svo unnt sé að halda áfram þeirri veg­ferð sem fyrir höndum er og skipan nýs for­stjóra er órjúf­an­legur hluti af.

Festi er stórt og sam­fé­lags­lega mik­il­vægt félag á íslenskum neyt­enda- og fyr­ir­tækja­mark­aði sem hefur marg­vís­legum skyldum að gegna gagn­vart starfs­fólki og við­skipta­vin­um. Félagið býr yfir afburða­hópi mjög hæfs starfs­fólks sem er spennt fyrir fram­tíð­inni. Stjórn og hlut­hafar bera sam­eig­in­lega ríka ábyrgð á því að skapa starfs­fólki frið til að sinna störfum sín­um.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent