„Ísland er og verður herlaus þjóð“

Forsætisráðherra segir utanríkisstefnu Íslands skýra í öldurótinu sem ríkir í alþjóðakerfinu. „Ísland er og verður herlaus þjóð,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í þjóðhátíðaræðu sinni.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði þjóðina á Austurvelli í tilefni þjóðhátíðardagsins.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði þjóðina á Austurvelli í tilefni þjóðhátíðardagsins.
Auglýsing

Leiðin út úr heims­far­aldri, stríðið í Úkra­ínu, utan­rík­is­stefna Íslands, ramma­á­ætl­un, lofts­lags­vá­in, fæðu­ör­yggi og hús­næð­is­ör­yggi er meðal þess sem Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra gerði að umtals­efni í ræðu sinni við hátíð­ar­höld á Aust­ur­velli á þjóð­há­tíð­ar­dag­inn.

„Inn­rás Rúss­lands í Úkra­ínu hefur haft og mun hafa hrika­legar afleið­ing­ar,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra og lagði ríka áherslu á stuðn­ing íslenskra stjórn­valda við Úkra­ínu sem er afdrátt­ar­laus. „Nú þegar hafa komið hingað til lands tæp­lega 1200 Úkra­ínu­menn og það er mik­il­vægt að taka vel á móti þeim sem og öðru flótta­fólki.“

Nýtt hættu­mat og end­ur­skoðun á þjóðar­ör­ygg­is­stefnu vænt­an­leg í ár

For­sæt­is­ráð­herra sagði það vera við­var­andi verk­efni stjórn­valda á hverjum tíma að end­ur­skoða örygg­is- og varn­ar­mál sín. Sú vinna stendur nú yfir í tengslum við nýtt hættu­mat og end­ur­skoðun á þjóðar­ör­ygg­is­stefnu Íslands á vett­vangi Þjóðar­ör­ygg­is­ráðs. „Fregna af hvoru tveggja er að vænta á síð­ari hluta þessa árs“ sagði Katrín.

Auglýsing

Utan­rík­is­stefna Íslands hefur verið skýr í ölduróti alþjóða­sam­fé­lags­ins sem nú ríkir að mati for­sæt­is­ráð­herra. „Ís­land er og verður her­laus þjóð sem byggir full­veldi sitt á virð­ingu fyrir alþjóða­lögum og virku sam­starfi við önnur ríki á vett­vangi alþjóða­stofn­ana,“ sagði Katrín í ræðu sinni.

„Sem traustur og áreið­an­legur þátt­tak­andi í alþjóða­kerf­inu er Ísland öðru fremur málsvari mann­rétt­inda, lýð­ræðis og rétt­ar­rík­is. Og hér eftir sem hingað til notum við rödd okkar til að tala fyrir rétt­indum kvenna og stúlkna, fyrir umhverf­is- og lofts­lags­mál­um, og fyrir friði og afvopn­un.“

Efna­hags­sam­dráttur skapar kjör­lendi fyrir lýð­skrumara

Þá sagði hún brýnt að afvopnun verði áfram í for­grunni þótt mörg ríki heims séu að auka útgjöld til her­mála. Katrín sagði það einnig brýnt að „ver­öldin ani ekki út í nýtt víg­bún­að­ar­kapp­hlaup með til­heyr­andi hörm­ung­um“.

Mynd: Birgir Þór Harðarson.

„Fá­mennar og frið­samar þjóðir eins og Ísland eru í engri stöðu til að hafa betur í hern­að­ar­á­tök­um“ sagði for­sæt­is­ráð­herra, sem telur ógnir stríðs­ins fyrir Ísland vera af öðrum toga en þeirra sem nær þeim búa. Evr­ópu stafar ógn af efna­hags­legum áhrifum stríðs­ins og nefndi for­sæt­is­ráð­herra hækk­anir á olíu og gasi sem og hættu á mat­ar­skorti í því sam­hengi.

„Af­leið­ingar þessa sjáum við meðal ann­ars birt­ast í verð­bólgu og veru­legri hættu á efna­hags­sam­drætti og slíkt skapar auð­vitað kjör­lendi fyrir lýð­skrumara sem jafnan hafa á reiðum höndum ein­föld svör við flóknum spurn­ing­um.“

Ramma­á­ætlun stuðlar að jafn­vægi verndar og nýt­ingar

Ný­sam­þykkt ramma­á­ætlun kom einnig við sögu í ræðu for­sæt­is­ráð­herra sem sagði að áfram eigi að vinna eftir fag­legu ferli í mati á virkj­ana­kostum í gegnum ramma­á­ætl­un. Þriðji áfangi ramma­á­ætl­unar var sam­þykktur með 34 atkvæðum á Alþingi í vik­unni þar sem meiri­hluta­á­lit umhverf­is- og sam­göngu­nefndar var sam­þykkt sem felur meðal ann­ars í sér að virkj­anir í Hér­aðs­vötnum og við Þjórs­ár­ver eru komnar aftur á dag­skrá.

Katrín sagði ramma­á­ætlun stuðla „að hinu mik­il­væga jafn­vægi verndar og nýt­ingar og halda því til haga að vernd skilar okkar sam­fé­lagi ómet­an­legum gæðum sem verða æ eft­ir­sókn­ar­verð­ari í heim­inum á 21. öld­inni – þar sem ósnortin nátt­úra verður æ fágæt­ari“.

Hús­næð­is­mál eitt stærsta kjara­mál heim­il­anna

Þó ný kreppa hafi tekið við af heims­far­aldr­inum með stríðs­á­tökum sagði Katrín margt jákvætt vera að ger­ast á Íslandi. Vís­aði hún í nið­ur­stöður lífs­kjara­rann­sóknar Hag­stof­unnar fyrir árin 2019 til 2021 sem sýna að hlut­fall heim­ila sem eiga erfitt með að láta enda ná saman hefur aldrei mælst lægra og færri telja byrði hús­næð­is­kostn­aðar þung­an. Hlut­fall heim­ila sem segj­ast búa við efn­is­legan skort er nálægt sögu­legu lág­marki og aldrei hafa færri heim­ili sagst eiga í erf­ið­leikum með að mæta óvæntum útgjöld­um.

„Þessar tölur segja sitt, þær skipta máli og sýna góðan árangur hinnar félags­legu efna­hags­stefnu. En þær segja ekki alla sög­una,“ sagði Katrín. Rík­is­stjórnin ætlar að setja hús­næð­is­mál í for­gang enda er um eitt stærsta kjara­mál heim­il­anna að ræða að sögn for­sæt­is­ráð­herra þar sem stærsta verk­efnið er að tryggja aukið hús­næð­is­ör­yggi. „Gott sam­starf ríkis og sveit­ar­fé­laga hefur hér mikla þýð­ingu. Aukið fram­boð á hús­næði ásamt öfl­ugri aðstoð, ekki síst við þau sem eru á leigu­mark­aði, ræður miklu um lífs­af­komu þeirra fjöl­skyldna sem búa við hvað lök­ust kjör í land­in­u.“

Frá hátíðarhöldum á Austurvelli í dag. Skjáskot: RÚV

Full ástæða til að vera bjart­sýn

Hvað sem stríði, óvissu í efna­hags­málum og ekki síst lofts­lags­vánni líður telur for­sæt­is­ráð­herra fulla ástæðu til að vera bjart­sýn. „Við höfum sett okkur metn­að­ar­full mark­mið, raun­hæfar áætl­anir og lagt fram fjár­magn til að fylgja þeim eft­ir. Sá metn­aður og áhugi sem ég finn í sam­fé­lag­inu öllu er áþreif­an­leg­ur, almenn­ingur og atvinnu­líf leita stöðugt nýrra og skap­andi lausna til að draga úr losun sem skila oft líka betri lífs­gæðum og auk­inni hag­kvæmn­i,“ sagði Katrín um stöð­una í bar­átt­unni gegn lofts­lags­vánni.

Lýð­ræði var for­sæt­is­ráð­herra hug­leikið á þjóð­há­tíð­ar­dag­inn og sagði hún það hafa átt undir högg að sækja.

„Við þurfum stöðugt að halda vöku okkar – lýð­ræðið getur horfið á einni svip­stundu – jafn­vel þótt það hafi lengi verið við lýði. Og í dag,, þegar við fögnuð þbí að lýð­veldið Ísland er78 ára, þá vil ég segja: Látum lýð­ræðið verða okkar leið­ar­ljós á þessum þjóð­há­tíð­ar­degi og öllum þeim dögum sem á eftir honum koma. Lýð­ræðið á að vera sú saga, það ljóð, sem við kjósum okkur til handa alla tíð,“ sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, áður en hún óskaði Íslend­ingum til ham­ingju með þjóð­há­tíð­ar­dag­inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent